Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar 20. nóvember 2024 16:31 Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag var rætt við Trausta Hjálmarsson, formann Bændasamtaka Íslands, um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum brjóti gegn stjórnarskránni og hafi ekki lagagildi. Í lok viðtalsins, sem birtist í lengri útgáfu á Vísi, var rætt um umsvif afurðastöðvanna í innflutningi á kjötvörum. Fréttamaður benti á að eftir kaup á Kjarnafæði-Norðlenska sér Kaupfélag Skagfirðinga, sem er jafnframt stór innflytjandi á kjötvöru, um slátrun á 60 prósent sauðfjár og nautgripa og er langstærsti heildsöluaðilinn á kjötvöru á landinu. Spurt var hvort þetta væri ekki bara einokun. „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá,“ svaraði formaður Bændasamtakanna og bætti við að að innflutningur væri sú samkeppni sem landbúnaðurinn byggi við. „Þá geri ég fastlega ráð fyrir og hef ekki væntingar og trú um neitt annað en það að þessi fyrirtæki, sem eru saman sett af íslenskum bændum, séu að reyna að skapa sér stöðu til þess að ná vopnum sínum í framleiðslu á innlendum afurðum og þar með draga sjálfir úr innflutningi.“ Afurðastöðvarnar hindra samkeppni við sjálfar sig Það er afar sérkennilegur málflutningur að stilla málinu þannig upp að afurðastöðvarnar eigi í vök að verjast gagnvart innflutningi á kjötvörum. Staðreyndin er sú að þær hafa sjálfar árum saman verið einna stærstu innflytjendurnir á kjöti. Í töflunni hér að neðan má sjá það hlutfall sem innlendar afurðastöðvar og bændur hafa fengið úthlutað af tollkvóta fyrir helztu flokka innfluttra kjötvara frá aðildarríkjum Evrópusambandsins, undanfarin þrjú ár. Í kílóum talið fluttu innlendar afurðastöðvar eða fyrirtæki þeim tengd inn 52% tollkvótans í þessum kjöttegundum á þessu tímabili. Sem kunnugt er, er tollkvótum úthlutað með útboði. Innflutningsfyrirtækin bjóða í kvótann og greiða fyrir svokallað útboðsgjald. Félag atvinnurekenda hefur bent bæði matvælaráðuneytinu og Samkeppniseftirlitinu á að það sé í hæsta máta óeðlilegt að innlendar afurðastöðvar taki þátt í tollkvótaútboðum. Það er þeirra hagur að bjóða sem hæst í kvótann, sem hækkar útboðsgjaldið sem öll innflutningsfyrirtæki verða að greiða og þar með verðið á innflutningnum, en þannig takmarka þær samkeppni frá innflutningi við eigin framleiðslu. Að láta í veðri vaka að innflutningur sé stórfelld ógn við innlenda kjötframleiðslu er í hæsta máta villandi. Hafa afurðastöðvarnar haft samráð um tilboðin? Eftir að Alþingi gaf afurðastöðvunum víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum, hefur ekkert staðið í vegi fyrir því að þær hafi með sér samráð um tilboð í tollkvótana – allt þar til dómur Héraðsdóms féll í fyrradag. Slíkt samráð brýtur að sjálfsögðu gegn samkeppnislögum. Matvælaráðuneytið, sem sér um útboð tollkvótanna, hlýtur nú að kanna rækilega hvort afurðastöðvarnar og fyrirtæki þeim tengd hafi haft með sér slíkt samráð um tilboð, í skjóli hinnar ógildu samkeppnisundanþágu. Sé minnsti grunur um slíkt, ætti að útiloka viðkomandi fyrirtæki frá þátttöku í því tollkvótaútboði, sem nú stendur yfir vegna innflutnings á fyrri helmingi næsta árs. Háihólmi og trú bænda á afurðastöðvunum Mörgum bændum hefur, með réttu eða röngu, mislíkað að afurðastöðvarnar, sem sumar hverjar eru a.m.k. að nafninu til í þeirra eigu, standi í innflutningi á kjöti. Þegar formaður Bændasamtakanna segist „ekki [hafa] væntingar og trú um neitt annað“ en að afurðastöðvarnar dragi úr innflutningi, er hann líklega búinn að gleyma því sem gerðist í kjölfar aðalfundar Kaupfélags Skagfirðinga í fyrra. Samkvæmt frásögn Bændablaðsins beindi aðalfundurinn því til stjórnar KS að félagið og dótturfélög þess stæðu ekki í innflutningi á erlendum búvörum. Í frétt blaðsins var haft eftir Sigurjóni Rafnssyni aðstoðarkaupfélagsstjóra að ályktunin væri „skýr skilaboð um hvað Kaupfélagið eigi að standa fyrir og það sama eigi að gilda um dótturfélögin.“ Í framhaldi af aðalfundinum hætti Esja Gæðafæði, dótturfélag KS, að bjóða í tollkvóta. Hins vegar skaut upp kollinum nýr bjóðandi, sem tryggt hefur sér ágætan skerf af tollfrjálsum heimildum til innflutnings á kjöti. Það er fyrirtækið Háihólmi, sem við stofnun var skráð á viðskiptafélaga KS í veitingarekstri. Heimildin hefur upplýst að innflutningur fyrirtækisins fari að stærstum hluta til vinnslu hjá Esju. Skráður eigandi Háahólma er með aðstöðu á skrifstofum Esju, með netfang sem endar á esja.is og sendir út tölvupósta með undirskriftinni „innkaupastjóri – Esja Gæðafæði“. Kaupfélag Skagfirðinga bregzt með öðrum orðum við áskorunum félagsmanna sinna, bænda, með leynimakki og leppum til að geta haldið áfram að flytja inn kjöt. Hafa bændur örugglega trú á slíkum fyrirtækjum? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Búvörusamningar Landbúnaður Samkeppnismál Alþingi Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag var rætt við Trausta Hjálmarsson, formann Bændasamtaka Íslands, um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum brjóti gegn stjórnarskránni og hafi ekki lagagildi. Í lok viðtalsins, sem birtist í lengri útgáfu á Vísi, var rætt um umsvif afurðastöðvanna í innflutningi á kjötvörum. Fréttamaður benti á að eftir kaup á Kjarnafæði-Norðlenska sér Kaupfélag Skagfirðinga, sem er jafnframt stór innflytjandi á kjötvöru, um slátrun á 60 prósent sauðfjár og nautgripa og er langstærsti heildsöluaðilinn á kjötvöru á landinu. Spurt var hvort þetta væri ekki bara einokun. „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá,“ svaraði formaður Bændasamtakanna og bætti við að að innflutningur væri sú samkeppni sem landbúnaðurinn byggi við. „Þá geri ég fastlega ráð fyrir og hef ekki væntingar og trú um neitt annað en það að þessi fyrirtæki, sem eru saman sett af íslenskum bændum, séu að reyna að skapa sér stöðu til þess að ná vopnum sínum í framleiðslu á innlendum afurðum og þar með draga sjálfir úr innflutningi.“ Afurðastöðvarnar hindra samkeppni við sjálfar sig Það er afar sérkennilegur málflutningur að stilla málinu þannig upp að afurðastöðvarnar eigi í vök að verjast gagnvart innflutningi á kjötvörum. Staðreyndin er sú að þær hafa sjálfar árum saman verið einna stærstu innflytjendurnir á kjöti. Í töflunni hér að neðan má sjá það hlutfall sem innlendar afurðastöðvar og bændur hafa fengið úthlutað af tollkvóta fyrir helztu flokka innfluttra kjötvara frá aðildarríkjum Evrópusambandsins, undanfarin þrjú ár. Í kílóum talið fluttu innlendar afurðastöðvar eða fyrirtæki þeim tengd inn 52% tollkvótans í þessum kjöttegundum á þessu tímabili. Sem kunnugt er, er tollkvótum úthlutað með útboði. Innflutningsfyrirtækin bjóða í kvótann og greiða fyrir svokallað útboðsgjald. Félag atvinnurekenda hefur bent bæði matvælaráðuneytinu og Samkeppniseftirlitinu á að það sé í hæsta máta óeðlilegt að innlendar afurðastöðvar taki þátt í tollkvótaútboðum. Það er þeirra hagur að bjóða sem hæst í kvótann, sem hækkar útboðsgjaldið sem öll innflutningsfyrirtæki verða að greiða og þar með verðið á innflutningnum, en þannig takmarka þær samkeppni frá innflutningi við eigin framleiðslu. Að láta í veðri vaka að innflutningur sé stórfelld ógn við innlenda kjötframleiðslu er í hæsta máta villandi. Hafa afurðastöðvarnar haft samráð um tilboðin? Eftir að Alþingi gaf afurðastöðvunum víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum, hefur ekkert staðið í vegi fyrir því að þær hafi með sér samráð um tilboð í tollkvótana – allt þar til dómur Héraðsdóms féll í fyrradag. Slíkt samráð brýtur að sjálfsögðu gegn samkeppnislögum. Matvælaráðuneytið, sem sér um útboð tollkvótanna, hlýtur nú að kanna rækilega hvort afurðastöðvarnar og fyrirtæki þeim tengd hafi haft með sér slíkt samráð um tilboð, í skjóli hinnar ógildu samkeppnisundanþágu. Sé minnsti grunur um slíkt, ætti að útiloka viðkomandi fyrirtæki frá þátttöku í því tollkvótaútboði, sem nú stendur yfir vegna innflutnings á fyrri helmingi næsta árs. Háihólmi og trú bænda á afurðastöðvunum Mörgum bændum hefur, með réttu eða röngu, mislíkað að afurðastöðvarnar, sem sumar hverjar eru a.m.k. að nafninu til í þeirra eigu, standi í innflutningi á kjöti. Þegar formaður Bændasamtakanna segist „ekki [hafa] væntingar og trú um neitt annað“ en að afurðastöðvarnar dragi úr innflutningi, er hann líklega búinn að gleyma því sem gerðist í kjölfar aðalfundar Kaupfélags Skagfirðinga í fyrra. Samkvæmt frásögn Bændablaðsins beindi aðalfundurinn því til stjórnar KS að félagið og dótturfélög þess stæðu ekki í innflutningi á erlendum búvörum. Í frétt blaðsins var haft eftir Sigurjóni Rafnssyni aðstoðarkaupfélagsstjóra að ályktunin væri „skýr skilaboð um hvað Kaupfélagið eigi að standa fyrir og það sama eigi að gilda um dótturfélögin.“ Í framhaldi af aðalfundinum hætti Esja Gæðafæði, dótturfélag KS, að bjóða í tollkvóta. Hins vegar skaut upp kollinum nýr bjóðandi, sem tryggt hefur sér ágætan skerf af tollfrjálsum heimildum til innflutnings á kjöti. Það er fyrirtækið Háihólmi, sem við stofnun var skráð á viðskiptafélaga KS í veitingarekstri. Heimildin hefur upplýst að innflutningur fyrirtækisins fari að stærstum hluta til vinnslu hjá Esju. Skráður eigandi Háahólma er með aðstöðu á skrifstofum Esju, með netfang sem endar á esja.is og sendir út tölvupósta með undirskriftinni „innkaupastjóri – Esja Gæðafæði“. Kaupfélag Skagfirðinga bregzt með öðrum orðum við áskorunum félagsmanna sinna, bænda, með leynimakki og leppum til að geta haldið áfram að flytja inn kjöt. Hafa bændur örugglega trú á slíkum fyrirtækjum? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun