Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar 19. nóvember 2024 11:16 Því hefur löngum verið haldið fram að íslenska krónan sé bráðnauðsynlegt tól í baráttunni gegn verðbólgu og vondum afleiðingum hennar. Með því að hafa hana getum við hækkað vexti upp úr öllu valdi þegar illa árar og kælt hagkerfið niður á viðráðanlegt stig. Gallinn er þó sá að þau vandarhögg lenda aðeins á hluta þjóðarinnar og fyrirtækjum sem hér starfa. Við sem erum skuldlaus og stærri fyrirtæki í útflutningi sleppum hins vegar algjörlega við þjáningarfull svipuhöggin enda þótt verðbólgan sé ekki síður af okkar völdum. Njótum jafnvel hækkandi vaxta í ríkum mæli svo ekki sé talað um fyrirtækin sem fá leyfi til að færa allt sitt í stærri gjaldmiðlum nýta sér þjónustu erlendra banka sem bjóða alltaf sömu lágu vextina. Þannig er krónan okkar notuð til að lemja á unga fólkinu ásamt minni og meðalstórum fyrirtækjum sem eru læst inni í krónuhagkerfinu. Úr verða tveir hópar á okkar kæra landi og þar á meðal unga fólkið sem situr alltaf í súpunni með vaxtavöndinn sífellt lemjandi á bökum sér þegar þau í örvæntingu reyna að koma yfir sig þaki. Á sama tíma sleppum við hin skuldlausu við vaxtavöndinn og brosum sum hver góðlátlega að þeirri barnalegu trú að krónan sé bæði til marks um sjálfstæði þjóðarinnar og björgunartæki þegar á mót blæs. Samt sem áður er ekki vitað um nokkurt einasta íslenskt fyrirtæki, sem nýtir sér kosti stærri gjaldmiðla í rekstri sínum, sem kærir sig um að færa sig aftur yfir í krónuhagkerfið. Slík fyrirtæki væru tæpast talin með öllum mjalla enda lifa þau við mun betri aðstæður hvað varðar lánskjör til uppbyggingar og rekstur frá degi til dags. Þetta ætti að vera umfjöllunefni allra stjórnmálamanna okkar nú fyrir kosningar þegar þeir eru að ræða við háttvirta kjósendur. En um þessa hrikalegu mismunun þegja þeir flestir þunnu hljóði. Láta eins og krónan sé ósnertanleg og hluti þjóðarinnar verði bara að þjást hennar vegna. Hún er og verði táknmynd sjálfstæðrar þjóðar ásamt því að vera refsivöndur gagnvart hluta sömu þjóðar. Það sem vekur þó enn meiri furðu er að unga fólkið skuli ekki rísa upp og krefjast þess nú í kosningabaráttunni að fá skýr svör um að þessu verði breytt og tekin upp alþjóðlegur gjaldmiðill sem gildir fyrir alla landsmenn en ekki bara útvalinn hóp. Á meðan það er ekki gert verður unga fólk nútímans og framtíðarinnar áfram í þessari spennitreyju krónunnar enda þótt þetta sé allt einasta kerfisvandi sem auðveldlega er hægt að færa til betri vegar ef pólitískur vilji er fyrir hendi. Ljóst er að slíkur vilji nær því aðeins fram að ganga að unga fólkið sjálft rísi upp og krefjist réttlætis í þessu þýðingarmikla málefni. Nú er mikið talað um hvað ungt fólk á framhaldsskólastigi glími við víðtæk og alvarleg félagsleg og geðræn vandamál. Stjórnmálamenn taka undir það og segjast vilja gera allt til að bæta úr. En þegar þetta sama unga fólk fer að stofna heimili fær það fyrst að finna til tevatnsins og því harðlega refsað fyrir verðbólgu sem það á enga sök á. Þá þegja þessir sömu stjórnmálamenn og þykjast ekkert geta gert, þetta sé bara svona! Því segi ég fjörgamall maðurinn: Rís upp unga Ísland og krefjist réttar ykkar. Eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Því hefur löngum verið haldið fram að íslenska krónan sé bráðnauðsynlegt tól í baráttunni gegn verðbólgu og vondum afleiðingum hennar. Með því að hafa hana getum við hækkað vexti upp úr öllu valdi þegar illa árar og kælt hagkerfið niður á viðráðanlegt stig. Gallinn er þó sá að þau vandarhögg lenda aðeins á hluta þjóðarinnar og fyrirtækjum sem hér starfa. Við sem erum skuldlaus og stærri fyrirtæki í útflutningi sleppum hins vegar algjörlega við þjáningarfull svipuhöggin enda þótt verðbólgan sé ekki síður af okkar völdum. Njótum jafnvel hækkandi vaxta í ríkum mæli svo ekki sé talað um fyrirtækin sem fá leyfi til að færa allt sitt í stærri gjaldmiðlum nýta sér þjónustu erlendra banka sem bjóða alltaf sömu lágu vextina. Þannig er krónan okkar notuð til að lemja á unga fólkinu ásamt minni og meðalstórum fyrirtækjum sem eru læst inni í krónuhagkerfinu. Úr verða tveir hópar á okkar kæra landi og þar á meðal unga fólkið sem situr alltaf í súpunni með vaxtavöndinn sífellt lemjandi á bökum sér þegar þau í örvæntingu reyna að koma yfir sig þaki. Á sama tíma sleppum við hin skuldlausu við vaxtavöndinn og brosum sum hver góðlátlega að þeirri barnalegu trú að krónan sé bæði til marks um sjálfstæði þjóðarinnar og björgunartæki þegar á mót blæs. Samt sem áður er ekki vitað um nokkurt einasta íslenskt fyrirtæki, sem nýtir sér kosti stærri gjaldmiðla í rekstri sínum, sem kærir sig um að færa sig aftur yfir í krónuhagkerfið. Slík fyrirtæki væru tæpast talin með öllum mjalla enda lifa þau við mun betri aðstæður hvað varðar lánskjör til uppbyggingar og rekstur frá degi til dags. Þetta ætti að vera umfjöllunefni allra stjórnmálamanna okkar nú fyrir kosningar þegar þeir eru að ræða við háttvirta kjósendur. En um þessa hrikalegu mismunun þegja þeir flestir þunnu hljóði. Láta eins og krónan sé ósnertanleg og hluti þjóðarinnar verði bara að þjást hennar vegna. Hún er og verði táknmynd sjálfstæðrar þjóðar ásamt því að vera refsivöndur gagnvart hluta sömu þjóðar. Það sem vekur þó enn meiri furðu er að unga fólkið skuli ekki rísa upp og krefjast þess nú í kosningabaráttunni að fá skýr svör um að þessu verði breytt og tekin upp alþjóðlegur gjaldmiðill sem gildir fyrir alla landsmenn en ekki bara útvalinn hóp. Á meðan það er ekki gert verður unga fólk nútímans og framtíðarinnar áfram í þessari spennitreyju krónunnar enda þótt þetta sé allt einasta kerfisvandi sem auðveldlega er hægt að færa til betri vegar ef pólitískur vilji er fyrir hendi. Ljóst er að slíkur vilji nær því aðeins fram að ganga að unga fólkið sjálft rísi upp og krefjist réttlætis í þessu þýðingarmikla málefni. Nú er mikið talað um hvað ungt fólk á framhaldsskólastigi glími við víðtæk og alvarleg félagsleg og geðræn vandamál. Stjórnmálamenn taka undir það og segjast vilja gera allt til að bæta úr. En þegar þetta sama unga fólk fer að stofna heimili fær það fyrst að finna til tevatnsins og því harðlega refsað fyrir verðbólgu sem það á enga sök á. Þá þegja þessir sömu stjórnmálamenn og þykjast ekkert geta gert, þetta sé bara svona! Því segi ég fjörgamall maðurinn: Rís upp unga Ísland og krefjist réttar ykkar. Eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun