Plan í skipulags- og samgöngumálum í lítilli bílaborg Þórarinn Hjaltason skrifar 27. nóvember 2024 11:03 Meirihluti borgarstjórnar er með plan í skipulags- og samgöngumálum. Já, þið lásuð rétt, það er ekki bara Samfylkingin sem er með plan heldur líka Viðreisn, Framsókn og Píratar. Planið í skipulagsmálum Planið er að halda áfram að þétta byggð meðfram samgönguásum Borgarlínu með rándýrum íbúðum til að fá sem mest af sæmilega efnuðu fólki til að selja a.m.k. annan fjölskyldubílinn og nota í staðinn Borgarlínuna. Til að ná þessu markmiði er séð til þess að framboð á lóðum sé miklu minna en eftirspurnin. Sérstaklega er þess gætt að ekki sé úthlutað ódýrum lóðum. Þeir sem hafa aðgang að heilu bílastæði teljast lukkunnar pamfílar. Reynt er að telja fólki trú um að það sé dýrara að byggja húsnæði á óbrotnu landi heldur en á þéttingarreitum. Almenningur sér auðvitað í gegnum þetta. Í grannsveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins eru byggingaverktakar í gríð og erg að byggja hús á óbrotnu landi. Þar eru nýjar íbúðir í fjölbýlishúsum allt að 20 milljón kr. ódýrari en á höfuðborgarsvæðinu. Stór hluti af nýjum íbúum grannsveitarfélaganna á SV-horninu vinnur eða sækir skóla á höfuðborgarsvæðinu og hefur vegna hagstæðra íbúðarkaupa vel efni á því að nota fjölskyldubílana til að pendla á milli. Í kaupbæti fær fólk bílastæði eftir þörfum. Áhrif á efnahagsmál Fyrir 2 árum benti seðlabankastjóri á að verðhækkanir á fasteignamarkaði séu fyrst og fremst vegna skorts á framboði á húsnæði en ekki vegna peningastefnu Seðlabanka Íslands Ásgeir segir framboð, ekki vaxtalækkanir, rót vandans á íbúðamarkaði - Innherji Verð á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað langt umfram laun s.l. áratug. Hagvöxtur á Íslandi og þar með kaupmáttur fólks hefur þó á sama tíma vaxið mun hraðar en í flestum löndum innan OECD. Ef jafnvægi hefði verið á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu s.l. áratug þá væri verðbólgan um eða innan við 3 %. Ástandið bitnar fyrst og fremst á ungu fólki og þeim sem minna mega sín Planið í samgöngumálum Planið hjá meirihluta borgarstjórnar er að gera sem minnst af hagkvæmum framkvæmdum í þjóðvegakerfinu í Reykjavík á næstu árum. Auk þess á víða að fækka akreinum fyrir almenna umferð. Í 1. áfanga Borgarlínu ber helst að nefna Suðurlandsbraut og Laugaveg á þeim köflum sem þessar götur eru 4 akreinar í dag. Loka á Fríkikjuvegi og Skothúsvegi fyrir almennri bílaumferð. Göturnar verða eingöngu sérrými fyrir Borgarlínuna. Mynd 2 Sérrými Borgarlínu á Fríkirkjuvegi og Skothúsvegi. Heimild: Skipulagsgáttin Hvernig eiga líkbílar og brúðarbílar að komast að dyrum Fríkirkjunnar? Jú, t.d. við útför þá koma fyrst presturinn, organistinn og kirkjukórinn með Borgarlínunni. Í næsta vagni kemur svo umsjónarfólk útfarar og kistuberar með líkkistuna. Í næstu vögnum koma svo aðstandendur hins látna og aðrir kirkjugestir. Planið er svo að fresta stórframkvæmdum í þjóðvegakerfinu á höfuðborgarsvæðinu í lengstu lög. Sundabraut verður ekki tekin í notkun fyrr en í fyrsta lagi 2031 og jarðgöng undir Miklubraut ekki fyrr en á tímabilinu 2035-2040. Samkvæmt umferðarspá 2034 er gert ráð fyrir því að bílaumferð muni vaxa um 40 % á tímabilinu 2019-2034. Það blasir því við að umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu munu vaxa verulega á næstu 10 árum eða svo miðað við óbreytt plan. Umferðarspá 2034 Á Mynd 3 má sjá umferðarspá fyrir árið 2034 (Forecast 3) í samgöngulíkani höfuðborgarsvæðisins, sem spáir fyrir um fjölda ferða með bílum, almenningssamgöngum og hjólandi. Mynd 3 Umferðarspá 2034 Heimild: Samgöngulíkan fyrir höfuðborgarsvæðið — Borgarlínan Grunnár (Base year) er 2019. Eins sjá má er því spáð að ferðir með bílum verði um 1,5 milljón á virkum degi. Spáin er gerð árið 2020 þegar eldri samgöngusáttmáli er í gildi og þá var gert ráð fyrir að allir 60 km af Borgarlínunni væru komnir í notkun 2034. Í nýja sáttmálanum er gert ráð fyrir því að síðasti áfangi Borgarlínu verði ekki tekinn í notkun fyrr en 2040. Það breytir sáralitlu um gildi þessarar umferðarspár þannig að við horfum fram hjá því. Athyglisvert er að ferðir með almenningssamgöngum eru aðeins 3,2 % af öllum ferðum með vélknúnum farartækjum árið 2019 og eykst aðeins upp í 4,6 % af öllum ferðum með vélknúnum farartækjum eftir 10 ár. Hvernig þetta kemur heim og saman við ferðavenjukönnun 2019 sem gaf til kynna að um 5 % af ferðum heimila væru með almenningssamgöngum? Því er fljótsvarað. Til viðbótar við ferðir með heimilisbílum eru ferðir með bílum atvinnufyrirtækja, ferðir útlendinga með bílaleigubílum og rútum, ferðir Íslendinga sem búa utan höfuðborgarsvæðisins o.fl. Miðað við spána ættu ferðir heimila með almenningssamgöngum að verða (4,6/3,2) x 5 = 7,2 % af öllum ferðum heimila árið 2034. Ef það reynist rétt þá má giska á að ferðir heimila með almenningssamgöngum 2040 verði um 8 % af öllum ferðum. Ofangreindar niðurstöður benda sterklega til þess að væntingar í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins um breyttar ferðavenjur hafi verið allt of bjartsýnar. Í því sambandi var birt fyrir 2 árum hér á Vísi grein eftir okkur Dr. Harald Sigþórsson samgönguverkfræðing, sem nú er látinn Óskhyggja og sjálfsblekkingar í skipulagsmálum - Vísir Dreifing umferðar á vegakerfið 2034 Mynd 4 sýnir umferðarspá 2034. Mynd 4 Umferðarspá 2034 fyrir Reykjavík og næsta nágrenni. Tölur sýna umferðarmagn í þúsundum bíla á sólarhring (hversdagsumferð) í Reykjavík og næsta nágrenni. Heimild: Samgöngulíkan fyrir höfuðborgarsvæðið — Borgarlínan Vakin er athygli á því að í þessari spá er ekki gert ráð fyrir Sundabraut. Ef Sundabraut verður tekin í notkun fyrir 2034 þá verður umferðarmagn neðst í Ártúnsbrekku svipað eða jafnvel ívíð meira en er í dag. Mynd 5 sýnir svokallaða mismunaspá fyrir árið 2034. Mynd 6 Staðsetning framkvæmda 2-11 Áberandi er að umferð vex tiltölulega mest í grennd við fjölmennustu þéttingarreitina. T.d. er því spáð að umferð á Einarsnesi í Skerjafirði aukist um 10 þús b/s vegna fyrhugaðrar uppbyggingar íbúðarhúsa. Á Gullinbrú er reiknað með svipaðri aukningu vegna nýrrar byggðar í Gufunesi. Umferðarsköpun Ártúnshöfða verður nokkrum tugum þúsunda b/s umfram það sem er í dag. Eins og sjá má á Mynd 5 er reiknað með því að umferð um Suðurlandsbraut minnki um 8 þús b/s, enda á að fækka akreinum fyrir almenna umferð um 1 + 1 og leggja þær undir sérrými fyrir Borgarlínuna. Sú umferð þarf að finna sér aðrar leiðir í yfirfullu gatnakerfi. Rétt er að vekja athygli á því að umferðarspáin er gerð árið 2020 og ýmsar forsendur hafa breyst. T.d. er í spánni gert ráð því að Fríkirkjuvegur sé opinn fyrir almenna umferð og að umferð um götuna muni aukast mikið á tímabilinu 2019-2034. Núna er reiknað með því að Fríkirkjuvegi verði lokað fyrir almennri umferð og verði sérrými fyrir Borgarlínuna. Annað dæmi er að í spánni er reiknað með Miklubrautarstokki frá Landspítalanum og austur fyrir Kringlumýrarbraut. Núna er reiknað með að Miklabraut verði lögð í jarðgöng frá Landspítala og austur fyrir Grensásveg, en göngin verða ekki tekin í notkun fyrr en á tímabilinu 2035-2040. Rétt er að vekja sérstaka athygli á því að nauðsynlegt er að breikka Reykjanesbraut milli Breiðholtsbrautar og Hafnarfjarðar upp í 6 akreinar á næstu árum. Annars er viðbúið að þarna myndist nýr og mjög alvarlegur flöskuháls í þjóðvegakerfi höfuðborgarsvæðisins. Í samgöngusáttmálanum er ekki gert ráð fyrir þessari breikkun. Umferðartafir Sumir telja að þétting byggðar muni leiða til þess að umferðartafir verði minni en ella. Ekkert er fjær sanni. Þvert á móti eru umferðartafir að jafnaði meiri eftir því sem íbúafjöldi og þéttleiki byggðar er meiri, sbr. niðurstöður þessarar rannsóknar: Population Density or Populations Size. Which Factor Determines Urban Traffic Congestion? by Yu Sang Chang, Sung Jun Jo, Yoo-Taek Lee, Yoonji Lee :: SSRN Umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu eru nú þegar orðnar óeðlilega miklar.Umferðartafir í bílaborgum eru að jafnaði mun minni en í öðrum borgum. Það má greinilega sjá með samanburði á svokölluðum tafastuðli (heimild: Traffic Index, Selected Metropolitan Areas | The Geography of Transport Systems). Fyrirtækið TomTom framleiðir m.a. leiðsögutæki í bíla. Árlega birtir TomTom nýtt mat á umferðartöfum tæplega 400 borgarsvæða Traffic Index ranking | TomTom Traffic Index Við skulum nú skoða hvernig höfuðborgarsvæðið kemur út í samanburðinum. Smellum fyrst á „Metro area“ til að fá allt borgarsvæðið. Síðan smellum við á „Congestion level %“ (tafastuðull skv. skilgreiningu TomTom) sem er efst í viðkomandi dálki. Þá sjáum við að tafastuðullinn fyrir höfuðborgarsvæðið (Reykjavik metro area) er 19 % og er það nr. 303 í röðinni. Ef við smellum nú á N-Ameríku þá trónir Mexíkóborg á toppnum með tafastuðul upp á 46 %. Langflest af hinum borgarsvæðum eru bandarískar eða kanadískar bílaborgir. Öll borgarsvæðin eru fjölmennari en höfuðborgarsvæðið. Ef allt væri með felldu þá ætti tafastuðull á höfuðborgarsvæðinu að vera í kringum 10 %. Umferðartafir eiga eftir að vaxa mjög mikið á næstu 10 árum, ef ekki verður breytt um stefnu hið snarasta. Bráðavandi er til staðar. Ég tel að tafastuðullin geti hækkað upp í allt að 30 % á næstu 10 árum með óbreyttri stefnu. Af bandarískum borgarsvæðum eru aðeins LA-svæðið og Miamisvæðið með tafastuðul yfir 30 %. Tillögur til skemmri tíma til að leysa bráðavanda Samtökin „Samgöngur fyrir alla“ (SFA) hafa nýlega sett fram eftirfarandi tillögur um einfaldar og tiltölulega ódýrar framkvæmdir sem nauðsynlegar eru til lausnar bráðavandanum sem ella mun fara vaxandi á næstu árum. Taka í notkun nýtt leiðakerfi Strætó byggt á fyrirliggjandi drögum. Á stofnleiðum verði a.m.k. 10 mín tíðni á álagstíma og 15 mín utan álagstíma á virkum dögum. Mest áríðandi forgangsakreinum verði flýtt. Hér er um að ræða svokallaða létta Borgarlínu (BRT-Lite). Áætlaður kostnaður er 35 milljarðar, þ.e. um 100 milljörðum ódýrari en fyrirhuguð Borgarlína (BRT-Gold). Mislæg gatnamót (vegbrú) á Reykjanesbraut við Bústaðaveg. Er í samgöngusáttmála. Hafnarfjarðarvegur og Kringlumýrarbraut verði breikkaðar um 1 akrein í hvora átt milli Arnarnesvegar og Sæbrautar. Undirgöng eða brú fyrir gangandi og hjólandi komi í stað gangbrautarljósa við Hamrahlíð. Einföld og ódýr mislæg gatnamót á Kringlumýrarbraut við Miklubraut. Fjórar akreinar Kringlumýrarbrautar verði lækkaðar í landi með stoðveggjum til hliðar undir Miklubraut. Reykjanesbraut verði breikkuð í 6 akreinar milli Breiðholtsbrautar og Álftanesvegar. Einföld og ódýr mislæg gatnamót á Sæbraut við Skeiðarvog/Kleppsmýrarveg. Sæbraut verði lækkuð í landi þannig að vegbrúin geti verið hluti af Sæbrautarstokk eða gangnamunna fyrir Sundagöng. (Fyrirmynd: Hafnarfjarðarvegur var settur í stokk milli brúar á Hamraborg og brúar á Digranesvegi/Borgarholtsbraut. Gert var ráð fyrir þeim möguleika við hönnun Kópavogsgjár.) Arnarnesvegur og mislæg gatnamót við Breiðholtsbraut. Framkvæmdir eru hafnar, en í núverandi hönnun er ekki gert ráð fyrir mislægum gatnamótum. Tvöföldun Suðurlandsvegar sunnan og austan við Bæjarháls í samræmi við samgöngusáttmála. Fossvogsbrú (fyrir strætó, gangandi og hjólandi) í samræmi við samgöngusáttmála. Hafnarfjarðarvegur í stokk í Garðabæ í samræmi við samgöngusáttmála. Reykjanesbraut milli Lækjargötu og Álftanesvegar í jarðgöng undir Setberg. Áætlaður kostnaður við þessar 11 tillögur er um 115 milljarðar kr. sem er umtalsvert lægri upphæð en sú sem blasir við okkur í gildandi samgöngusáttmála. Mynd 6 sýnir með rauðum línum staðsetningu framkvæmda. Mynd 6 Staðsetning framkvæmda 2-11 Á Mynd 7 má sjá dæmi um einföld og ódýr mislæg gatnamót í borginni Valencia á Spáni, sbr. liði 4. og 6. Mynd 7 Dæmi frá Valencia á Spáni um einföld og ódýr mislæg gatnamót. Heimild: Google Maps Tillögur til lengri tíma Rými til flutninga eftir þjóðvegakerfinu gegnum höfuðborgarsvæðið milli Reykjaness og annarra landshluta er orðið aðþrengt og takmarkað hve lengi er hægt að auka það en vegstæði utan byggðar eru engin sjáanleg. Til lengri tíma litið verður því að gera ráð fyrir jarðgöngum til að auka þar flutningsgetu. Þær framkvæmdir taka hins vegar of langan tíma til að bregðast við þeim bráðavanda sem orðinn er. Núverandi stefna um ofurþéttingu byggðar gengur engan veginn upp. Færa þarf sem fyrst út byggðamörk í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og ráðast samhliða því í endurskoðun svæðisskipulagsins. Það blasir við að framtíðarbyggingarland fyrir borgina er m.a. á Geldinganesi, Álfsnesi og Kjalarnesi. Höfundur er samgönguverkfræðingur og félagi í SFA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjaltason Samgöngur Borgarlína Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Meirihluti borgarstjórnar er með plan í skipulags- og samgöngumálum. Já, þið lásuð rétt, það er ekki bara Samfylkingin sem er með plan heldur líka Viðreisn, Framsókn og Píratar. Planið í skipulagsmálum Planið er að halda áfram að þétta byggð meðfram samgönguásum Borgarlínu með rándýrum íbúðum til að fá sem mest af sæmilega efnuðu fólki til að selja a.m.k. annan fjölskyldubílinn og nota í staðinn Borgarlínuna. Til að ná þessu markmiði er séð til þess að framboð á lóðum sé miklu minna en eftirspurnin. Sérstaklega er þess gætt að ekki sé úthlutað ódýrum lóðum. Þeir sem hafa aðgang að heilu bílastæði teljast lukkunnar pamfílar. Reynt er að telja fólki trú um að það sé dýrara að byggja húsnæði á óbrotnu landi heldur en á þéttingarreitum. Almenningur sér auðvitað í gegnum þetta. Í grannsveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins eru byggingaverktakar í gríð og erg að byggja hús á óbrotnu landi. Þar eru nýjar íbúðir í fjölbýlishúsum allt að 20 milljón kr. ódýrari en á höfuðborgarsvæðinu. Stór hluti af nýjum íbúum grannsveitarfélaganna á SV-horninu vinnur eða sækir skóla á höfuðborgarsvæðinu og hefur vegna hagstæðra íbúðarkaupa vel efni á því að nota fjölskyldubílana til að pendla á milli. Í kaupbæti fær fólk bílastæði eftir þörfum. Áhrif á efnahagsmál Fyrir 2 árum benti seðlabankastjóri á að verðhækkanir á fasteignamarkaði séu fyrst og fremst vegna skorts á framboði á húsnæði en ekki vegna peningastefnu Seðlabanka Íslands Ásgeir segir framboð, ekki vaxtalækkanir, rót vandans á íbúðamarkaði - Innherji Verð á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað langt umfram laun s.l. áratug. Hagvöxtur á Íslandi og þar með kaupmáttur fólks hefur þó á sama tíma vaxið mun hraðar en í flestum löndum innan OECD. Ef jafnvægi hefði verið á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu s.l. áratug þá væri verðbólgan um eða innan við 3 %. Ástandið bitnar fyrst og fremst á ungu fólki og þeim sem minna mega sín Planið í samgöngumálum Planið hjá meirihluta borgarstjórnar er að gera sem minnst af hagkvæmum framkvæmdum í þjóðvegakerfinu í Reykjavík á næstu árum. Auk þess á víða að fækka akreinum fyrir almenna umferð. Í 1. áfanga Borgarlínu ber helst að nefna Suðurlandsbraut og Laugaveg á þeim köflum sem þessar götur eru 4 akreinar í dag. Loka á Fríkikjuvegi og Skothúsvegi fyrir almennri bílaumferð. Göturnar verða eingöngu sérrými fyrir Borgarlínuna. Mynd 2 Sérrými Borgarlínu á Fríkirkjuvegi og Skothúsvegi. Heimild: Skipulagsgáttin Hvernig eiga líkbílar og brúðarbílar að komast að dyrum Fríkirkjunnar? Jú, t.d. við útför þá koma fyrst presturinn, organistinn og kirkjukórinn með Borgarlínunni. Í næsta vagni kemur svo umsjónarfólk útfarar og kistuberar með líkkistuna. Í næstu vögnum koma svo aðstandendur hins látna og aðrir kirkjugestir. Planið er svo að fresta stórframkvæmdum í þjóðvegakerfinu á höfuðborgarsvæðinu í lengstu lög. Sundabraut verður ekki tekin í notkun fyrr en í fyrsta lagi 2031 og jarðgöng undir Miklubraut ekki fyrr en á tímabilinu 2035-2040. Samkvæmt umferðarspá 2034 er gert ráð fyrir því að bílaumferð muni vaxa um 40 % á tímabilinu 2019-2034. Það blasir því við að umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu munu vaxa verulega á næstu 10 árum eða svo miðað við óbreytt plan. Umferðarspá 2034 Á Mynd 3 má sjá umferðarspá fyrir árið 2034 (Forecast 3) í samgöngulíkani höfuðborgarsvæðisins, sem spáir fyrir um fjölda ferða með bílum, almenningssamgöngum og hjólandi. Mynd 3 Umferðarspá 2034 Heimild: Samgöngulíkan fyrir höfuðborgarsvæðið — Borgarlínan Grunnár (Base year) er 2019. Eins sjá má er því spáð að ferðir með bílum verði um 1,5 milljón á virkum degi. Spáin er gerð árið 2020 þegar eldri samgöngusáttmáli er í gildi og þá var gert ráð fyrir að allir 60 km af Borgarlínunni væru komnir í notkun 2034. Í nýja sáttmálanum er gert ráð fyrir því að síðasti áfangi Borgarlínu verði ekki tekinn í notkun fyrr en 2040. Það breytir sáralitlu um gildi þessarar umferðarspár þannig að við horfum fram hjá því. Athyglisvert er að ferðir með almenningssamgöngum eru aðeins 3,2 % af öllum ferðum með vélknúnum farartækjum árið 2019 og eykst aðeins upp í 4,6 % af öllum ferðum með vélknúnum farartækjum eftir 10 ár. Hvernig þetta kemur heim og saman við ferðavenjukönnun 2019 sem gaf til kynna að um 5 % af ferðum heimila væru með almenningssamgöngum? Því er fljótsvarað. Til viðbótar við ferðir með heimilisbílum eru ferðir með bílum atvinnufyrirtækja, ferðir útlendinga með bílaleigubílum og rútum, ferðir Íslendinga sem búa utan höfuðborgarsvæðisins o.fl. Miðað við spána ættu ferðir heimila með almenningssamgöngum að verða (4,6/3,2) x 5 = 7,2 % af öllum ferðum heimila árið 2034. Ef það reynist rétt þá má giska á að ferðir heimila með almenningssamgöngum 2040 verði um 8 % af öllum ferðum. Ofangreindar niðurstöður benda sterklega til þess að væntingar í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins um breyttar ferðavenjur hafi verið allt of bjartsýnar. Í því sambandi var birt fyrir 2 árum hér á Vísi grein eftir okkur Dr. Harald Sigþórsson samgönguverkfræðing, sem nú er látinn Óskhyggja og sjálfsblekkingar í skipulagsmálum - Vísir Dreifing umferðar á vegakerfið 2034 Mynd 4 sýnir umferðarspá 2034. Mynd 4 Umferðarspá 2034 fyrir Reykjavík og næsta nágrenni. Tölur sýna umferðarmagn í þúsundum bíla á sólarhring (hversdagsumferð) í Reykjavík og næsta nágrenni. Heimild: Samgöngulíkan fyrir höfuðborgarsvæðið — Borgarlínan Vakin er athygli á því að í þessari spá er ekki gert ráð fyrir Sundabraut. Ef Sundabraut verður tekin í notkun fyrir 2034 þá verður umferðarmagn neðst í Ártúnsbrekku svipað eða jafnvel ívíð meira en er í dag. Mynd 5 sýnir svokallaða mismunaspá fyrir árið 2034. Mynd 6 Staðsetning framkvæmda 2-11 Áberandi er að umferð vex tiltölulega mest í grennd við fjölmennustu þéttingarreitina. T.d. er því spáð að umferð á Einarsnesi í Skerjafirði aukist um 10 þús b/s vegna fyrhugaðrar uppbyggingar íbúðarhúsa. Á Gullinbrú er reiknað með svipaðri aukningu vegna nýrrar byggðar í Gufunesi. Umferðarsköpun Ártúnshöfða verður nokkrum tugum þúsunda b/s umfram það sem er í dag. Eins og sjá má á Mynd 5 er reiknað með því að umferð um Suðurlandsbraut minnki um 8 þús b/s, enda á að fækka akreinum fyrir almenna umferð um 1 + 1 og leggja þær undir sérrými fyrir Borgarlínuna. Sú umferð þarf að finna sér aðrar leiðir í yfirfullu gatnakerfi. Rétt er að vekja athygli á því að umferðarspáin er gerð árið 2020 og ýmsar forsendur hafa breyst. T.d. er í spánni gert ráð því að Fríkirkjuvegur sé opinn fyrir almenna umferð og að umferð um götuna muni aukast mikið á tímabilinu 2019-2034. Núna er reiknað með því að Fríkirkjuvegi verði lokað fyrir almennri umferð og verði sérrými fyrir Borgarlínuna. Annað dæmi er að í spánni er reiknað með Miklubrautarstokki frá Landspítalanum og austur fyrir Kringlumýrarbraut. Núna er reiknað með að Miklabraut verði lögð í jarðgöng frá Landspítala og austur fyrir Grensásveg, en göngin verða ekki tekin í notkun fyrr en á tímabilinu 2035-2040. Rétt er að vekja sérstaka athygli á því að nauðsynlegt er að breikka Reykjanesbraut milli Breiðholtsbrautar og Hafnarfjarðar upp í 6 akreinar á næstu árum. Annars er viðbúið að þarna myndist nýr og mjög alvarlegur flöskuháls í þjóðvegakerfi höfuðborgarsvæðisins. Í samgöngusáttmálanum er ekki gert ráð fyrir þessari breikkun. Umferðartafir Sumir telja að þétting byggðar muni leiða til þess að umferðartafir verði minni en ella. Ekkert er fjær sanni. Þvert á móti eru umferðartafir að jafnaði meiri eftir því sem íbúafjöldi og þéttleiki byggðar er meiri, sbr. niðurstöður þessarar rannsóknar: Population Density or Populations Size. Which Factor Determines Urban Traffic Congestion? by Yu Sang Chang, Sung Jun Jo, Yoo-Taek Lee, Yoonji Lee :: SSRN Umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu eru nú þegar orðnar óeðlilega miklar.Umferðartafir í bílaborgum eru að jafnaði mun minni en í öðrum borgum. Það má greinilega sjá með samanburði á svokölluðum tafastuðli (heimild: Traffic Index, Selected Metropolitan Areas | The Geography of Transport Systems). Fyrirtækið TomTom framleiðir m.a. leiðsögutæki í bíla. Árlega birtir TomTom nýtt mat á umferðartöfum tæplega 400 borgarsvæða Traffic Index ranking | TomTom Traffic Index Við skulum nú skoða hvernig höfuðborgarsvæðið kemur út í samanburðinum. Smellum fyrst á „Metro area“ til að fá allt borgarsvæðið. Síðan smellum við á „Congestion level %“ (tafastuðull skv. skilgreiningu TomTom) sem er efst í viðkomandi dálki. Þá sjáum við að tafastuðullinn fyrir höfuðborgarsvæðið (Reykjavik metro area) er 19 % og er það nr. 303 í röðinni. Ef við smellum nú á N-Ameríku þá trónir Mexíkóborg á toppnum með tafastuðul upp á 46 %. Langflest af hinum borgarsvæðum eru bandarískar eða kanadískar bílaborgir. Öll borgarsvæðin eru fjölmennari en höfuðborgarsvæðið. Ef allt væri með felldu þá ætti tafastuðull á höfuðborgarsvæðinu að vera í kringum 10 %. Umferðartafir eiga eftir að vaxa mjög mikið á næstu 10 árum, ef ekki verður breytt um stefnu hið snarasta. Bráðavandi er til staðar. Ég tel að tafastuðullin geti hækkað upp í allt að 30 % á næstu 10 árum með óbreyttri stefnu. Af bandarískum borgarsvæðum eru aðeins LA-svæðið og Miamisvæðið með tafastuðul yfir 30 %. Tillögur til skemmri tíma til að leysa bráðavanda Samtökin „Samgöngur fyrir alla“ (SFA) hafa nýlega sett fram eftirfarandi tillögur um einfaldar og tiltölulega ódýrar framkvæmdir sem nauðsynlegar eru til lausnar bráðavandanum sem ella mun fara vaxandi á næstu árum. Taka í notkun nýtt leiðakerfi Strætó byggt á fyrirliggjandi drögum. Á stofnleiðum verði a.m.k. 10 mín tíðni á álagstíma og 15 mín utan álagstíma á virkum dögum. Mest áríðandi forgangsakreinum verði flýtt. Hér er um að ræða svokallaða létta Borgarlínu (BRT-Lite). Áætlaður kostnaður er 35 milljarðar, þ.e. um 100 milljörðum ódýrari en fyrirhuguð Borgarlína (BRT-Gold). Mislæg gatnamót (vegbrú) á Reykjanesbraut við Bústaðaveg. Er í samgöngusáttmála. Hafnarfjarðarvegur og Kringlumýrarbraut verði breikkaðar um 1 akrein í hvora átt milli Arnarnesvegar og Sæbrautar. Undirgöng eða brú fyrir gangandi og hjólandi komi í stað gangbrautarljósa við Hamrahlíð. Einföld og ódýr mislæg gatnamót á Kringlumýrarbraut við Miklubraut. Fjórar akreinar Kringlumýrarbrautar verði lækkaðar í landi með stoðveggjum til hliðar undir Miklubraut. Reykjanesbraut verði breikkuð í 6 akreinar milli Breiðholtsbrautar og Álftanesvegar. Einföld og ódýr mislæg gatnamót á Sæbraut við Skeiðarvog/Kleppsmýrarveg. Sæbraut verði lækkuð í landi þannig að vegbrúin geti verið hluti af Sæbrautarstokk eða gangnamunna fyrir Sundagöng. (Fyrirmynd: Hafnarfjarðarvegur var settur í stokk milli brúar á Hamraborg og brúar á Digranesvegi/Borgarholtsbraut. Gert var ráð fyrir þeim möguleika við hönnun Kópavogsgjár.) Arnarnesvegur og mislæg gatnamót við Breiðholtsbraut. Framkvæmdir eru hafnar, en í núverandi hönnun er ekki gert ráð fyrir mislægum gatnamótum. Tvöföldun Suðurlandsvegar sunnan og austan við Bæjarháls í samræmi við samgöngusáttmála. Fossvogsbrú (fyrir strætó, gangandi og hjólandi) í samræmi við samgöngusáttmála. Hafnarfjarðarvegur í stokk í Garðabæ í samræmi við samgöngusáttmála. Reykjanesbraut milli Lækjargötu og Álftanesvegar í jarðgöng undir Setberg. Áætlaður kostnaður við þessar 11 tillögur er um 115 milljarðar kr. sem er umtalsvert lægri upphæð en sú sem blasir við okkur í gildandi samgöngusáttmála. Mynd 6 sýnir með rauðum línum staðsetningu framkvæmda. Mynd 6 Staðsetning framkvæmda 2-11 Á Mynd 7 má sjá dæmi um einföld og ódýr mislæg gatnamót í borginni Valencia á Spáni, sbr. liði 4. og 6. Mynd 7 Dæmi frá Valencia á Spáni um einföld og ódýr mislæg gatnamót. Heimild: Google Maps Tillögur til lengri tíma Rými til flutninga eftir þjóðvegakerfinu gegnum höfuðborgarsvæðið milli Reykjaness og annarra landshluta er orðið aðþrengt og takmarkað hve lengi er hægt að auka það en vegstæði utan byggðar eru engin sjáanleg. Til lengri tíma litið verður því að gera ráð fyrir jarðgöngum til að auka þar flutningsgetu. Þær framkvæmdir taka hins vegar of langan tíma til að bregðast við þeim bráðavanda sem orðinn er. Núverandi stefna um ofurþéttingu byggðar gengur engan veginn upp. Færa þarf sem fyrst út byggðamörk í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og ráðast samhliða því í endurskoðun svæðisskipulagsins. Það blasir við að framtíðarbyggingarland fyrir borgina er m.a. á Geldinganesi, Álfsnesi og Kjalarnesi. Höfundur er samgönguverkfræðingur og félagi í SFA.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar