Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2024 14:59 Nítján ára ástralskar konur sem berjast fyrir lífi sínu vegna metanóleitrunar dvöldu á þessu hosteli á Laos þegar eitrunin kom upp. Nana Backpackers Hostel Tvær danskar konur á þrítugsaldri eru látnar í Laos. Miðlar í Ástralíu og Tælandi segir konurnar hafa látist eftir neyslu metanóls í áfengum drykkjum. Fleiri berjist fyrir lífi sínu vegna eitrunar. „Utanríkisráðuneytið staðfestir að tveir danskir ríkisborgarar eru látnir í Laos. Ættingjum hefur verið tilkynnt um andlátin. Ráðuneytið þarf að gæta trúnaðar um persónulegar upplýsingar og getur ekki veitt frekari upplýsingar,“ segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Ekstrabladet. ABC í Ástralíu fullyrðir að dönsku konurnar séu á þrítugsaldri. Fregnir af andláti dönsku kvennanna koma í framhaldi af nýlegum fregnum af tveimur nítján ára áströlskum stelpum sem berjast fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að hafa innbyrt metanól í Laos. Ekkert liggur fyrir um tengsl málanna teggja að svo stöddu. Áströlsku stelpurnar dvöldu á farfuglaheimili í partýbænum Vang Vieng norðan af höfuðborginni Vientiane. Þær fóru á bar í bænum á þriðjudagskvöld fyrir viku og voru lagðar inn á sjúkrahús daginn eftir. ABC segir í það minnsta tíu hafa veikst af því að drekka blandaða drykki sem hafi innihaldið metanól, betur þekkt sem tréspíri. Vinkonurnar höfðu verið á bakpokaferðalagi og reiknað með þeim heim til Ástralíu fyrir jólin. Tréspíri hefur komið við sögu hér á landi en níu létust eftir að hafa drukkið tréspíra á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1943. Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að konurnar drukku drykki metanól. Eigandi farfuglaheimilisins þar sem áströlsku stelpurnar gistu þvertekur fyrir að áfengi með metanóli hafi verið selt á staðnum. Lögregla hafi þegar komið við, tekið út staðinn og skoðað birgjana sem gistiheimilið kaupi áfengi frá. Metanól eða tréspíra er að finna í ýmsum iðnaðarvörum, til dæmis rúðuhreinsivökvum, frostlegi og leysiefnum. Etanól er hins vegar að finna í áfengi á borð við bjór, léttvíni og sterku áfengi. Danmörk Laos Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika og 100 ár við völd Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
„Utanríkisráðuneytið staðfestir að tveir danskir ríkisborgarar eru látnir í Laos. Ættingjum hefur verið tilkynnt um andlátin. Ráðuneytið þarf að gæta trúnaðar um persónulegar upplýsingar og getur ekki veitt frekari upplýsingar,“ segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Ekstrabladet. ABC í Ástralíu fullyrðir að dönsku konurnar séu á þrítugsaldri. Fregnir af andláti dönsku kvennanna koma í framhaldi af nýlegum fregnum af tveimur nítján ára áströlskum stelpum sem berjast fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að hafa innbyrt metanól í Laos. Ekkert liggur fyrir um tengsl málanna teggja að svo stöddu. Áströlsku stelpurnar dvöldu á farfuglaheimili í partýbænum Vang Vieng norðan af höfuðborginni Vientiane. Þær fóru á bar í bænum á þriðjudagskvöld fyrir viku og voru lagðar inn á sjúkrahús daginn eftir. ABC segir í það minnsta tíu hafa veikst af því að drekka blandaða drykki sem hafi innihaldið metanól, betur þekkt sem tréspíri. Vinkonurnar höfðu verið á bakpokaferðalagi og reiknað með þeim heim til Ástralíu fyrir jólin. Tréspíri hefur komið við sögu hér á landi en níu létust eftir að hafa drukkið tréspíra á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1943. Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að konurnar drukku drykki metanól. Eigandi farfuglaheimilisins þar sem áströlsku stelpurnar gistu þvertekur fyrir að áfengi með metanóli hafi verið selt á staðnum. Lögregla hafi þegar komið við, tekið út staðinn og skoðað birgjana sem gistiheimilið kaupi áfengi frá. Metanól eða tréspíra er að finna í ýmsum iðnaðarvörum, til dæmis rúðuhreinsivökvum, frostlegi og leysiefnum. Etanól er hins vegar að finna í áfengi á borð við bjór, léttvíni og sterku áfengi.
Danmörk Laos Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika og 100 ár við völd Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira