Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. nóvember 2024 23:31 Gæti annar hvor þeirra verið næsti þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu? Vísir/Kortrijk Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. Hann gæti fengið ósk sína uppfyllta en nöfn þeirra Freys Alexanderssonar og Arnars Gunnlaugssonar eru þau tvö sem standa hvað mest upp úr. Þorvaldur ræddi við Stöð 2 og Vísi eftir að KSÍ tilkynnti að Norðmaðurinn yrði ekki áfram með liðið. Þar ræddi Þorvaldur hvað lægi að baki ákvörðunar Åge, hvaða ferli færi nú í gang og hans skoðun á hvaðan næsti landsliðsþjálfari ætti að koma. „En í mínum huga er viljum við alltaf hafa Íslendinga í þessu en við skulum skoða það, heildarmyndina,“ segir Þorvaldur í samtali við íþróttadeild. Ef horft er til Íslendinga sem koma til greina þá standa Freyr og Arnar upp úr. Freyr, sem var á sínum tíma A-landsliðsþjálfari kvenna og síðar meir aðstoðarþjálfari Erik Hamrén með A-landslið karla, var í myndinni þegar Arnar Þór Viðarsson var ráðinn árið 2020. „Á einhverjum tímapunkti verð ég landsliðsþjálfari Íslands … Ég hef sagt þeim áður að ég muni snúa aftur einhvern tímann, og ég hlakka til þess dags, en sá dagur er ekki núna,“ sagði Freyr í viðtali við danska miðilinn Bold á sínum tíma. Freyr er í dag þjálfari Kortrijk sem spilar í efstu deild Belgíu. Þar áður var hann þjálfari Lyngby í Danmörku. Kom hann liðinu upp úr B-deildinni og hélt liðinu svo uppi í efstu deild á eftirminnilegan hátt. Gerði hann slíkt hið sama á fyrsta ári í Belgíu þar sem Kortrijk var með annan fótinn í B-deildinni þegar Freyr tók til starfa. Hvað Arnar varðar þá hefur hann aðeins þjálfað Víking sem aðalþjálfari hér á landi. Hann hefur hins vegar náð eftirtektarverðum árangri og gert Víking að einu besta liði Íslandssögunnar. Ásamt því að verða Íslandsmeistari tvívegis og bikarmeistari fjórum sinnum þá stýrði Arnar lærisveinum sínum í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þar hafa Víkingar unnið tvo af þremur leikjum til þessa og eiga ágætis möguleika á að komast í útsláttarkeppnina. Þó Arnar hafi aðeins þjálfað hér á landi þá býr hann yfir mikilli reynslu sem leikmaður. Ásamt því að spila 32 A-landsleiki þá spilaði hann í Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi, Englandi og Skotlandi. Arnar hefur áður talað um að þjálfarar þurfi að vinna sér inn að stýra íslenska A-landsliðinu og það sé ákveðin viðurkenning fyrir íslenska þjálfara að vera boðið starfið. Arnar ávallt líflegur.Vísir/Diego Hvað aðra íslenska þjálfara varðar þá var Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram í dag, einnig orðaður við starfið árið 2020. Davíð Snorri Jónasson er annað nafn en hann er í dag aðstoðarþjálfari liðsins og var áður þjálfari U-21 árs landsliðsins. Svo er Heimir Hallgrímsson að sjálfsögðu nefndur til sögunnar, hann er í dag þjálfari írska landsliðsins. Hvað erlenda þjálfara varðar þá hafa reynslumiklir þjálfarar frá Norðurlöndum náð ágætis árangri með A-landsliðið á undanförnum árum. Hinn sænski Janne Andersson, 62 ára, er án starfs eftir að þjálfa A-landslið Svíþjóðar frá 2016-23. Sömu sögu er að segja af Kasper Hjulmand, 52 ára, en hann þjálfaði A-landslið Danmerkur frá 2020-24. Hjulmand fór með Dani á EM og HM.Stuart Franklin/Getty Images Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Sjá meira
Hann gæti fengið ósk sína uppfyllta en nöfn þeirra Freys Alexanderssonar og Arnars Gunnlaugssonar eru þau tvö sem standa hvað mest upp úr. Þorvaldur ræddi við Stöð 2 og Vísi eftir að KSÍ tilkynnti að Norðmaðurinn yrði ekki áfram með liðið. Þar ræddi Þorvaldur hvað lægi að baki ákvörðunar Åge, hvaða ferli færi nú í gang og hans skoðun á hvaðan næsti landsliðsþjálfari ætti að koma. „En í mínum huga er viljum við alltaf hafa Íslendinga í þessu en við skulum skoða það, heildarmyndina,“ segir Þorvaldur í samtali við íþróttadeild. Ef horft er til Íslendinga sem koma til greina þá standa Freyr og Arnar upp úr. Freyr, sem var á sínum tíma A-landsliðsþjálfari kvenna og síðar meir aðstoðarþjálfari Erik Hamrén með A-landslið karla, var í myndinni þegar Arnar Þór Viðarsson var ráðinn árið 2020. „Á einhverjum tímapunkti verð ég landsliðsþjálfari Íslands … Ég hef sagt þeim áður að ég muni snúa aftur einhvern tímann, og ég hlakka til þess dags, en sá dagur er ekki núna,“ sagði Freyr í viðtali við danska miðilinn Bold á sínum tíma. Freyr er í dag þjálfari Kortrijk sem spilar í efstu deild Belgíu. Þar áður var hann þjálfari Lyngby í Danmörku. Kom hann liðinu upp úr B-deildinni og hélt liðinu svo uppi í efstu deild á eftirminnilegan hátt. Gerði hann slíkt hið sama á fyrsta ári í Belgíu þar sem Kortrijk var með annan fótinn í B-deildinni þegar Freyr tók til starfa. Hvað Arnar varðar þá hefur hann aðeins þjálfað Víking sem aðalþjálfari hér á landi. Hann hefur hins vegar náð eftirtektarverðum árangri og gert Víking að einu besta liði Íslandssögunnar. Ásamt því að verða Íslandsmeistari tvívegis og bikarmeistari fjórum sinnum þá stýrði Arnar lærisveinum sínum í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þar hafa Víkingar unnið tvo af þremur leikjum til þessa og eiga ágætis möguleika á að komast í útsláttarkeppnina. Þó Arnar hafi aðeins þjálfað hér á landi þá býr hann yfir mikilli reynslu sem leikmaður. Ásamt því að spila 32 A-landsleiki þá spilaði hann í Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi, Englandi og Skotlandi. Arnar hefur áður talað um að þjálfarar þurfi að vinna sér inn að stýra íslenska A-landsliðinu og það sé ákveðin viðurkenning fyrir íslenska þjálfara að vera boðið starfið. Arnar ávallt líflegur.Vísir/Diego Hvað aðra íslenska þjálfara varðar þá var Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram í dag, einnig orðaður við starfið árið 2020. Davíð Snorri Jónasson er annað nafn en hann er í dag aðstoðarþjálfari liðsins og var áður þjálfari U-21 árs landsliðsins. Svo er Heimir Hallgrímsson að sjálfsögðu nefndur til sögunnar, hann er í dag þjálfari írska landsliðsins. Hvað erlenda þjálfara varðar þá hafa reynslumiklir þjálfarar frá Norðurlöndum náð ágætis árangri með A-landsliðið á undanförnum árum. Hinn sænski Janne Andersson, 62 ára, er án starfs eftir að þjálfa A-landslið Svíþjóðar frá 2016-23. Sömu sögu er að segja af Kasper Hjulmand, 52 ára, en hann þjálfaði A-landslið Danmerkur frá 2020-24. Hjulmand fór með Dani á EM og HM.Stuart Franklin/Getty Images
Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Sjá meira