Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. nóvember 2024 23:31 Gæti annar hvor þeirra verið næsti þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu? Vísir/Kortrijk Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. Hann gæti fengið ósk sína uppfyllta en nöfn þeirra Freys Alexanderssonar og Arnars Gunnlaugssonar eru þau tvö sem standa hvað mest upp úr. Þorvaldur ræddi við Stöð 2 og Vísi eftir að KSÍ tilkynnti að Norðmaðurinn yrði ekki áfram með liðið. Þar ræddi Þorvaldur hvað lægi að baki ákvörðunar Åge, hvaða ferli færi nú í gang og hans skoðun á hvaðan næsti landsliðsþjálfari ætti að koma. „En í mínum huga er viljum við alltaf hafa Íslendinga í þessu en við skulum skoða það, heildarmyndina,“ segir Þorvaldur í samtali við íþróttadeild. Ef horft er til Íslendinga sem koma til greina þá standa Freyr og Arnar upp úr. Freyr, sem var á sínum tíma A-landsliðsþjálfari kvenna og síðar meir aðstoðarþjálfari Erik Hamrén með A-landslið karla, var í myndinni þegar Arnar Þór Viðarsson var ráðinn árið 2020. „Á einhverjum tímapunkti verð ég landsliðsþjálfari Íslands … Ég hef sagt þeim áður að ég muni snúa aftur einhvern tímann, og ég hlakka til þess dags, en sá dagur er ekki núna,“ sagði Freyr í viðtali við danska miðilinn Bold á sínum tíma. Freyr er í dag þjálfari Kortrijk sem spilar í efstu deild Belgíu. Þar áður var hann þjálfari Lyngby í Danmörku. Kom hann liðinu upp úr B-deildinni og hélt liðinu svo uppi í efstu deild á eftirminnilegan hátt. Gerði hann slíkt hið sama á fyrsta ári í Belgíu þar sem Kortrijk var með annan fótinn í B-deildinni þegar Freyr tók til starfa. Hvað Arnar varðar þá hefur hann aðeins þjálfað Víking sem aðalþjálfari hér á landi. Hann hefur hins vegar náð eftirtektarverðum árangri og gert Víking að einu besta liði Íslandssögunnar. Ásamt því að verða Íslandsmeistari tvívegis og bikarmeistari fjórum sinnum þá stýrði Arnar lærisveinum sínum í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þar hafa Víkingar unnið tvo af þremur leikjum til þessa og eiga ágætis möguleika á að komast í útsláttarkeppnina. Þó Arnar hafi aðeins þjálfað hér á landi þá býr hann yfir mikilli reynslu sem leikmaður. Ásamt því að spila 32 A-landsleiki þá spilaði hann í Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi, Englandi og Skotlandi. Arnar hefur áður talað um að þjálfarar þurfi að vinna sér inn að stýra íslenska A-landsliðinu og það sé ákveðin viðurkenning fyrir íslenska þjálfara að vera boðið starfið. Arnar ávallt líflegur.Vísir/Diego Hvað aðra íslenska þjálfara varðar þá var Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram í dag, einnig orðaður við starfið árið 2020. Davíð Snorri Jónasson er annað nafn en hann er í dag aðstoðarþjálfari liðsins og var áður þjálfari U-21 árs landsliðsins. Svo er Heimir Hallgrímsson að sjálfsögðu nefndur til sögunnar, hann er í dag þjálfari írska landsliðsins. Hvað erlenda þjálfara varðar þá hafa reynslumiklir þjálfarar frá Norðurlöndum náð ágætis árangri með A-landsliðið á undanförnum árum. Hinn sænski Janne Andersson, 62 ára, er án starfs eftir að þjálfa A-landslið Svíþjóðar frá 2016-23. Sömu sögu er að segja af Kasper Hjulmand, 52 ára, en hann þjálfaði A-landslið Danmerkur frá 2020-24. Hjulmand fór með Dani á EM og HM.Stuart Franklin/Getty Images Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Handbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Hann gæti fengið ósk sína uppfyllta en nöfn þeirra Freys Alexanderssonar og Arnars Gunnlaugssonar eru þau tvö sem standa hvað mest upp úr. Þorvaldur ræddi við Stöð 2 og Vísi eftir að KSÍ tilkynnti að Norðmaðurinn yrði ekki áfram með liðið. Þar ræddi Þorvaldur hvað lægi að baki ákvörðunar Åge, hvaða ferli færi nú í gang og hans skoðun á hvaðan næsti landsliðsþjálfari ætti að koma. „En í mínum huga er viljum við alltaf hafa Íslendinga í þessu en við skulum skoða það, heildarmyndina,“ segir Þorvaldur í samtali við íþróttadeild. Ef horft er til Íslendinga sem koma til greina þá standa Freyr og Arnar upp úr. Freyr, sem var á sínum tíma A-landsliðsþjálfari kvenna og síðar meir aðstoðarþjálfari Erik Hamrén með A-landslið karla, var í myndinni þegar Arnar Þór Viðarsson var ráðinn árið 2020. „Á einhverjum tímapunkti verð ég landsliðsþjálfari Íslands … Ég hef sagt þeim áður að ég muni snúa aftur einhvern tímann, og ég hlakka til þess dags, en sá dagur er ekki núna,“ sagði Freyr í viðtali við danska miðilinn Bold á sínum tíma. Freyr er í dag þjálfari Kortrijk sem spilar í efstu deild Belgíu. Þar áður var hann þjálfari Lyngby í Danmörku. Kom hann liðinu upp úr B-deildinni og hélt liðinu svo uppi í efstu deild á eftirminnilegan hátt. Gerði hann slíkt hið sama á fyrsta ári í Belgíu þar sem Kortrijk var með annan fótinn í B-deildinni þegar Freyr tók til starfa. Hvað Arnar varðar þá hefur hann aðeins þjálfað Víking sem aðalþjálfari hér á landi. Hann hefur hins vegar náð eftirtektarverðum árangri og gert Víking að einu besta liði Íslandssögunnar. Ásamt því að verða Íslandsmeistari tvívegis og bikarmeistari fjórum sinnum þá stýrði Arnar lærisveinum sínum í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þar hafa Víkingar unnið tvo af þremur leikjum til þessa og eiga ágætis möguleika á að komast í útsláttarkeppnina. Þó Arnar hafi aðeins þjálfað hér á landi þá býr hann yfir mikilli reynslu sem leikmaður. Ásamt því að spila 32 A-landsleiki þá spilaði hann í Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi, Englandi og Skotlandi. Arnar hefur áður talað um að þjálfarar þurfi að vinna sér inn að stýra íslenska A-landsliðinu og það sé ákveðin viðurkenning fyrir íslenska þjálfara að vera boðið starfið. Arnar ávallt líflegur.Vísir/Diego Hvað aðra íslenska þjálfara varðar þá var Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram í dag, einnig orðaður við starfið árið 2020. Davíð Snorri Jónasson er annað nafn en hann er í dag aðstoðarþjálfari liðsins og var áður þjálfari U-21 árs landsliðsins. Svo er Heimir Hallgrímsson að sjálfsögðu nefndur til sögunnar, hann er í dag þjálfari írska landsliðsins. Hvað erlenda þjálfara varðar þá hafa reynslumiklir þjálfarar frá Norðurlöndum náð ágætis árangri með A-landsliðið á undanförnum árum. Hinn sænski Janne Andersson, 62 ára, er án starfs eftir að þjálfa A-landslið Svíþjóðar frá 2016-23. Sömu sögu er að segja af Kasper Hjulmand, 52 ára, en hann þjálfaði A-landslið Danmerkur frá 2020-24. Hjulmand fór með Dani á EM og HM.Stuart Franklin/Getty Images
Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Handbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira