Örugg landamæri eru forgangsmál Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 09:45 Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins er að styrkja íslensk landamæri og skal það engan undra. Staðan í heiminum, sem við förum ekki varhluta af, er alvarleg og kallar á að við höldum þétt utan um landamæri okkar. Það er einfaldlega svo að stór hluti af sjálfstæði hvers ríkis felst í möguleikum þess til að stjórna eigin landamærum. Vegna landfræðilegrar legu sinnar hafa landamæri Íslands ávallt notið nokkurrar sérstöðu í samanburði við flest önnur Evrópuríki. Þau gera stjórnvöldum kleift að hafa skipulagt eftirlit með komu nær allra farþega hingað til lands, samanborið við önnur ríki, enda kemur langstærsti hluti þeirra í gegnum einu og sömu landamærastöðina á Keflavíkurflugvelli. Árið 2001 hóf Ísland þátttöku í Schengen-samstarfinu og hefur stefna stjórnvalda í málefnum landamæra síðan einkennst af þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem af þeirri þátttöku leiðir. Schengen-samstarfið og regluverk þess hefur vaxið nokkuð ört. Frá árinu 2015, í kjölfar hryðjuverka í Evrópu og aukins straums flóttamanna til álfunnar, hefur samstarfið tekið miklum breytingum. Þær breytingar höfðu fjölmargar áskoranir í för með sér fyrir þátttökuríki og þar á meðal fyrir Ísland. Til viðbótar hafði ferðamönnum til landsins fjölgað afar hratt á skömmum tíma sem jók enn frekar álagið á landamæri Íslands. Ljóst er að íslensk stjórnvöld, sem og reyndar öll ríki í Evrópu, standa frammi fyrir stórum áskorunum í málaflokknum og er sífellt unnið að úrbótum, nú síðast með samþykkt verndar- og fólksflutningssamkomulagi ESB sem hefur það markmið að ná betri yfirsýn og stjórn hvað varðar einstaklinga í ólögmætri dvöl innan Schengen svæðisins og umsækjendum um alþjóðlega vernd. Þessi málaflokkur, líkt og málaflokkur hælisleitenda, er svíkvikur og mikilvægt er að vinna stöðugt að því að auka skilvirkni og gæði landamæravörslu og löggæslueftirlits á landamærum Íslands. Er það eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins. Síðastliðin ár hefur verið unnið markvisst að því að auka samræmda og skipulega stjórn á landamærum í takt við alþjóðlegar skuldbindingar. Stefna um málefni landamæra var sett árið 2019 en rann sitt skeið undir loks árs 2023. Þetta ár hefur verið nýtt í það að vinna nýja og uppfærða landamærastefnu í 13 liðum, sem ég kynnti á föstudaginn var. Hún hefur það meginmarkmið að tryggja öruggt, skilvirkt og mannúðlegt eftirlit með landamærum. Með henni er verið að mæta þeim áskorunum sem blasa við og tryggja öflugt landamæraeftirlit sem mætir þörfum okkar Íslendinga, bæði í dag og til framtíðar. Við megum vera stolt af því hvernig við höfum brugðist við breyttum aðstæðum, en verkefninu er langt frá því að vera lokið. Með nýrri stefnu og markvissum aðgerðum er Ísland betur í stakk búið til að tryggja bæði öryggi og mannúð í framkvæmd landamæraeftirlits. Það er einmitt það sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir – öflugt Ísland, sem stendur vörð um frelsi og sjálfstæði. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Landamæri Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins er að styrkja íslensk landamæri og skal það engan undra. Staðan í heiminum, sem við förum ekki varhluta af, er alvarleg og kallar á að við höldum þétt utan um landamæri okkar. Það er einfaldlega svo að stór hluti af sjálfstæði hvers ríkis felst í möguleikum þess til að stjórna eigin landamærum. Vegna landfræðilegrar legu sinnar hafa landamæri Íslands ávallt notið nokkurrar sérstöðu í samanburði við flest önnur Evrópuríki. Þau gera stjórnvöldum kleift að hafa skipulagt eftirlit með komu nær allra farþega hingað til lands, samanborið við önnur ríki, enda kemur langstærsti hluti þeirra í gegnum einu og sömu landamærastöðina á Keflavíkurflugvelli. Árið 2001 hóf Ísland þátttöku í Schengen-samstarfinu og hefur stefna stjórnvalda í málefnum landamæra síðan einkennst af þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem af þeirri þátttöku leiðir. Schengen-samstarfið og regluverk þess hefur vaxið nokkuð ört. Frá árinu 2015, í kjölfar hryðjuverka í Evrópu og aukins straums flóttamanna til álfunnar, hefur samstarfið tekið miklum breytingum. Þær breytingar höfðu fjölmargar áskoranir í för með sér fyrir þátttökuríki og þar á meðal fyrir Ísland. Til viðbótar hafði ferðamönnum til landsins fjölgað afar hratt á skömmum tíma sem jók enn frekar álagið á landamæri Íslands. Ljóst er að íslensk stjórnvöld, sem og reyndar öll ríki í Evrópu, standa frammi fyrir stórum áskorunum í málaflokknum og er sífellt unnið að úrbótum, nú síðast með samþykkt verndar- og fólksflutningssamkomulagi ESB sem hefur það markmið að ná betri yfirsýn og stjórn hvað varðar einstaklinga í ólögmætri dvöl innan Schengen svæðisins og umsækjendum um alþjóðlega vernd. Þessi málaflokkur, líkt og málaflokkur hælisleitenda, er svíkvikur og mikilvægt er að vinna stöðugt að því að auka skilvirkni og gæði landamæravörslu og löggæslueftirlits á landamærum Íslands. Er það eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins. Síðastliðin ár hefur verið unnið markvisst að því að auka samræmda og skipulega stjórn á landamærum í takt við alþjóðlegar skuldbindingar. Stefna um málefni landamæra var sett árið 2019 en rann sitt skeið undir loks árs 2023. Þetta ár hefur verið nýtt í það að vinna nýja og uppfærða landamærastefnu í 13 liðum, sem ég kynnti á föstudaginn var. Hún hefur það meginmarkmið að tryggja öruggt, skilvirkt og mannúðlegt eftirlit með landamærum. Með henni er verið að mæta þeim áskorunum sem blasa við og tryggja öflugt landamæraeftirlit sem mætir þörfum okkar Íslendinga, bæði í dag og til framtíðar. Við megum vera stolt af því hvernig við höfum brugðist við breyttum aðstæðum, en verkefninu er langt frá því að vera lokið. Með nýrri stefnu og markvissum aðgerðum er Ísland betur í stakk búið til að tryggja bæði öryggi og mannúð í framkvæmd landamæraeftirlits. Það er einmitt það sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir – öflugt Ísland, sem stendur vörð um frelsi og sjálfstæði. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun