Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar 26. nóvember 2024 16:20 Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á öflugt heilbrigðiskerfi og nýjar lausnar, t.d. með einfaldari kerfum og nýjum tæknilausnum. Þar skiptir sköpum að þjónustan sé veitt tímanlega, að ekki skapist biðlistar með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og einstaklinginn og að þjónustan sé aðgengileg öllum, óháð efnahag. Það er ekki síður mikilvægt að huga að því hvað gerist áður en við þiggjum þjónustuna, hvaða forvarnir er verið að vinna markvisst að til að koma í veg fyrir langvinna lífstílstengda sjúkdóma í þessum stærsta útgjaldalið ríkisins ár hvert. Lýðheilsa með mælanlegum árangri Öldrun þjóðarinnar er staðreynd. Á dögunum birti KPMG Ísland greiningu á öldrun út frá ríkisfjármálum og mönnun. Þess er vænst að viðhorf til öldrunar breytist og að litið verði á eldra fólk sem virði en ekki byrði. Öldrun þjóðarinnar endurspeglar miklar breytingar í samfélaginu en við horfum fram á lengri líftíma nú en þau sem á undan okkur komu. Þessari stöðu fylgja líka breytt viðhorf varðandi heilbrigðismál, íþróttir sem forvarnir og vellíðan þjóðarinnar. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn sett fram viðmið um að við tökum þennan þátt fastari tökum. Það gerum við með því að setja inn fleiri mælanlegri þætti. Þætti sem styðja og efla einstaklinga til að huga að heilsu og vellíðan. Jafnframt verði verkefnum sem efla virkni og stuðla að meiri hreyfingu og heilsu- og geðrækt fjölgað. Allt í senn. Lýðheilsa sem skapar virði Lýðheilsuhugtakið er ákveðin heilsuvernd eða forvörn. Slíkt getur sparað þjóðarbúinu mikla peninga. En við þekkjum líka og tengjum sjálfsagt öll við það hvernig nágrannar okkar Norðmenn arka fjöll og ganga mikið. Slíkt er hluti af menningu Norðmanna og gott dæmi um hvernig heilsa og vellíðan verður hluti af menningu þjóðar. Hér verður ekki vísað í samanburðar rannsóknir á milli landa, heldur nefni ég þetta meira til að tengja við það hvernig við getum lagst á árarnar og gert heilsu og hreyfingu hluta af dagsdaglegu lífi okkar. Hreyfing sem heldur íbúum sem lengst sjálfstæðum í heimahúsum, áður en við þurfum að þiggja þjónustu heilbrigðiskerfisins. Í þessari stöðu hlýtur að vera æskilegt að sem flestir sæki þjónustu í lágmarki vegna góðrar andlegrar og líkamlegrar heilsu. Til að styðja við og byrgja brunninn þarf að vinna með forvirkar aðgerðir, verkefni og áherslur í málaflokki heilbrigðis og öldrunarmála. Jafnvel breytta hugsun og vinna í átt að breyttri menningu og breyttum viðhorfum. Til að tryggja og virkja almenna þátttöku fólks í lýðheilsuaðgerðum þarf að breyta viðhorfum í samfélaginu. Lýðheilsa og sjálfstæði borgaranna Sjálfstæðisflokkur hefur heitið því að ráðast í lýðheilsuátak og ná mælanlegum árangri. Það þýðir að ráðast þarf í heilsueflandi hugsun, heilsueflandi menningu og innleiða verkefni og stefnur sem styðja við og auka heilsulæsi fólks og stjórnmálanna. Það er til að mynda mikill sparnaður fólgin í því að sífellt aldraðri þjóð sé gert kleift að búa við sjálfstæði í heimahúsi en ekki á sjúkrastofnun eða heimili fyrir eldri borgara. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði eldri borgara og stuðla að vellíðan okkar borganna er aldurinn færist yfir. Við viljum öflugt heilbrigðiskerfi og nýjar lausnir en jafnframt viljum við setja okkur fleiri mælanlega markmið í lýðheilsulegu tillit og með forvarnargildi og sparnað samfélags í huga. Það er ekki bara læknastéttarinnar og landlæknis að vinna að forvörnum þjóðarinnar heldur þarf að nýta nýjar leiðir, nýjar hugmyndir og nýjar nálganir í samfélaginu til að meðhöndla langvinna lífstílstengda sjúkdóma í þessum stærsta útgjaldalið ríkisins ár hvert. Styðjum Sjálfstæðisflokkinn á kjördag! Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Heilbrigðismál Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á öflugt heilbrigðiskerfi og nýjar lausnar, t.d. með einfaldari kerfum og nýjum tæknilausnum. Þar skiptir sköpum að þjónustan sé veitt tímanlega, að ekki skapist biðlistar með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og einstaklinginn og að þjónustan sé aðgengileg öllum, óháð efnahag. Það er ekki síður mikilvægt að huga að því hvað gerist áður en við þiggjum þjónustuna, hvaða forvarnir er verið að vinna markvisst að til að koma í veg fyrir langvinna lífstílstengda sjúkdóma í þessum stærsta útgjaldalið ríkisins ár hvert. Lýðheilsa með mælanlegum árangri Öldrun þjóðarinnar er staðreynd. Á dögunum birti KPMG Ísland greiningu á öldrun út frá ríkisfjármálum og mönnun. Þess er vænst að viðhorf til öldrunar breytist og að litið verði á eldra fólk sem virði en ekki byrði. Öldrun þjóðarinnar endurspeglar miklar breytingar í samfélaginu en við horfum fram á lengri líftíma nú en þau sem á undan okkur komu. Þessari stöðu fylgja líka breytt viðhorf varðandi heilbrigðismál, íþróttir sem forvarnir og vellíðan þjóðarinnar. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn sett fram viðmið um að við tökum þennan þátt fastari tökum. Það gerum við með því að setja inn fleiri mælanlegri þætti. Þætti sem styðja og efla einstaklinga til að huga að heilsu og vellíðan. Jafnframt verði verkefnum sem efla virkni og stuðla að meiri hreyfingu og heilsu- og geðrækt fjölgað. Allt í senn. Lýðheilsa sem skapar virði Lýðheilsuhugtakið er ákveðin heilsuvernd eða forvörn. Slíkt getur sparað þjóðarbúinu mikla peninga. En við þekkjum líka og tengjum sjálfsagt öll við það hvernig nágrannar okkar Norðmenn arka fjöll og ganga mikið. Slíkt er hluti af menningu Norðmanna og gott dæmi um hvernig heilsa og vellíðan verður hluti af menningu þjóðar. Hér verður ekki vísað í samanburðar rannsóknir á milli landa, heldur nefni ég þetta meira til að tengja við það hvernig við getum lagst á árarnar og gert heilsu og hreyfingu hluta af dagsdaglegu lífi okkar. Hreyfing sem heldur íbúum sem lengst sjálfstæðum í heimahúsum, áður en við þurfum að þiggja þjónustu heilbrigðiskerfisins. Í þessari stöðu hlýtur að vera æskilegt að sem flestir sæki þjónustu í lágmarki vegna góðrar andlegrar og líkamlegrar heilsu. Til að styðja við og byrgja brunninn þarf að vinna með forvirkar aðgerðir, verkefni og áherslur í málaflokki heilbrigðis og öldrunarmála. Jafnvel breytta hugsun og vinna í átt að breyttri menningu og breyttum viðhorfum. Til að tryggja og virkja almenna þátttöku fólks í lýðheilsuaðgerðum þarf að breyta viðhorfum í samfélaginu. Lýðheilsa og sjálfstæði borgaranna Sjálfstæðisflokkur hefur heitið því að ráðast í lýðheilsuátak og ná mælanlegum árangri. Það þýðir að ráðast þarf í heilsueflandi hugsun, heilsueflandi menningu og innleiða verkefni og stefnur sem styðja við og auka heilsulæsi fólks og stjórnmálanna. Það er til að mynda mikill sparnaður fólgin í því að sífellt aldraðri þjóð sé gert kleift að búa við sjálfstæði í heimahúsi en ekki á sjúkrastofnun eða heimili fyrir eldri borgara. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði eldri borgara og stuðla að vellíðan okkar borganna er aldurinn færist yfir. Við viljum öflugt heilbrigðiskerfi og nýjar lausnir en jafnframt viljum við setja okkur fleiri mælanlega markmið í lýðheilsulegu tillit og með forvarnargildi og sparnað samfélags í huga. Það er ekki bara læknastéttarinnar og landlæknis að vinna að forvörnum þjóðarinnar heldur þarf að nýta nýjar leiðir, nýjar hugmyndir og nýjar nálganir í samfélaginu til að meðhöndla langvinna lífstílstengda sjúkdóma í þessum stærsta útgjaldalið ríkisins ár hvert. Styðjum Sjálfstæðisflokkinn á kjördag! Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar