Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar 20. nóvember 2024 16:31 Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag var rætt við Trausta Hjálmarsson, formann Bændasamtaka Íslands, um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum brjóti gegn stjórnarskránni og hafi ekki lagagildi. Í lok viðtalsins, sem birtist í lengri útgáfu á Vísi, var rætt um umsvif afurðastöðvanna í innflutningi á kjötvörum. Fréttamaður benti á að eftir kaup á Kjarnafæði-Norðlenska sér Kaupfélag Skagfirðinga, sem er jafnframt stór innflytjandi á kjötvöru, um slátrun á 60 prósent sauðfjár og nautgripa og er langstærsti heildsöluaðilinn á kjötvöru á landinu. Spurt var hvort þetta væri ekki bara einokun. „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá,“ svaraði formaður Bændasamtakanna og bætti við að að innflutningur væri sú samkeppni sem landbúnaðurinn byggi við. „Þá geri ég fastlega ráð fyrir og hef ekki væntingar og trú um neitt annað en það að þessi fyrirtæki, sem eru saman sett af íslenskum bændum, séu að reyna að skapa sér stöðu til þess að ná vopnum sínum í framleiðslu á innlendum afurðum og þar með draga sjálfir úr innflutningi.“ Afurðastöðvarnar hindra samkeppni við sjálfar sig Það er afar sérkennilegur málflutningur að stilla málinu þannig upp að afurðastöðvarnar eigi í vök að verjast gagnvart innflutningi á kjötvörum. Staðreyndin er sú að þær hafa sjálfar árum saman verið einna stærstu innflytjendurnir á kjöti. Í töflunni hér að neðan má sjá það hlutfall sem innlendar afurðastöðvar og bændur hafa fengið úthlutað af tollkvóta fyrir helztu flokka innfluttra kjötvara frá aðildarríkjum Evrópusambandsins, undanfarin þrjú ár. Í kílóum talið fluttu innlendar afurðastöðvar eða fyrirtæki þeim tengd inn 52% tollkvótans í þessum kjöttegundum á þessu tímabili. Sem kunnugt er, er tollkvótum úthlutað með útboði. Innflutningsfyrirtækin bjóða í kvótann og greiða fyrir svokallað útboðsgjald. Félag atvinnurekenda hefur bent bæði matvælaráðuneytinu og Samkeppniseftirlitinu á að það sé í hæsta máta óeðlilegt að innlendar afurðastöðvar taki þátt í tollkvótaútboðum. Það er þeirra hagur að bjóða sem hæst í kvótann, sem hækkar útboðsgjaldið sem öll innflutningsfyrirtæki verða að greiða og þar með verðið á innflutningnum, en þannig takmarka þær samkeppni frá innflutningi við eigin framleiðslu. Að láta í veðri vaka að innflutningur sé stórfelld ógn við innlenda kjötframleiðslu er í hæsta máta villandi. Hafa afurðastöðvarnar haft samráð um tilboðin? Eftir að Alþingi gaf afurðastöðvunum víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum, hefur ekkert staðið í vegi fyrir því að þær hafi með sér samráð um tilboð í tollkvótana – allt þar til dómur Héraðsdóms féll í fyrradag. Slíkt samráð brýtur að sjálfsögðu gegn samkeppnislögum. Matvælaráðuneytið, sem sér um útboð tollkvótanna, hlýtur nú að kanna rækilega hvort afurðastöðvarnar og fyrirtæki þeim tengd hafi haft með sér slíkt samráð um tilboð, í skjóli hinnar ógildu samkeppnisundanþágu. Sé minnsti grunur um slíkt, ætti að útiloka viðkomandi fyrirtæki frá þátttöku í því tollkvótaútboði, sem nú stendur yfir vegna innflutnings á fyrri helmingi næsta árs. Háihólmi og trú bænda á afurðastöðvunum Mörgum bændum hefur, með réttu eða röngu, mislíkað að afurðastöðvarnar, sem sumar hverjar eru a.m.k. að nafninu til í þeirra eigu, standi í innflutningi á kjöti. Þegar formaður Bændasamtakanna segist „ekki [hafa] væntingar og trú um neitt annað“ en að afurðastöðvarnar dragi úr innflutningi, er hann líklega búinn að gleyma því sem gerðist í kjölfar aðalfundar Kaupfélags Skagfirðinga í fyrra. Samkvæmt frásögn Bændablaðsins beindi aðalfundurinn því til stjórnar KS að félagið og dótturfélög þess stæðu ekki í innflutningi á erlendum búvörum. Í frétt blaðsins var haft eftir Sigurjóni Rafnssyni aðstoðarkaupfélagsstjóra að ályktunin væri „skýr skilaboð um hvað Kaupfélagið eigi að standa fyrir og það sama eigi að gilda um dótturfélögin.“ Í framhaldi af aðalfundinum hætti Esja Gæðafæði, dótturfélag KS, að bjóða í tollkvóta. Hins vegar skaut upp kollinum nýr bjóðandi, sem tryggt hefur sér ágætan skerf af tollfrjálsum heimildum til innflutnings á kjöti. Það er fyrirtækið Háihólmi, sem við stofnun var skráð á viðskiptafélaga KS í veitingarekstri. Heimildin hefur upplýst að innflutningur fyrirtækisins fari að stærstum hluta til vinnslu hjá Esju. Skráður eigandi Háahólma er með aðstöðu á skrifstofum Esju, með netfang sem endar á esja.is og sendir út tölvupósta með undirskriftinni „innkaupastjóri – Esja Gæðafæði“. Kaupfélag Skagfirðinga bregzt með öðrum orðum við áskorunum félagsmanna sinna, bænda, með leynimakki og leppum til að geta haldið áfram að flytja inn kjöt. Hafa bændur örugglega trú á slíkum fyrirtækjum? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Búvörusamningar Landbúnaður Samkeppnismál Alþingi Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag var rætt við Trausta Hjálmarsson, formann Bændasamtaka Íslands, um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum brjóti gegn stjórnarskránni og hafi ekki lagagildi. Í lok viðtalsins, sem birtist í lengri útgáfu á Vísi, var rætt um umsvif afurðastöðvanna í innflutningi á kjötvörum. Fréttamaður benti á að eftir kaup á Kjarnafæði-Norðlenska sér Kaupfélag Skagfirðinga, sem er jafnframt stór innflytjandi á kjötvöru, um slátrun á 60 prósent sauðfjár og nautgripa og er langstærsti heildsöluaðilinn á kjötvöru á landinu. Spurt var hvort þetta væri ekki bara einokun. „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá,“ svaraði formaður Bændasamtakanna og bætti við að að innflutningur væri sú samkeppni sem landbúnaðurinn byggi við. „Þá geri ég fastlega ráð fyrir og hef ekki væntingar og trú um neitt annað en það að þessi fyrirtæki, sem eru saman sett af íslenskum bændum, séu að reyna að skapa sér stöðu til þess að ná vopnum sínum í framleiðslu á innlendum afurðum og þar með draga sjálfir úr innflutningi.“ Afurðastöðvarnar hindra samkeppni við sjálfar sig Það er afar sérkennilegur málflutningur að stilla málinu þannig upp að afurðastöðvarnar eigi í vök að verjast gagnvart innflutningi á kjötvörum. Staðreyndin er sú að þær hafa sjálfar árum saman verið einna stærstu innflytjendurnir á kjöti. Í töflunni hér að neðan má sjá það hlutfall sem innlendar afurðastöðvar og bændur hafa fengið úthlutað af tollkvóta fyrir helztu flokka innfluttra kjötvara frá aðildarríkjum Evrópusambandsins, undanfarin þrjú ár. Í kílóum talið fluttu innlendar afurðastöðvar eða fyrirtæki þeim tengd inn 52% tollkvótans í þessum kjöttegundum á þessu tímabili. Sem kunnugt er, er tollkvótum úthlutað með útboði. Innflutningsfyrirtækin bjóða í kvótann og greiða fyrir svokallað útboðsgjald. Félag atvinnurekenda hefur bent bæði matvælaráðuneytinu og Samkeppniseftirlitinu á að það sé í hæsta máta óeðlilegt að innlendar afurðastöðvar taki þátt í tollkvótaútboðum. Það er þeirra hagur að bjóða sem hæst í kvótann, sem hækkar útboðsgjaldið sem öll innflutningsfyrirtæki verða að greiða og þar með verðið á innflutningnum, en þannig takmarka þær samkeppni frá innflutningi við eigin framleiðslu. Að láta í veðri vaka að innflutningur sé stórfelld ógn við innlenda kjötframleiðslu er í hæsta máta villandi. Hafa afurðastöðvarnar haft samráð um tilboðin? Eftir að Alþingi gaf afurðastöðvunum víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum, hefur ekkert staðið í vegi fyrir því að þær hafi með sér samráð um tilboð í tollkvótana – allt þar til dómur Héraðsdóms féll í fyrradag. Slíkt samráð brýtur að sjálfsögðu gegn samkeppnislögum. Matvælaráðuneytið, sem sér um útboð tollkvótanna, hlýtur nú að kanna rækilega hvort afurðastöðvarnar og fyrirtæki þeim tengd hafi haft með sér slíkt samráð um tilboð, í skjóli hinnar ógildu samkeppnisundanþágu. Sé minnsti grunur um slíkt, ætti að útiloka viðkomandi fyrirtæki frá þátttöku í því tollkvótaútboði, sem nú stendur yfir vegna innflutnings á fyrri helmingi næsta árs. Háihólmi og trú bænda á afurðastöðvunum Mörgum bændum hefur, með réttu eða röngu, mislíkað að afurðastöðvarnar, sem sumar hverjar eru a.m.k. að nafninu til í þeirra eigu, standi í innflutningi á kjöti. Þegar formaður Bændasamtakanna segist „ekki [hafa] væntingar og trú um neitt annað“ en að afurðastöðvarnar dragi úr innflutningi, er hann líklega búinn að gleyma því sem gerðist í kjölfar aðalfundar Kaupfélags Skagfirðinga í fyrra. Samkvæmt frásögn Bændablaðsins beindi aðalfundurinn því til stjórnar KS að félagið og dótturfélög þess stæðu ekki í innflutningi á erlendum búvörum. Í frétt blaðsins var haft eftir Sigurjóni Rafnssyni aðstoðarkaupfélagsstjóra að ályktunin væri „skýr skilaboð um hvað Kaupfélagið eigi að standa fyrir og það sama eigi að gilda um dótturfélögin.“ Í framhaldi af aðalfundinum hætti Esja Gæðafæði, dótturfélag KS, að bjóða í tollkvóta. Hins vegar skaut upp kollinum nýr bjóðandi, sem tryggt hefur sér ágætan skerf af tollfrjálsum heimildum til innflutnings á kjöti. Það er fyrirtækið Háihólmi, sem við stofnun var skráð á viðskiptafélaga KS í veitingarekstri. Heimildin hefur upplýst að innflutningur fyrirtækisins fari að stærstum hluta til vinnslu hjá Esju. Skráður eigandi Háahólma er með aðstöðu á skrifstofum Esju, með netfang sem endar á esja.is og sendir út tölvupósta með undirskriftinni „innkaupastjóri – Esja Gæðafæði“. Kaupfélag Skagfirðinga bregzt með öðrum orðum við áskorunum félagsmanna sinna, bænda, með leynimakki og leppum til að geta haldið áfram að flytja inn kjöt. Hafa bændur örugglega trú á slíkum fyrirtækjum? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun