Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar 28. nóvember 2024 09:12 Það hefur vissulega gengið á ýmsu síðustu ár og allt of oft þurftu stjórnmálin að snúast um viðbragðsstöðu en ekki veginn áfram. En þrátt fyrir allt hefur Ísland komist hvað best út úr þessum viðburðaríku árum í okkar heimshluta. Við máttum eflaust gera betur í að tala um þetta á mannamáli, hvernig hlutirnir væru og hvernig við værum að komast úr úr þeim. Venjulegt fólk hefur takmarkaðan áhuga á tölfræði og hvernig fólk í öðrum löndum hefur það þegar ótíðindi dynja stanslaust á og íbúðalán jafnt sem matarkarfan í búðinni hækka stöðugt. Okkur gengur vel að leysa úr vandamálunum Við heyrum núna talað um alls konar lausnir á vandamálum sem okkur gengur nú þegar ágætlega að leysa. Það vekur mér talsverðan ugg, og þetta er ekki meint sem pólitískur hræðsluáróður heldur persónuleg tilfinning, að lausnirnar sem heyrast mest núna eru lausnir sem hafa verið reyndar áður og aldrei virkað. Skattar gera líf fólks ekki betra og leysa engan efnahagsvanda. Flókin millifærslukerfi þar sem tekið er úr einum vasa yfir í annan taka súrefni frá atvinnulífinu og samfélaginu. Þau kalla líka yfirleitt á alls kyns plástra til að fela skaðann sem þau valda, sem svo stækka kerfin enn meir og blása út stjórnsýsluna. ESB sérstaklega galin vegferð nú Einhliða upptaka Evru og aðild að Evrópusambandinu er varasöm og dýr vegferð ef farið verður að ræða hana af alvöru. Hún er sérstaklega galin nú þar sem okkar leið hér á Íslandi hefur skilað miklu meiri velgengni á alla mælikvarða en í löndunun í Evrópusambandinu. Hugmyndir um eignaupptöku og gerræðislegar aðgerðir stjórnvalda til að taka af fólki og færa einstökum hópum fé á silfurfati eru svo beinlínis hættulegar í lýðræðissamfélagi. Vörumst töfralausnir Það er alveg eðlilegt að fólk hafi ólíka sýn á forgangsröðun og takist á um hugmyndafræði. Vörumst samt að trúa því þegar öllu er stöðugt snúið á versta veg, höfum í huga hvaða hagsmunir liggja að baki. Vörumst líka að trúa því að til séu töfralausnir á áskorunum samtímans. Þær hafa aldrei verið til og það hefur aldrei reynst vel að reyna þær. Góðir hlutir gerast hægt, með staðfestu, ákveðnum skrefum og sýnilegum árangri. Ísland er land mannréttinda, frelsis, lífsgæða og tækifæra. Höfum í huga að skrefin hingað voru ekki stigin á einu bretti og alls ekki með því að hrópa hærra en aðrir þegar gaf á bátinn. „Keep Calm and Carry On” Bretar notuðu setninguna „Keep Calm and Carry On” á ögurstundu í síðari heimsstyrjöld. Hún snerist um þá einföldu hugsun að láta ekki slá sig út af laginu þótt blési á móti, það væri farsælla að halda jafnaðargeðinu og staðfestunni í gegn um erfiðleikana. Sú setning á alltaf við þó auðvitað í misalvarlegum aðstæðum sé. Ég vona að okkur Íslendingum beri gæfa til að hugsa málið vel og til enda. Erfiðleikar og áskoranir munu banka upp á í framtíðinni sem endranær. Við þurfum að taka góðar ákvarðanir nú í kosningunum á laugardaginn og svo á veginum fram á við. Sjálfstæðisflokkurinn, og hugmyndirnar að baki honum, hafa reynst okkur þjóðinni best í góðu og slæmu. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það hefur vissulega gengið á ýmsu síðustu ár og allt of oft þurftu stjórnmálin að snúast um viðbragðsstöðu en ekki veginn áfram. En þrátt fyrir allt hefur Ísland komist hvað best út úr þessum viðburðaríku árum í okkar heimshluta. Við máttum eflaust gera betur í að tala um þetta á mannamáli, hvernig hlutirnir væru og hvernig við værum að komast úr úr þeim. Venjulegt fólk hefur takmarkaðan áhuga á tölfræði og hvernig fólk í öðrum löndum hefur það þegar ótíðindi dynja stanslaust á og íbúðalán jafnt sem matarkarfan í búðinni hækka stöðugt. Okkur gengur vel að leysa úr vandamálunum Við heyrum núna talað um alls konar lausnir á vandamálum sem okkur gengur nú þegar ágætlega að leysa. Það vekur mér talsverðan ugg, og þetta er ekki meint sem pólitískur hræðsluáróður heldur persónuleg tilfinning, að lausnirnar sem heyrast mest núna eru lausnir sem hafa verið reyndar áður og aldrei virkað. Skattar gera líf fólks ekki betra og leysa engan efnahagsvanda. Flókin millifærslukerfi þar sem tekið er úr einum vasa yfir í annan taka súrefni frá atvinnulífinu og samfélaginu. Þau kalla líka yfirleitt á alls kyns plástra til að fela skaðann sem þau valda, sem svo stækka kerfin enn meir og blása út stjórnsýsluna. ESB sérstaklega galin vegferð nú Einhliða upptaka Evru og aðild að Evrópusambandinu er varasöm og dýr vegferð ef farið verður að ræða hana af alvöru. Hún er sérstaklega galin nú þar sem okkar leið hér á Íslandi hefur skilað miklu meiri velgengni á alla mælikvarða en í löndunun í Evrópusambandinu. Hugmyndir um eignaupptöku og gerræðislegar aðgerðir stjórnvalda til að taka af fólki og færa einstökum hópum fé á silfurfati eru svo beinlínis hættulegar í lýðræðissamfélagi. Vörumst töfralausnir Það er alveg eðlilegt að fólk hafi ólíka sýn á forgangsröðun og takist á um hugmyndafræði. Vörumst samt að trúa því þegar öllu er stöðugt snúið á versta veg, höfum í huga hvaða hagsmunir liggja að baki. Vörumst líka að trúa því að til séu töfralausnir á áskorunum samtímans. Þær hafa aldrei verið til og það hefur aldrei reynst vel að reyna þær. Góðir hlutir gerast hægt, með staðfestu, ákveðnum skrefum og sýnilegum árangri. Ísland er land mannréttinda, frelsis, lífsgæða og tækifæra. Höfum í huga að skrefin hingað voru ekki stigin á einu bretti og alls ekki með því að hrópa hærra en aðrir þegar gaf á bátinn. „Keep Calm and Carry On” Bretar notuðu setninguna „Keep Calm and Carry On” á ögurstundu í síðari heimsstyrjöld. Hún snerist um þá einföldu hugsun að láta ekki slá sig út af laginu þótt blési á móti, það væri farsælla að halda jafnaðargeðinu og staðfestunni í gegn um erfiðleikana. Sú setning á alltaf við þó auðvitað í misalvarlegum aðstæðum sé. Ég vona að okkur Íslendingum beri gæfa til að hugsa málið vel og til enda. Erfiðleikar og áskoranir munu banka upp á í framtíðinni sem endranær. Við þurfum að taka góðar ákvarðanir nú í kosningunum á laugardaginn og svo á veginum fram á við. Sjálfstæðisflokkurinn, og hugmyndirnar að baki honum, hafa reynst okkur þjóðinni best í góðu og slæmu. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík suður
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun