Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 15:15 Frá því að ég var kosin á Alþingi haustið 2016 hef ég tekið upp málefnið dánaraðstoð á þinginu og lagt áherslu á mikilvægi þess að skapa frelsi í lífslokum. Ég hef lagt fram fyrirspurnir, þingsályktanir og skýrslubeiðnir um málefnið. Félagið Lífsvirðing hefur verið ötult í að halda uppi umræðu í samfélaginu um þetta mikilvæga, en viðkvæma mál, og er ég stolt af því að hafa getað lagt mitt lóð á vogarskálarnar inni á þinginu. Vaxandi stuðningur við dánaraðstoð Allar kannanir sýna að stuðningur við dánaraðstoð hefur aukist til muna á síðustu árum, bæði meðal heilbrigðisstarfsmanna og almennings. Í nýlegri könnun kom fram að 56% lækna, 86% hjúkrunarfræðinga og 81% sjúkraliða voru hlynnt dánaraðstoð (alfarið, mjög eða frekar). Þessar niðurstöður sýna að stuðningur heilbrigðisstarfsfólks hefur aukist verulega á skömmum tíma. Þá sýndi sama könnun að 75,6% svarenda úr almenningi voru alfarið, mjög eða frekar hlynntir dánaraðstoð. Vorið 2023 samþykkti Alþingi beiðni mína um að heilbrigðisráðherra skyldi gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, samtaka sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Þessar kannanir hafa verið mikilvægur liður í að auka vitund og skapa samstöðu um málefnið. Dánaraðstoð: Frelsi í lífslokum Dánaraðstoð snýst ekki um að fleiri deyi heldur um að færri kveljist. Hún er fyrst og fremst spurning um frelsi einstaklingsins til að velja og hafna þeim læknismeðferðum sem í boði eru. Dánaraðstoð er viðkvæmt málefni sem snertir grundvallarspurningar um líf, dauða og mannréttindi. Hún kallar á vandlega yfirvegun, samkennd og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Sem þjóð verðum við að taka umræðu um dánaraðstoð af festu og sanngirni. Þeir sem standa frammi fyrir ólæknandi sjúkdómum og miklum þjáningum ættu að hafa rétt til að velja þann farveg sem þeir kjósa í lífslokum. Í löndum eins og Hollandi, þar sem dánaraðstoð hefur verið leyfð um árabil, fer aðstoðin fram eftir skýru og vönduðu ferli. Umsóknir eru metnar af tveimur læknum, og aðstoðin er aðeins veitt þegar þjáningar eru óbærilegar og engin von um lækningu er til staðar. Samhljómur í umræðunni Afstaða heilbrigðisstarfsfólks, sem væntanlega myndi veita þessa þjónustu, er lykilatriði. Það er jafnframt mikilvægt að tryggja að enginn verði skyldaður til að taka þátt í dánaraðstoð gegn eigin vilja. Virðing fyrir fjölbreyttum skoðunum og trú er óaðskiljanlegur hluti af umræðu og lagasetningu um þetta viðkvæma mál. Framtíðarsýn: Að tryggja rétt einstaklinga Nú liggur fyrir þinginu ályktun um að fela heilbrigðisráðherra að undirbúa og leggja fram frumvarp til laga sem heimilar dánaraðstoð. Ég mun, fái ég til þess áframhaldandi umboð, vinna að þessu mikilvæga máli með sama eldmóði og áður. Þetta snýst um frelsi, virðingu og mannúð – alla leið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Dánaraðstoð Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Frá því að ég var kosin á Alþingi haustið 2016 hef ég tekið upp málefnið dánaraðstoð á þinginu og lagt áherslu á mikilvægi þess að skapa frelsi í lífslokum. Ég hef lagt fram fyrirspurnir, þingsályktanir og skýrslubeiðnir um málefnið. Félagið Lífsvirðing hefur verið ötult í að halda uppi umræðu í samfélaginu um þetta mikilvæga, en viðkvæma mál, og er ég stolt af því að hafa getað lagt mitt lóð á vogarskálarnar inni á þinginu. Vaxandi stuðningur við dánaraðstoð Allar kannanir sýna að stuðningur við dánaraðstoð hefur aukist til muna á síðustu árum, bæði meðal heilbrigðisstarfsmanna og almennings. Í nýlegri könnun kom fram að 56% lækna, 86% hjúkrunarfræðinga og 81% sjúkraliða voru hlynnt dánaraðstoð (alfarið, mjög eða frekar). Þessar niðurstöður sýna að stuðningur heilbrigðisstarfsfólks hefur aukist verulega á skömmum tíma. Þá sýndi sama könnun að 75,6% svarenda úr almenningi voru alfarið, mjög eða frekar hlynntir dánaraðstoð. Vorið 2023 samþykkti Alþingi beiðni mína um að heilbrigðisráðherra skyldi gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, samtaka sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Þessar kannanir hafa verið mikilvægur liður í að auka vitund og skapa samstöðu um málefnið. Dánaraðstoð: Frelsi í lífslokum Dánaraðstoð snýst ekki um að fleiri deyi heldur um að færri kveljist. Hún er fyrst og fremst spurning um frelsi einstaklingsins til að velja og hafna þeim læknismeðferðum sem í boði eru. Dánaraðstoð er viðkvæmt málefni sem snertir grundvallarspurningar um líf, dauða og mannréttindi. Hún kallar á vandlega yfirvegun, samkennd og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Sem þjóð verðum við að taka umræðu um dánaraðstoð af festu og sanngirni. Þeir sem standa frammi fyrir ólæknandi sjúkdómum og miklum þjáningum ættu að hafa rétt til að velja þann farveg sem þeir kjósa í lífslokum. Í löndum eins og Hollandi, þar sem dánaraðstoð hefur verið leyfð um árabil, fer aðstoðin fram eftir skýru og vönduðu ferli. Umsóknir eru metnar af tveimur læknum, og aðstoðin er aðeins veitt þegar þjáningar eru óbærilegar og engin von um lækningu er til staðar. Samhljómur í umræðunni Afstaða heilbrigðisstarfsfólks, sem væntanlega myndi veita þessa þjónustu, er lykilatriði. Það er jafnframt mikilvægt að tryggja að enginn verði skyldaður til að taka þátt í dánaraðstoð gegn eigin vilja. Virðing fyrir fjölbreyttum skoðunum og trú er óaðskiljanlegur hluti af umræðu og lagasetningu um þetta viðkvæma mál. Framtíðarsýn: Að tryggja rétt einstaklinga Nú liggur fyrir þinginu ályktun um að fela heilbrigðisráðherra að undirbúa og leggja fram frumvarp til laga sem heimilar dánaraðstoð. Ég mun, fái ég til þess áframhaldandi umboð, vinna að þessu mikilvæga máli með sama eldmóði og áður. Þetta snýst um frelsi, virðingu og mannúð – alla leið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun