Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2024 11:20 Í nýlegri grein Ragnars Þórs Ingólfssonar er fjallað um hvort skattleggja eigi lífeyri áður en lagt er inn á lífeyrissjóðina eða út. Þar eru lagðar fram ýmis konar tölur sem skipta í raun engu máli þegar svara á þeirri spurningu. En þær líta vel út og það hljómar vel að nota tilvísun í traust landsmanna til lífeyrissjóða eða hræða fólk með bólum og hruni. Nú er ég efasemdarmaður um ýmislegt. Líka um lífeyrissjóðina. Mér finnst erfitt að þurfa að treysta lífeyrissjóðum fyrir ávöxtun á lífeyri yfir heila mannsævi þar sem það eru alveg dæmi um einstaka lífeyrissjóði sem hafa þurrkast út vegna lélegra fjárfestinga. Sjónhverfing En til hvers eru verið að rökræða hvort það eigi að greiða skatt fyrir eða eftir greiðslu inn í lífeyrissjóð? Jú, Flokkur fólksins vill nota skattheimtu af greiðslunum sem fást af því að greiða inn í lífeyriskerfið til þess að fjármagna alls konar opinber verkefni. Þau búast við einhverjum 90 milljörðum á ári í tekjuaukningu fyrir ríkið vegna þess. Ég verð að segja að þetta er sjónhverfing. Af hverju? Jú, ef það eru teknir 90 milljarðar úr greiðslum inn í lífeyrissjóðina þá eru þeir ekki til staðar þegar greiða á úr lífeyrissjóðunum. Það þýðir, að öllu óbreyttu miðað við verðlagsþróun, að reikningsdæmið kemur út á núlli. 90 milljarðar úr lífeyriskerfinu fyrir inngreiðslu þýðir þá bókstaflega 90 milljarðar í mínus á hinum endanum. Það gerist vissulega ekki strax, þetta er því bara tímabundin tilfærsla á fjármagni frá framtíðarkynslóðum. Rökin eru, þessu til viðbótar, að fólk treystir ekki lífeyrissjóðunum. Að fjármagn þeirra hafi þurrkast upp í bólu og hruni. Á meðan það er rétt, þá var það tímabundið. Virði eigna þeirra hækkaði aftur í verði og tapið vannst til baka. Það er nefnilega yfirleitt þannig að þegar einhver rekstur verður gjaldþrota þá hverfur ekki þörfin fyrir þjónustunni sem sá rekstur sinnir. Annar tekur við og heldur áfram. Og ef þetta eru rökin, 90 milljarðar úr lífeyrissjóðum í ríkissjóð af því að fólk vantreystir lífeyrissjóðum þá er ágætt að muna að fólk vantreystir ríkissjóði enn minna. Ríkið hefur farið út alls konar fjárfestingar sem hafa hrunið all svakalega. Íbúðalánasjóður er ágætis dæmi um slíkt klúður. Stóru tölurnar Það þarf alveg að ræða lífeyrissjóðina - í samhengi við samkeppnismál. Í samhengi við spillingu, jeppa, fjölda, lýðræðis og alls konar vandamála sem óhjákvæmilega koma upp í kringum mikið magn af peningum. En 90 milljarðar er líka mikið magn af peningum og stjórnmálamönnum er alveg jafn illa treystandi fyrir miklu magni af almannafé. Það er alveg hægt að ímynda sér að ríkið fari í betri fjárfestingar fyrir þessa 90 milljarða en lífeyrissjóðirnir en ég myndi segja að líkurnar á því séu ekkert svakalega góðar. Það sem er hins vegar algerlega kristalskýrt er að minni innkoma lífeyrissjóðanna hefur bein áhrif á vænt lífeyrisréttindi. Það er gert ráð fyrir ávöxtun ofan á þessa 90 milljarða og ef sú ávöxtun stenst þá græða bæði lífeyrisþegar og ríkið fær hærri skattheimtu líka. Í samhengi þess að við erum að tala hérna um stórar tölur þá hafa einstaka gjaldþrot, jafnvel stærri fyrirtækja eða jafnvel efnahagshruns, í rauninni lítil sem engin áhrif til lengri tíma. Hagkerfið er nefnilega stærð sem hverfis í kringum fjölda fólks og samfélagslega velsæld. Einstaka efnahagsleg áföll breyta engu um þessar stærðir. Það er lögmál hagkerfa sem þarf að hafa grundvallarskilning á til þess að sjá heildarsamhengið. Heildarsamhengið Hagkerfið verður alltaf til staðar, óháð því hvað okkur finnst um það. Óháð því hvort það komi bóla eða hrun. Það kemur alltaf til baka því efnahagslegt virði þess er einfaldlega fólkið sem býr í landinu. Hagkerfið getur minnkað og stækkað sem breytir í rauninni engu um lífskjör - nema við breytum því hvernig gæði skiptast á milli fólks. Ef fáir fá mikið þá erum við með slæmt hagkerfi þar sem fátækt ríkir. Ef allir fá jafnt erum við líka með ósanngjarnt hagkerfi þar sem framtakssemi er ekki verðlaunuð. Hagkerfið er þegar allt kemur til alls ákveðin jafnvægislist þess hvernig við skiptum með okkur sameiginlegum gæðum. Þau gæði vegast svo á við sömu gæði í öðrum hagkerfum (annara landa) sem segir til um hversu auðug við erum í samanburði við aðra. Lífeyrisréttindi fólks er ákveðinn framtíðarauður. Að tryggja fólki góða framfærslu á efri árum er efnahagslega góð ákvörðun. Hvernig við gerum það er ekki auðveld spurning að svara en lífeyrissjóðskerfið hefur staðist álagið í samanburði við aðrar lausnir í öðrum löndum. Það þýðir ekki að við eigum að hætta að gera betur - en á sama tíma þýðir það að við getum ekki tekið 90 milljarða úr kerfinu sísvona með sjónhverfingu um að það auki einhvern vegin tekjur ríkisins. Ekki án þess að sýna það skýrt hvernig það minnkar ekki lífeyrisréttindi fólks. Höfundur er þingmaður og oddviti Pírata í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein Ragnars Þórs Ingólfssonar er fjallað um hvort skattleggja eigi lífeyri áður en lagt er inn á lífeyrissjóðina eða út. Þar eru lagðar fram ýmis konar tölur sem skipta í raun engu máli þegar svara á þeirri spurningu. En þær líta vel út og það hljómar vel að nota tilvísun í traust landsmanna til lífeyrissjóða eða hræða fólk með bólum og hruni. Nú er ég efasemdarmaður um ýmislegt. Líka um lífeyrissjóðina. Mér finnst erfitt að þurfa að treysta lífeyrissjóðum fyrir ávöxtun á lífeyri yfir heila mannsævi þar sem það eru alveg dæmi um einstaka lífeyrissjóði sem hafa þurrkast út vegna lélegra fjárfestinga. Sjónhverfing En til hvers eru verið að rökræða hvort það eigi að greiða skatt fyrir eða eftir greiðslu inn í lífeyrissjóð? Jú, Flokkur fólksins vill nota skattheimtu af greiðslunum sem fást af því að greiða inn í lífeyriskerfið til þess að fjármagna alls konar opinber verkefni. Þau búast við einhverjum 90 milljörðum á ári í tekjuaukningu fyrir ríkið vegna þess. Ég verð að segja að þetta er sjónhverfing. Af hverju? Jú, ef það eru teknir 90 milljarðar úr greiðslum inn í lífeyrissjóðina þá eru þeir ekki til staðar þegar greiða á úr lífeyrissjóðunum. Það þýðir, að öllu óbreyttu miðað við verðlagsþróun, að reikningsdæmið kemur út á núlli. 90 milljarðar úr lífeyriskerfinu fyrir inngreiðslu þýðir þá bókstaflega 90 milljarðar í mínus á hinum endanum. Það gerist vissulega ekki strax, þetta er því bara tímabundin tilfærsla á fjármagni frá framtíðarkynslóðum. Rökin eru, þessu til viðbótar, að fólk treystir ekki lífeyrissjóðunum. Að fjármagn þeirra hafi þurrkast upp í bólu og hruni. Á meðan það er rétt, þá var það tímabundið. Virði eigna þeirra hækkaði aftur í verði og tapið vannst til baka. Það er nefnilega yfirleitt þannig að þegar einhver rekstur verður gjaldþrota þá hverfur ekki þörfin fyrir þjónustunni sem sá rekstur sinnir. Annar tekur við og heldur áfram. Og ef þetta eru rökin, 90 milljarðar úr lífeyrissjóðum í ríkissjóð af því að fólk vantreystir lífeyrissjóðum þá er ágætt að muna að fólk vantreystir ríkissjóði enn minna. Ríkið hefur farið út alls konar fjárfestingar sem hafa hrunið all svakalega. Íbúðalánasjóður er ágætis dæmi um slíkt klúður. Stóru tölurnar Það þarf alveg að ræða lífeyrissjóðina - í samhengi við samkeppnismál. Í samhengi við spillingu, jeppa, fjölda, lýðræðis og alls konar vandamála sem óhjákvæmilega koma upp í kringum mikið magn af peningum. En 90 milljarðar er líka mikið magn af peningum og stjórnmálamönnum er alveg jafn illa treystandi fyrir miklu magni af almannafé. Það er alveg hægt að ímynda sér að ríkið fari í betri fjárfestingar fyrir þessa 90 milljarða en lífeyrissjóðirnir en ég myndi segja að líkurnar á því séu ekkert svakalega góðar. Það sem er hins vegar algerlega kristalskýrt er að minni innkoma lífeyrissjóðanna hefur bein áhrif á vænt lífeyrisréttindi. Það er gert ráð fyrir ávöxtun ofan á þessa 90 milljarða og ef sú ávöxtun stenst þá græða bæði lífeyrisþegar og ríkið fær hærri skattheimtu líka. Í samhengi þess að við erum að tala hérna um stórar tölur þá hafa einstaka gjaldþrot, jafnvel stærri fyrirtækja eða jafnvel efnahagshruns, í rauninni lítil sem engin áhrif til lengri tíma. Hagkerfið er nefnilega stærð sem hverfis í kringum fjölda fólks og samfélagslega velsæld. Einstaka efnahagsleg áföll breyta engu um þessar stærðir. Það er lögmál hagkerfa sem þarf að hafa grundvallarskilning á til þess að sjá heildarsamhengið. Heildarsamhengið Hagkerfið verður alltaf til staðar, óháð því hvað okkur finnst um það. Óháð því hvort það komi bóla eða hrun. Það kemur alltaf til baka því efnahagslegt virði þess er einfaldlega fólkið sem býr í landinu. Hagkerfið getur minnkað og stækkað sem breytir í rauninni engu um lífskjör - nema við breytum því hvernig gæði skiptast á milli fólks. Ef fáir fá mikið þá erum við með slæmt hagkerfi þar sem fátækt ríkir. Ef allir fá jafnt erum við líka með ósanngjarnt hagkerfi þar sem framtakssemi er ekki verðlaunuð. Hagkerfið er þegar allt kemur til alls ákveðin jafnvægislist þess hvernig við skiptum með okkur sameiginlegum gæðum. Þau gæði vegast svo á við sömu gæði í öðrum hagkerfum (annara landa) sem segir til um hversu auðug við erum í samanburði við aðra. Lífeyrisréttindi fólks er ákveðinn framtíðarauður. Að tryggja fólki góða framfærslu á efri árum er efnahagslega góð ákvörðun. Hvernig við gerum það er ekki auðveld spurning að svara en lífeyrissjóðskerfið hefur staðist álagið í samanburði við aðrar lausnir í öðrum löndum. Það þýðir ekki að við eigum að hætta að gera betur - en á sama tíma þýðir það að við getum ekki tekið 90 milljarða úr kerfinu sísvona með sjónhverfingu um að það auki einhvern vegin tekjur ríkisins. Ekki án þess að sýna það skýrt hvernig það minnkar ekki lífeyrisréttindi fólks. Höfundur er þingmaður og oddviti Pírata í Reykjavík suður.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun