Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2024 13:34 Gunnar Bergmann Jónsson ræðir við huldumann sem sagðist vera svissneskur fjárfestir. Greiningardeild Ríkislögreglustjóra hefur lokið skoðun sinni á máli Gunnars Bergmanns Jónssonar, sem varðar leynilegar upptökur á Edition-hótelinu. Niðurstaðan er sú að ekki sé grundvöllur til að opna formlega rannsókn á málinu. Þetta segir í svari embættisins við fyrirspurn Vísis. Þar segir jafnframt að embættið muni ekki tjá sig frekar um niðurstöðu skoðunarinnar. Gripinn við að tala óvarlega um fyrirætlanir föður síns Málið hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki eftir Jón Gunnarsson, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu og faðir Gunnars Bergmanns, vakti athygli á því í færslu á Facebook. Það gerði hann áður en Heimildin birti umfjöllun sína sem byggði á leynilegri upptöku huldumanns við Gunnar Bergmann, fasteignasala og fyrrverandi framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna. Í upptökunum sést og heyrist Gunnar Bergmann tala fjálglega um meint afskipti föður hans af veitingu leyfis til hvalaveiða. Hann sagði til að mynda að faðir sinn hefði fallist á að taka fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Kraganum gegn því að fá stöðu í matvælaráðuneytinu. Þar hafi hann ætlað að veita „vini sínum“ Kristjáni Loftssyni leyfi til hvalveiða. Gunnar Bergmann boðaður í viðtal Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að Gunnar Bergmann hafi verið boðaður í viðtal hjá lögreglunni daginn sem Heimildin birti umfjöllun sína. Fréttastofa sendi fyrirspurn til Ríkislögreglustjóra vegna málsins í daginn eftir til að óska eftir upplýsingum um hvort málið hefði verið kært eða hvort ríkislögreglustjóri hyggðist hefja frumkvæðisrannsókn í málinu. Í svari embættisins kom fram að greiningardeild Embættis ríkislögreglustjóra rannsaki brot sem varða landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum eins og þau eru skilgreind í X. og XI. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Brot gegn XXV. kafla hegningarlaga væru rannsökuð af lögreglu í því umdæmi sem brot eiga sér stað. Þá hafi embættið ekki verið með umrætt mál til rannsóknar en myndi kanna málsatvik sem varða meinta háttsemi erlends fyrirtækis. Nú er þeirri skoðun lokið og frekar verður ekki aðhafst vegna málsins. Engin svör fengist frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu Brot samkvæmt XXV. kafla almennra hegningalaga varða ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs. Þar segir meðal annars að hver sem brýtur gegn friðhelgi einkalífs annars með því að hnýsast í, útbúa, afla, afrita, sýna, skýra frá, birta eða dreifa í heimildarleysi skjölum, gögnum, myndefni, upplýsingum eða sambærilegu efni um einkamálefni viðkomandi, hvort heldur sem er á stafrænu eða hliðrænu formi, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári, enda sé háttsemin til þess fallin að valda brotaþola tjóni. Vísir sendi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrirspurn í gær þar sem falast var eftir svörum um það hvort embættinu hefði borist kæra vegna máls Gunnars Bergmanns og eftir atvikum hvort rannsókn á málinu væri hafin. Þeirri fyrirspurn hefur ekki verið svarað. Upptökur á Reykjavík Edition Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Lögreglumál Hvalveiðar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Þetta segir í svari embættisins við fyrirspurn Vísis. Þar segir jafnframt að embættið muni ekki tjá sig frekar um niðurstöðu skoðunarinnar. Gripinn við að tala óvarlega um fyrirætlanir föður síns Málið hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki eftir Jón Gunnarsson, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu og faðir Gunnars Bergmanns, vakti athygli á því í færslu á Facebook. Það gerði hann áður en Heimildin birti umfjöllun sína sem byggði á leynilegri upptöku huldumanns við Gunnar Bergmann, fasteignasala og fyrrverandi framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna. Í upptökunum sést og heyrist Gunnar Bergmann tala fjálglega um meint afskipti föður hans af veitingu leyfis til hvalaveiða. Hann sagði til að mynda að faðir sinn hefði fallist á að taka fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Kraganum gegn því að fá stöðu í matvælaráðuneytinu. Þar hafi hann ætlað að veita „vini sínum“ Kristjáni Loftssyni leyfi til hvalveiða. Gunnar Bergmann boðaður í viðtal Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að Gunnar Bergmann hafi verið boðaður í viðtal hjá lögreglunni daginn sem Heimildin birti umfjöllun sína. Fréttastofa sendi fyrirspurn til Ríkislögreglustjóra vegna málsins í daginn eftir til að óska eftir upplýsingum um hvort málið hefði verið kært eða hvort ríkislögreglustjóri hyggðist hefja frumkvæðisrannsókn í málinu. Í svari embættisins kom fram að greiningardeild Embættis ríkislögreglustjóra rannsaki brot sem varða landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum eins og þau eru skilgreind í X. og XI. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Brot gegn XXV. kafla hegningarlaga væru rannsökuð af lögreglu í því umdæmi sem brot eiga sér stað. Þá hafi embættið ekki verið með umrætt mál til rannsóknar en myndi kanna málsatvik sem varða meinta háttsemi erlends fyrirtækis. Nú er þeirri skoðun lokið og frekar verður ekki aðhafst vegna málsins. Engin svör fengist frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu Brot samkvæmt XXV. kafla almennra hegningalaga varða ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs. Þar segir meðal annars að hver sem brýtur gegn friðhelgi einkalífs annars með því að hnýsast í, útbúa, afla, afrita, sýna, skýra frá, birta eða dreifa í heimildarleysi skjölum, gögnum, myndefni, upplýsingum eða sambærilegu efni um einkamálefni viðkomandi, hvort heldur sem er á stafrænu eða hliðrænu formi, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári, enda sé háttsemin til þess fallin að valda brotaþola tjóni. Vísir sendi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrirspurn í gær þar sem falast var eftir svörum um það hvort embættinu hefði borist kæra vegna máls Gunnars Bergmanns og eftir atvikum hvort rannsókn á málinu væri hafin. Þeirri fyrirspurn hefur ekki verið svarað.
Upptökur á Reykjavík Edition Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Lögreglumál Hvalveiðar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira