Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar 22. nóvember 2024 12:02 Við Íslendingar teljum okkur til þroskaðra lýðræðisríkja. Ef ég les vilja þjóðarinnar rétt, viljum við frekar vera í fararbroddi á því sviði, heldur en eftirbátar annarra ríkja. Félagafrelsi er einn af hornsteinum lýðræðis og fjölbreytt flóra frjálsra félagasamtaka er ein af birtingamyndum heilbrigðra lýðræðissamfélaga. Því má draga þá ályktun að að meta megi þroska lýðræðisríkja að einhverju leyti í þeirri umgjörð sem þau skapa frjálsum félagasamtökum til að vaxa og dafna. Frjáls félagasamtök, eða almannaheillafélög, eru félög sem hafa samfélagslegar hugsjónir og hagsmuni að leiðarljósi og eru bæði óhagnaðardrifin (e. nonprofit organizations) og starfa án afskipta stjórnvalda (e. non governmental organization). Félög sem byggja starf sitt að miklu eða öllu leyti á sjálfboðaliðum. Við á Íslandi státum af mikilli breidd þegar kemur að félögum til almannaheilla. Allt frá litlum nýlega stofnuðum grasrótarsamtökum, yfir í rótgróin og þekkt samtök, stórar rekstrareiningar og skipulagsheildir (e. organization), sem samfélagið reiðir sig á með einum eða öðrum hætti. Óhætt er að segja að starfsemi og þjónusta almannaheillafélaga snerti flesta þætti samfélagsins. Það er erfitt að sjá fyrir sér íslenskt samfélag án íþróttafélaga, æskulýðsfélaga og menningarfélaga. Hvar værum við stödd án slysavarna- og björgunarfélaga eða mannræktar og góðgerðafélaga? Hvernig væri samfélagið án félaga sem standa með þeim sem minna mega sín og styðja þau sem mæta mótlæti í lífinu, eða án félaga sem veita aðhald t.d. þegar kemur að neytendavernd eða umhverfismálum? Bara svo fáeinir málaflokkar séu taldir til. Við getum verið stolt af drifkrafti sjálfboðaliða og þakklát fyrir þá þjónustu sem almannaheillafélögin veita á ólíkum sviðum þjóðlífsins. Félagafrelsið er tryggt í stjórnarskrá Íslands. Það sjáum við einnig hjá hinum norðurlöndunum og fleiri lýðræðisríkjum sem við kjósum að bera okkur saman við. Hinsvegar teljumst við seint í fararbroddi þegar kemur að lagaramma og skattaumhverfi almannaheillafélaga. Ég leyfi mér að segja að þar séum við svolítið seinþroska. Elstu starfandi félagasamtökin á Íslandi voru orðin 200 ára, þegar lög um almannaheillafélög voru samþykkt á Alþingi. Lögin sem tóku gildi vorið 2022 eru vissulega stórt og mikilvægt skref í rétta átt. En betur má ef duga skal. Til að geta talist í fararbroddi meðal lýðræðisríkja þarf að skerpa enn frekar á þáttum sem létta undir með, hvetja og styðja almannaheillafélög og sjálfboðaliðana sem leiða þau til góðra verka. Ég vil sérstaklega nefna tvö atriði sem lúta að skattaumhverfinu: Veita þarf viðurkenndum og skráðum almannaheillafélögum leyfi til að innskatta virðisaukaskatt í rekstri, jafnvel þó svo að tekjustofnar þeirra séu flestir undanþegnir útskatti. Almannaheillafélög þurfa jafnframt að geta fengið virðisaukaskatt að fullu endurgreiddan vegna uppbyggingar og viðhalds húsnæðis, sem nýtt er undir starf til almannaheilla. Í dag geta þau fengið hluta virðisaukaskatts af vinnuliðum endurgreiddan, en ekki allan og ekki af aðföngum. Þó svo að góðgerðafélög fái einhverja vexti á söfnunarfé sitt eða varasjóði er óþarfi að þyngja róður þeirra með fjármagnstekjuskatti. Til stóð að almannaheillafélög væru undanþegin fjármagnstekjuskatti og lögin um almannaheillafélög voru lengi vel kynnt með þeim hætti á vef Stjórnarráðsins. Af einhverjum ástæðum náði það aldrei inn í endanlega útgáfu laganna. Árið 2023 þáði ríkissjóður 99,8 milljónir kr. frá almannaheillafélögum í formi fjármagnstekjuskatts, samkvæmt upplýsingum frá Skattinum. Þetta þarf að laga. Við Íslendingar höfum metnað til að vera í fararbroddi þroskaðra lýðræðisríkja. Þroskamerki þjóðar okkar birtist m.a. í félögum til almannaheilla og því starfsumhverfi sem hið opinbera setur þeim. Drifkraftur sjálfboðaliða og þjónusta almannaheillafélaga við samfélagið er ómetanleg. En við þurfum að gera betur þegar kemur að skattaumhverfinu. Þar er tímabært að stíga hugrökk skref á þroskabrautinni, létta róður almannaheillafélaga, samfélaginu öllu til framdráttar. Höfundur er formaður Almannaheilla og framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar teljum okkur til þroskaðra lýðræðisríkja. Ef ég les vilja þjóðarinnar rétt, viljum við frekar vera í fararbroddi á því sviði, heldur en eftirbátar annarra ríkja. Félagafrelsi er einn af hornsteinum lýðræðis og fjölbreytt flóra frjálsra félagasamtaka er ein af birtingamyndum heilbrigðra lýðræðissamfélaga. Því má draga þá ályktun að að meta megi þroska lýðræðisríkja að einhverju leyti í þeirri umgjörð sem þau skapa frjálsum félagasamtökum til að vaxa og dafna. Frjáls félagasamtök, eða almannaheillafélög, eru félög sem hafa samfélagslegar hugsjónir og hagsmuni að leiðarljósi og eru bæði óhagnaðardrifin (e. nonprofit organizations) og starfa án afskipta stjórnvalda (e. non governmental organization). Félög sem byggja starf sitt að miklu eða öllu leyti á sjálfboðaliðum. Við á Íslandi státum af mikilli breidd þegar kemur að félögum til almannaheilla. Allt frá litlum nýlega stofnuðum grasrótarsamtökum, yfir í rótgróin og þekkt samtök, stórar rekstrareiningar og skipulagsheildir (e. organization), sem samfélagið reiðir sig á með einum eða öðrum hætti. Óhætt er að segja að starfsemi og þjónusta almannaheillafélaga snerti flesta þætti samfélagsins. Það er erfitt að sjá fyrir sér íslenskt samfélag án íþróttafélaga, æskulýðsfélaga og menningarfélaga. Hvar værum við stödd án slysavarna- og björgunarfélaga eða mannræktar og góðgerðafélaga? Hvernig væri samfélagið án félaga sem standa með þeim sem minna mega sín og styðja þau sem mæta mótlæti í lífinu, eða án félaga sem veita aðhald t.d. þegar kemur að neytendavernd eða umhverfismálum? Bara svo fáeinir málaflokkar séu taldir til. Við getum verið stolt af drifkrafti sjálfboðaliða og þakklát fyrir þá þjónustu sem almannaheillafélögin veita á ólíkum sviðum þjóðlífsins. Félagafrelsið er tryggt í stjórnarskrá Íslands. Það sjáum við einnig hjá hinum norðurlöndunum og fleiri lýðræðisríkjum sem við kjósum að bera okkur saman við. Hinsvegar teljumst við seint í fararbroddi þegar kemur að lagaramma og skattaumhverfi almannaheillafélaga. Ég leyfi mér að segja að þar séum við svolítið seinþroska. Elstu starfandi félagasamtökin á Íslandi voru orðin 200 ára, þegar lög um almannaheillafélög voru samþykkt á Alþingi. Lögin sem tóku gildi vorið 2022 eru vissulega stórt og mikilvægt skref í rétta átt. En betur má ef duga skal. Til að geta talist í fararbroddi meðal lýðræðisríkja þarf að skerpa enn frekar á þáttum sem létta undir með, hvetja og styðja almannaheillafélög og sjálfboðaliðana sem leiða þau til góðra verka. Ég vil sérstaklega nefna tvö atriði sem lúta að skattaumhverfinu: Veita þarf viðurkenndum og skráðum almannaheillafélögum leyfi til að innskatta virðisaukaskatt í rekstri, jafnvel þó svo að tekjustofnar þeirra séu flestir undanþegnir útskatti. Almannaheillafélög þurfa jafnframt að geta fengið virðisaukaskatt að fullu endurgreiddan vegna uppbyggingar og viðhalds húsnæðis, sem nýtt er undir starf til almannaheilla. Í dag geta þau fengið hluta virðisaukaskatts af vinnuliðum endurgreiddan, en ekki allan og ekki af aðföngum. Þó svo að góðgerðafélög fái einhverja vexti á söfnunarfé sitt eða varasjóði er óþarfi að þyngja róður þeirra með fjármagnstekjuskatti. Til stóð að almannaheillafélög væru undanþegin fjármagnstekjuskatti og lögin um almannaheillafélög voru lengi vel kynnt með þeim hætti á vef Stjórnarráðsins. Af einhverjum ástæðum náði það aldrei inn í endanlega útgáfu laganna. Árið 2023 þáði ríkissjóður 99,8 milljónir kr. frá almannaheillafélögum í formi fjármagnstekjuskatts, samkvæmt upplýsingum frá Skattinum. Þetta þarf að laga. Við Íslendingar höfum metnað til að vera í fararbroddi þroskaðra lýðræðisríkja. Þroskamerki þjóðar okkar birtist m.a. í félögum til almannaheilla og því starfsumhverfi sem hið opinbera setur þeim. Drifkraftur sjálfboðaliða og þjónusta almannaheillafélaga við samfélagið er ómetanleg. En við þurfum að gera betur þegar kemur að skattaumhverfinu. Þar er tímabært að stíga hugrökk skref á þroskabrautinni, létta róður almannaheillafélaga, samfélaginu öllu til framdráttar. Höfundur er formaður Almannaheilla og framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun