Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2024 08:15 Forystumenn Viðreisnar hafa greinilega áttað sig á þeim veruleika að áherzla á Evrópusambandið skilar ekki mörgum atkvæðum heldur þvert á móti. Það er engin tilviljun að fylgi flokksins hefur aukizt miðað við niðurstöður skoðanakannana að undanförnu samhliða því sem fulltrúar hans hafa nánast hætt að tala um sambandið. Rétt eins og gerðist í tilfelli Samfylkingarinnar fyrir um tveimur árum síðan. Frambjóðendur Viðreisnar hafa þannig á undanförnum ljóslega forðast það nánast eins og heitan eldinn að minnast á Evrópusambandið og varla rætt það nema að frumkvæði annarra. Aðallega fjölmiðla. Fyrir ekki alls löngu og allt frá stofnun flokksins fram að því var varla minnzt til að mynda á efnahagsmál án þess að tengja það við sambandið og evruna sem átti að leysa svo gott sem allt. Ekki aðeins efnahagsmálin. Hins vegar hefur stefna Viðreisnar vitanlega ekki breytzt enda er ekki einungis um að ræða meginstefnumál flokksins, sem önnur stefnumál hans taka meira eða minna mið af, heldur það mál sem hann var beinlínis stofnaður í kringum. Enda hafa forystumennirnir viðurkennt þegar gengið hefur verið á þá að Viðreisn muni gera inngöngu í Evrópusambandið að skilyrði í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum. Ófrávíkjanlegt skilyrði Til að mynda játaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, því aðspurð í Forystusætinu í Ríkisútvarpinu fyrir helgi að skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið yrði úrslitaatriði af hálfu flokksins í hugsanlegum stjórnarmyndunarviðræðum. Það tók þó fréttamanninn nokkrar tilraunir til þess að fá afdráttarlaust svar í þeim efnum eftir að hún hafði ítrekað reynt að koma sér undan því. Hið sama gerði Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi, aðspurður á borgarafundi í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn hvort málið yrði skilyrði fyrir þátttöku flokksins í ríkisstjórn. Staðfesti hann að sú yrði raunin. Sagði Guðbrandur að um yrði þannig að ræða ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir ríkisstjórnarsamstarfi af hálfu Viðreisnar að stefnt yrði á nýjan leik að því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Vert er að rifja upp að síðasta sumar gerði Maskína skoðanakönnun fyrir Evrópuhreyfinguna, sem Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, fer fyrir, þar sem meðal annars var spurt að því hvort fólk væri líklegt til þess að kjósa flokka hlynnta inngöngu í Evrópusambandið eða þjóðaratkvæði í þeim efnum. Sá hluti könnunarinnar var þó aldrei birtur. Væntanlega ollu niðurstöðurnar miklum vonbrigðum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Forystumenn Viðreisnar hafa greinilega áttað sig á þeim veruleika að áherzla á Evrópusambandið skilar ekki mörgum atkvæðum heldur þvert á móti. Það er engin tilviljun að fylgi flokksins hefur aukizt miðað við niðurstöður skoðanakannana að undanförnu samhliða því sem fulltrúar hans hafa nánast hætt að tala um sambandið. Rétt eins og gerðist í tilfelli Samfylkingarinnar fyrir um tveimur árum síðan. Frambjóðendur Viðreisnar hafa þannig á undanförnum ljóslega forðast það nánast eins og heitan eldinn að minnast á Evrópusambandið og varla rætt það nema að frumkvæði annarra. Aðallega fjölmiðla. Fyrir ekki alls löngu og allt frá stofnun flokksins fram að því var varla minnzt til að mynda á efnahagsmál án þess að tengja það við sambandið og evruna sem átti að leysa svo gott sem allt. Ekki aðeins efnahagsmálin. Hins vegar hefur stefna Viðreisnar vitanlega ekki breytzt enda er ekki einungis um að ræða meginstefnumál flokksins, sem önnur stefnumál hans taka meira eða minna mið af, heldur það mál sem hann var beinlínis stofnaður í kringum. Enda hafa forystumennirnir viðurkennt þegar gengið hefur verið á þá að Viðreisn muni gera inngöngu í Evrópusambandið að skilyrði í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum. Ófrávíkjanlegt skilyrði Til að mynda játaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, því aðspurð í Forystusætinu í Ríkisútvarpinu fyrir helgi að skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið yrði úrslitaatriði af hálfu flokksins í hugsanlegum stjórnarmyndunarviðræðum. Það tók þó fréttamanninn nokkrar tilraunir til þess að fá afdráttarlaust svar í þeim efnum eftir að hún hafði ítrekað reynt að koma sér undan því. Hið sama gerði Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi, aðspurður á borgarafundi í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn hvort málið yrði skilyrði fyrir þátttöku flokksins í ríkisstjórn. Staðfesti hann að sú yrði raunin. Sagði Guðbrandur að um yrði þannig að ræða ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir ríkisstjórnarsamstarfi af hálfu Viðreisnar að stefnt yrði á nýjan leik að því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Vert er að rifja upp að síðasta sumar gerði Maskína skoðanakönnun fyrir Evrópuhreyfinguna, sem Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, fer fyrir, þar sem meðal annars var spurt að því hvort fólk væri líklegt til þess að kjósa flokka hlynnta inngöngu í Evrópusambandið eða þjóðaratkvæði í þeim efnum. Sá hluti könnunarinnar var þó aldrei birtur. Væntanlega ollu niðurstöðurnar miklum vonbrigðum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun