Örugg landamæri eru forgangsmál Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 09:45 Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins er að styrkja íslensk landamæri og skal það engan undra. Staðan í heiminum, sem við förum ekki varhluta af, er alvarleg og kallar á að við höldum þétt utan um landamæri okkar. Það er einfaldlega svo að stór hluti af sjálfstæði hvers ríkis felst í möguleikum þess til að stjórna eigin landamærum. Vegna landfræðilegrar legu sinnar hafa landamæri Íslands ávallt notið nokkurrar sérstöðu í samanburði við flest önnur Evrópuríki. Þau gera stjórnvöldum kleift að hafa skipulagt eftirlit með komu nær allra farþega hingað til lands, samanborið við önnur ríki, enda kemur langstærsti hluti þeirra í gegnum einu og sömu landamærastöðina á Keflavíkurflugvelli. Árið 2001 hóf Ísland þátttöku í Schengen-samstarfinu og hefur stefna stjórnvalda í málefnum landamæra síðan einkennst af þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem af þeirri þátttöku leiðir. Schengen-samstarfið og regluverk þess hefur vaxið nokkuð ört. Frá árinu 2015, í kjölfar hryðjuverka í Evrópu og aukins straums flóttamanna til álfunnar, hefur samstarfið tekið miklum breytingum. Þær breytingar höfðu fjölmargar áskoranir í för með sér fyrir þátttökuríki og þar á meðal fyrir Ísland. Til viðbótar hafði ferðamönnum til landsins fjölgað afar hratt á skömmum tíma sem jók enn frekar álagið á landamæri Íslands. Ljóst er að íslensk stjórnvöld, sem og reyndar öll ríki í Evrópu, standa frammi fyrir stórum áskorunum í málaflokknum og er sífellt unnið að úrbótum, nú síðast með samþykkt verndar- og fólksflutningssamkomulagi ESB sem hefur það markmið að ná betri yfirsýn og stjórn hvað varðar einstaklinga í ólögmætri dvöl innan Schengen svæðisins og umsækjendum um alþjóðlega vernd. Þessi málaflokkur, líkt og málaflokkur hælisleitenda, er svíkvikur og mikilvægt er að vinna stöðugt að því að auka skilvirkni og gæði landamæravörslu og löggæslueftirlits á landamærum Íslands. Er það eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins. Síðastliðin ár hefur verið unnið markvisst að því að auka samræmda og skipulega stjórn á landamærum í takt við alþjóðlegar skuldbindingar. Stefna um málefni landamæra var sett árið 2019 en rann sitt skeið undir loks árs 2023. Þetta ár hefur verið nýtt í það að vinna nýja og uppfærða landamærastefnu í 13 liðum, sem ég kynnti á föstudaginn var. Hún hefur það meginmarkmið að tryggja öruggt, skilvirkt og mannúðlegt eftirlit með landamærum. Með henni er verið að mæta þeim áskorunum sem blasa við og tryggja öflugt landamæraeftirlit sem mætir þörfum okkar Íslendinga, bæði í dag og til framtíðar. Við megum vera stolt af því hvernig við höfum brugðist við breyttum aðstæðum, en verkefninu er langt frá því að vera lokið. Með nýrri stefnu og markvissum aðgerðum er Ísland betur í stakk búið til að tryggja bæði öryggi og mannúð í framkvæmd landamæraeftirlits. Það er einmitt það sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir – öflugt Ísland, sem stendur vörð um frelsi og sjálfstæði. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Landamæri Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins er að styrkja íslensk landamæri og skal það engan undra. Staðan í heiminum, sem við förum ekki varhluta af, er alvarleg og kallar á að við höldum þétt utan um landamæri okkar. Það er einfaldlega svo að stór hluti af sjálfstæði hvers ríkis felst í möguleikum þess til að stjórna eigin landamærum. Vegna landfræðilegrar legu sinnar hafa landamæri Íslands ávallt notið nokkurrar sérstöðu í samanburði við flest önnur Evrópuríki. Þau gera stjórnvöldum kleift að hafa skipulagt eftirlit með komu nær allra farþega hingað til lands, samanborið við önnur ríki, enda kemur langstærsti hluti þeirra í gegnum einu og sömu landamærastöðina á Keflavíkurflugvelli. Árið 2001 hóf Ísland þátttöku í Schengen-samstarfinu og hefur stefna stjórnvalda í málefnum landamæra síðan einkennst af þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem af þeirri þátttöku leiðir. Schengen-samstarfið og regluverk þess hefur vaxið nokkuð ört. Frá árinu 2015, í kjölfar hryðjuverka í Evrópu og aukins straums flóttamanna til álfunnar, hefur samstarfið tekið miklum breytingum. Þær breytingar höfðu fjölmargar áskoranir í för með sér fyrir þátttökuríki og þar á meðal fyrir Ísland. Til viðbótar hafði ferðamönnum til landsins fjölgað afar hratt á skömmum tíma sem jók enn frekar álagið á landamæri Íslands. Ljóst er að íslensk stjórnvöld, sem og reyndar öll ríki í Evrópu, standa frammi fyrir stórum áskorunum í málaflokknum og er sífellt unnið að úrbótum, nú síðast með samþykkt verndar- og fólksflutningssamkomulagi ESB sem hefur það markmið að ná betri yfirsýn og stjórn hvað varðar einstaklinga í ólögmætri dvöl innan Schengen svæðisins og umsækjendum um alþjóðlega vernd. Þessi málaflokkur, líkt og málaflokkur hælisleitenda, er svíkvikur og mikilvægt er að vinna stöðugt að því að auka skilvirkni og gæði landamæravörslu og löggæslueftirlits á landamærum Íslands. Er það eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins. Síðastliðin ár hefur verið unnið markvisst að því að auka samræmda og skipulega stjórn á landamærum í takt við alþjóðlegar skuldbindingar. Stefna um málefni landamæra var sett árið 2019 en rann sitt skeið undir loks árs 2023. Þetta ár hefur verið nýtt í það að vinna nýja og uppfærða landamærastefnu í 13 liðum, sem ég kynnti á föstudaginn var. Hún hefur það meginmarkmið að tryggja öruggt, skilvirkt og mannúðlegt eftirlit með landamærum. Með henni er verið að mæta þeim áskorunum sem blasa við og tryggja öflugt landamæraeftirlit sem mætir þörfum okkar Íslendinga, bæði í dag og til framtíðar. Við megum vera stolt af því hvernig við höfum brugðist við breyttum aðstæðum, en verkefninu er langt frá því að vera lokið. Með nýrri stefnu og markvissum aðgerðum er Ísland betur í stakk búið til að tryggja bæði öryggi og mannúð í framkvæmd landamæraeftirlits. Það er einmitt það sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir – öflugt Ísland, sem stendur vörð um frelsi og sjálfstæði. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun