FCK vann Lyngby 2-1 á mánudag og því þurfti Midtjylland að vinna í kvöld. Eftir tvo tapleiki í röð tókst Midtjylland að snúa blaðinu við þökk sé sigurmarki Adam Buksa í fyrri hálfleik.
Gestirnir voru langt því frá lakari aðilinn. Íslenski markvörðurinn varði öll fjögur skot heimamanna og var stór ástæða þess að Midtjylland landaði þremur stigum.
Þegar 16 umferðir eru búnar í efstu deild Danmerkur eru FCK og Midtjylland með 30 stig hvort. Þar á eftir koma AGF og Randers með 27 stig á meðan Nordsjælland er með 26 stig og Silkeborg 25 stig.