Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. nóvember 2024 11:31 Heilbrigðisstarfsmenn hafa gagnrýnt þjónustuna en hún er víða í boði erlendis. Getty Mál heilbrigðisfyrirtækisins Intuens er enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu, segir í skriflegum svörum embættisins við fyrirspurn fréttastofu. Ekki er hægt að veita upplýsingar um vinnslu málsins né næstu skref á meðan. Málið varðar nýja þjónustu Intuens sem felst í heilskimun líkamans með segulómrannsókn. Fyrirtækið hugðist bjóða upp á skimunina á síðasta ári en var gert afturreka með ákvörðunina í kjölfar gagnrýni landslæknisembættisins og ýmissa heilbrigðisstarfsmanna. Læknar sem tjáðu sig um þjónustuna sögðu meðal annars að verið væri að hafa fé af fólki að ástæðulausu og að vænta mætti þess að alls kyns frávik gætu fundist sem kölluðu á frekari rannsóknir í heilbrigðiskerfinu en hefðu aldrei valdið viðkomandi nokkrum skaða. Ástæðulausar heilskimanir myndu óneitanlega valda auknu álagi í heilbrigðiskerfinu. Landlæknisembættið ákvað að banna Intuens að veita þjónustuna og fyrirtækið hætti við en fór að bjóða upp á rannsóknir gegn tilvísun. Heilbrigðisráðuneytið ógilti hins vegar ákvörðun landlæknisembættisins í september síðastliðnum og í kjölfarið hefur verið hægt að bóka svokallaða „heilskoðun“ hjá Intuens. Neytendur geta þá ýmist komið með eigin tilvísun frá lækni eða fengið tilvísun frá lækni á vegum Intuens eftir að sjúkrasaga hefur verið tekin í gegnum síma. Fréttastofa spurði landlæknisembættið hvar málið væri statt, nú þegar ráðuneytið hefði skikkað það til að taka það upp að nýju; hvort embættið hygðist hafa frekari afskipti af þjónustunni eða heimila hana. „Málinu var vísað til nýrrar meðferðar hjá embætti landlæknis og þar er málið statt. Þar sem málið er enn til meðferðar þá er getur embættið ekki veitt upplýsingar um vinnslu þess eða næstu vendingar,“ sagði í svari landlæknisembættisins. Heilbrigðismál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Málið varðar nýja þjónustu Intuens sem felst í heilskimun líkamans með segulómrannsókn. Fyrirtækið hugðist bjóða upp á skimunina á síðasta ári en var gert afturreka með ákvörðunina í kjölfar gagnrýni landslæknisembættisins og ýmissa heilbrigðisstarfsmanna. Læknar sem tjáðu sig um þjónustuna sögðu meðal annars að verið væri að hafa fé af fólki að ástæðulausu og að vænta mætti þess að alls kyns frávik gætu fundist sem kölluðu á frekari rannsóknir í heilbrigðiskerfinu en hefðu aldrei valdið viðkomandi nokkrum skaða. Ástæðulausar heilskimanir myndu óneitanlega valda auknu álagi í heilbrigðiskerfinu. Landlæknisembættið ákvað að banna Intuens að veita þjónustuna og fyrirtækið hætti við en fór að bjóða upp á rannsóknir gegn tilvísun. Heilbrigðisráðuneytið ógilti hins vegar ákvörðun landlæknisembættisins í september síðastliðnum og í kjölfarið hefur verið hægt að bóka svokallaða „heilskoðun“ hjá Intuens. Neytendur geta þá ýmist komið með eigin tilvísun frá lækni eða fengið tilvísun frá lækni á vegum Intuens eftir að sjúkrasaga hefur verið tekin í gegnum síma. Fréttastofa spurði landlæknisembættið hvar málið væri statt, nú þegar ráðuneytið hefði skikkað það til að taka það upp að nýju; hvort embættið hygðist hafa frekari afskipti af þjónustunni eða heimila hana. „Málinu var vísað til nýrrar meðferðar hjá embætti landlæknis og þar er málið statt. Þar sem málið er enn til meðferðar þá er getur embættið ekki veitt upplýsingar um vinnslu þess eða næstu vendingar,“ sagði í svari landlæknisembættisins.
Heilbrigðismál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira