Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar 27. nóvember 2024 08:22 Uppbygging húsnæðis síðustu árin og jafnvel áratugina hefur jafnan byggst á gífurlegri þörf. Af þeirri ástæðu hefur verið blásið til tímabundins átaks og lagt mikinn þunga í uppbyggingu húsnæðis. Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða þegar aðkallandi þörf steðjar að en það sem húsnæðismarkaðurinn þarf til framtíðar er stöðugleiki. Að honum eigum við að stefna. Óstöðugleiki á húsnæðismarkaði eykur sóun og dregur úr hagkvæmni. Það leiðir á endanum til hærri byggingarkostnaðar og húsnæðisverðs. Almenningur og atvinnulíf þarf umfram allt á fyrirsjáanleika að halda. Ef við sköpum ekki stöðugleika þá sköpum við óásættanlega óvissu. Það er því eitt stærsta verkefni okkar að skapa traust um aðgerðir í húsnæðisuppbyggingu til framtíðar og ná tökum á stöðunni í efnahagsmálum með því að byggja meira, hraðar og hagkvæmar – í samræmi við eftirspurn, alltaf. Við skulum ekki velkjast í vafa um vilja stjórnvalda til uppbyggingar og hefur aldrei verið byggt jafn mikið í Íslandssögunni, eins og síðustu ár. Á sama tíma hefur okkur aldrei fjölgað jafn mikið og við höfum aldrei tekið á móti eins mörgum ferðamönnum. Þetta er raunveruleiki sem blasir við okkur og við honum þurfum við að bregðast. Það gerum við fyrst og fremst með auknu framboði íbúðarhúsnæðis. Það sem hefur staðið uppbyggingu helst fyrir þrifum er skortur á lóðum til uppbyggingar. Það er lykilatriði að sveitarfélög tryggi að ávallt séu nægar byggingarhæfar og aðgengilegar lóðir fyrir hendi til uppbyggingar. Þéttingarstefna stærsta sveitarfélags landsins, Reykjavíkurborgar, hefur hamlað nægilegri húsnæðisuppbyggingu í borginni. Hún hefur jafnframt hamlað nægilegri húsnæðisuppbyggingu hjá öðrum nærliggjandi sveitarfélögum, með andstöðu sinni við útvíkkun vaxtarmarka svæðisins. Afleiðingin er sú að ekki hefur verið byggt í samræmi við þörf og er mismunurinn mörg þúsund íbúðir. Það skiptir máli hver stjórnar Samkvæmt gögnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar byggðu einungis 5 af 14 sveitarfélögum, sem áætluðu mestu íbúafjölgunina, í takti við áætlaða þörf árið 2023. Þau sveitarfélög eru Garðabær, Hafnarfjörður, Árborg, Ölfus og Akraneskaupstaður. Þessi sveitarfélög eiga það öll sammerkt að vera stýrt af Sjálfstæðisflokknum. Staðan er hreinlega sú að ef öll sveitarfélög myndu fylgja stefnu Samfylkingar, Viðreisnar, Framsóknar og Pírata í Reykjavíkurborg væri vandi okkar enn meiri en hann er í dag. Sem betur fer er það ekki svo. Önnur sveitarfélög hafa staðið vaktina og tryggt viðhlítandi lóðaframboð og uppbygging hefur verið blómleg og mikil. Þrátt fyrir það hefur skortstefna borgarinnar leitt af sér gríðarlegan þrýsting á íbúðamarkaðinn, verðhækkanir og verðbólgu. Slík eru áhrif stærsta sveitarfélags landsins, á landið allt. Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að auka framboð byggingarlóða, þar á meðal útvíkka vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins og fella niður neitunarvald Reykjavíkurborgar. Sjálfstæðisflokkurinn mun jafnframt lækka byggingarkostnað með því að einfalda regluverk, auka skilvirkni í framkvæmd og draga úr álögum á húsnæðismarkaði. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að hækka endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu á byggingarstað, afnema stimpilgjald vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði og framlengja úrræði til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn – fyrir öfluga húsnæðisuppbyggingu um allt land Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Húsnæðismál Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Uppbygging húsnæðis síðustu árin og jafnvel áratugina hefur jafnan byggst á gífurlegri þörf. Af þeirri ástæðu hefur verið blásið til tímabundins átaks og lagt mikinn þunga í uppbyggingu húsnæðis. Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða þegar aðkallandi þörf steðjar að en það sem húsnæðismarkaðurinn þarf til framtíðar er stöðugleiki. Að honum eigum við að stefna. Óstöðugleiki á húsnæðismarkaði eykur sóun og dregur úr hagkvæmni. Það leiðir á endanum til hærri byggingarkostnaðar og húsnæðisverðs. Almenningur og atvinnulíf þarf umfram allt á fyrirsjáanleika að halda. Ef við sköpum ekki stöðugleika þá sköpum við óásættanlega óvissu. Það er því eitt stærsta verkefni okkar að skapa traust um aðgerðir í húsnæðisuppbyggingu til framtíðar og ná tökum á stöðunni í efnahagsmálum með því að byggja meira, hraðar og hagkvæmar – í samræmi við eftirspurn, alltaf. Við skulum ekki velkjast í vafa um vilja stjórnvalda til uppbyggingar og hefur aldrei verið byggt jafn mikið í Íslandssögunni, eins og síðustu ár. Á sama tíma hefur okkur aldrei fjölgað jafn mikið og við höfum aldrei tekið á móti eins mörgum ferðamönnum. Þetta er raunveruleiki sem blasir við okkur og við honum þurfum við að bregðast. Það gerum við fyrst og fremst með auknu framboði íbúðarhúsnæðis. Það sem hefur staðið uppbyggingu helst fyrir þrifum er skortur á lóðum til uppbyggingar. Það er lykilatriði að sveitarfélög tryggi að ávallt séu nægar byggingarhæfar og aðgengilegar lóðir fyrir hendi til uppbyggingar. Þéttingarstefna stærsta sveitarfélags landsins, Reykjavíkurborgar, hefur hamlað nægilegri húsnæðisuppbyggingu í borginni. Hún hefur jafnframt hamlað nægilegri húsnæðisuppbyggingu hjá öðrum nærliggjandi sveitarfélögum, með andstöðu sinni við útvíkkun vaxtarmarka svæðisins. Afleiðingin er sú að ekki hefur verið byggt í samræmi við þörf og er mismunurinn mörg þúsund íbúðir. Það skiptir máli hver stjórnar Samkvæmt gögnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar byggðu einungis 5 af 14 sveitarfélögum, sem áætluðu mestu íbúafjölgunina, í takti við áætlaða þörf árið 2023. Þau sveitarfélög eru Garðabær, Hafnarfjörður, Árborg, Ölfus og Akraneskaupstaður. Þessi sveitarfélög eiga það öll sammerkt að vera stýrt af Sjálfstæðisflokknum. Staðan er hreinlega sú að ef öll sveitarfélög myndu fylgja stefnu Samfylkingar, Viðreisnar, Framsóknar og Pírata í Reykjavíkurborg væri vandi okkar enn meiri en hann er í dag. Sem betur fer er það ekki svo. Önnur sveitarfélög hafa staðið vaktina og tryggt viðhlítandi lóðaframboð og uppbygging hefur verið blómleg og mikil. Þrátt fyrir það hefur skortstefna borgarinnar leitt af sér gríðarlegan þrýsting á íbúðamarkaðinn, verðhækkanir og verðbólgu. Slík eru áhrif stærsta sveitarfélags landsins, á landið allt. Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að auka framboð byggingarlóða, þar á meðal útvíkka vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins og fella niður neitunarvald Reykjavíkurborgar. Sjálfstæðisflokkurinn mun jafnframt lækka byggingarkostnað með því að einfalda regluverk, auka skilvirkni í framkvæmd og draga úr álögum á húsnæðismarkaði. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að hækka endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu á byggingarstað, afnema stimpilgjald vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði og framlengja úrræði til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn – fyrir öfluga húsnæðisuppbyggingu um allt land Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun