XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 09:12 Samfélag sem setur börnin sín í forgang leggur traustan grunn að farsæld og jöfnuði fyrir komandi kynslóðir. Á síðustu árum hefur Framsókn leitt umfangsmiklar umbætur í þágu barna og fjölskyldna, undir forystu mennta- og barnamálaráðherra. Þessi aðgerðir hafa gjörbreytt þjónustu og þegar sýnt fram á raunverulegan árangur. Börnin eru mikilvægasta fjárfestingin Líðan barna og ungmenna er einhver mikilvægasti spegill samfélagsins. Þess vegna höfum við forgangsraðað því að efla stuðning við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra, bæði innan skólakerfisins og utan. Aðgerðir á borð við innleiðingu farsældarlaganna hafa breytt umgjörð stuðningsþjónustu, þar sem börn og fjölskyldur eiga nú rétt á sérstökum tengilið og auknu aðgengi að nauðsynlegri þjónustu. Við höfum einnig innleitt gjaldfrjálsar skólamáltíðir, fjárfest í íþrótta- og frístundastarfi til að tryggja jöfn tækifæri fyrir börn til þátttöku óháð efnahag, lengt fæðingarorlof úr 9 í 12 mánuði og hækkað hámarksgreiðslur. Árangur sem skilar sér í betri lífsgæðum Markviss vinna síðustu ára hefur þegar skilað sér í bættri líðan barna. Andleg heilsa hefur batnað, kvíði minnkað og einelti farið minnkandi. Fjölskyldur finna nú fyrir meiri samfellu í þjónustu, sem auðveldar þeim að takast á við áskoranir. Þetta eru ekki bara tölfræðileg gögn – heldur upplýsingar sem endurspegla raunverulegar breytingar er hafa áhrif á daglegt líf fólks. Framtíðin er í okkar höndum Þrátt fyrir árangur er ljóst að verkefnið er langt frá því að vera lokið. Á næstu árum ætlum við í Framsókn að leggja ríka áherslu á að útrýma biðlistum eftir greiningu og stuðningi með innleiðingu sérstakrar þjónustutryggingar. Skilgreindur verður hámarksbiðtími eftir þjónustu- og greiningarúrræðum, ef ríkið uppfyllir ekki þjónustu að þeim tíma liðnum, færist úrlausnarefnið til einkaaðila. Einnig viljum við gera námsgögn gjaldfrjáls fyrir öll skólastig, tryggja öllum börnum þátttöku í íþróttum og frístundastarfi óháð efnahag og lengja fæðingarorlof í 18 mánuði.Það er ljóst að breytingar sem þessar krefjast staðfestu og skýrrar framtíðarsýnar. En ef við vinnum saman að því að byggja upp samfélag þar sem öll börn fá jöfn tækifæri, þá er framtíðin björt.Ég er tilbúin að leggja mig alla fram á þessari vegferð og treysti á stuðning ykkar, setjum X við B á laugardaginn.Höfundur er í öðru sæti fyrir Framsókn í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Samfélag sem setur börnin sín í forgang leggur traustan grunn að farsæld og jöfnuði fyrir komandi kynslóðir. Á síðustu árum hefur Framsókn leitt umfangsmiklar umbætur í þágu barna og fjölskyldna, undir forystu mennta- og barnamálaráðherra. Þessi aðgerðir hafa gjörbreytt þjónustu og þegar sýnt fram á raunverulegan árangur. Börnin eru mikilvægasta fjárfestingin Líðan barna og ungmenna er einhver mikilvægasti spegill samfélagsins. Þess vegna höfum við forgangsraðað því að efla stuðning við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra, bæði innan skólakerfisins og utan. Aðgerðir á borð við innleiðingu farsældarlaganna hafa breytt umgjörð stuðningsþjónustu, þar sem börn og fjölskyldur eiga nú rétt á sérstökum tengilið og auknu aðgengi að nauðsynlegri þjónustu. Við höfum einnig innleitt gjaldfrjálsar skólamáltíðir, fjárfest í íþrótta- og frístundastarfi til að tryggja jöfn tækifæri fyrir börn til þátttöku óháð efnahag, lengt fæðingarorlof úr 9 í 12 mánuði og hækkað hámarksgreiðslur. Árangur sem skilar sér í betri lífsgæðum Markviss vinna síðustu ára hefur þegar skilað sér í bættri líðan barna. Andleg heilsa hefur batnað, kvíði minnkað og einelti farið minnkandi. Fjölskyldur finna nú fyrir meiri samfellu í þjónustu, sem auðveldar þeim að takast á við áskoranir. Þetta eru ekki bara tölfræðileg gögn – heldur upplýsingar sem endurspegla raunverulegar breytingar er hafa áhrif á daglegt líf fólks. Framtíðin er í okkar höndum Þrátt fyrir árangur er ljóst að verkefnið er langt frá því að vera lokið. Á næstu árum ætlum við í Framsókn að leggja ríka áherslu á að útrýma biðlistum eftir greiningu og stuðningi með innleiðingu sérstakrar þjónustutryggingar. Skilgreindur verður hámarksbiðtími eftir þjónustu- og greiningarúrræðum, ef ríkið uppfyllir ekki þjónustu að þeim tíma liðnum, færist úrlausnarefnið til einkaaðila. Einnig viljum við gera námsgögn gjaldfrjáls fyrir öll skólastig, tryggja öllum börnum þátttöku í íþróttum og frístundastarfi óháð efnahag og lengja fæðingarorlof í 18 mánuði.Það er ljóst að breytingar sem þessar krefjast staðfestu og skýrrar framtíðarsýnar. En ef við vinnum saman að því að byggja upp samfélag þar sem öll börn fá jöfn tækifæri, þá er framtíðin björt.Ég er tilbúin að leggja mig alla fram á þessari vegferð og treysti á stuðning ykkar, setjum X við B á laugardaginn.Höfundur er í öðru sæti fyrir Framsókn í Reykjavík Norður.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar