Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar 4. desember 2024 07:34 Nú brestur á sá tími árs þar sem jólaskreytingar standa sem hæst. En má skreyta út í hið óendanlega? Eru einhver takmörk fyrir því hversu mikið og hvernig má skreyta? Sitt sýnist hverjum um hvað teljist hæfilegar jólaskreytingar. Þá eru auðvitað skiptar skoðanir um hvað teljist til fallegra skreytinga og hverjar teljist hreinlega vera ljósmengun. Það hefur jafnvel verið gengið svo langt að tala um að ljósvíkingar gangi af göflunum á þessum tíma árs og að mestu jólaálfarnir fari á skreytingarfyllerí! Má minna í fjölbýlishús? Það er gjarnan þannig í fjölbýlishúsum að fólk skiptist í tvær fylkingar. Annars vegar hófstilltir íbúar sem vilja engar eða litlar skreytingar og svo íbúar sem telja hús aldrei oflýst og ofskreytt. Meginreglan er sú að meirihlutinn ræður því hvernig og hversu mikið fjölbýlishúsið skuli lýst og skreytt. Eru allir eigendur bundnir við slíka ákvörðun og skyldugir að taka þátt í kostnaðinum. Það er þó háð því að jólalýsingin og skreytingarnar séu ekki úr hófi eða ljósmengun sé of mikil svo það gangi gegn friðhelgi einkalífs íbúa hússins. Það gæti því þurft samþykki allra í fjölbýlishúsinu ef skreytingarnar eru langt umfram það sem almennt gengur og gerist. Þeir sem eru á móti eru a.m.k. ekki skyldugir til að taka þátt í kostnaðinum. Það getur þó verið matskennt hvað teljist vera eðlilegt og hófstillt í þessum efnum. Alla jafna koma húseigendur sér þó saman um þessi atriði. Svo eru til dæmi um öfgar í hina áttina, þ.e. að húsfélag fjöleignarhúss ákveður að hafa engar sameiginlegar jólaskreytingar eða jafnvel leggja bann við að eigendur setji upp eigin jólaskraut á svalir sínar og glugga. Slíkt bann húsfélags fær líklega ekki staðist enda hefur húsfélag ekki vald til að grípa svo afgerandi inn í eignarrétt og eignarráð eigenda einstakra séreignarhluta. Hins vegar gæti húsfélag sett nánari reglum um jólaljós, umfang þeirra og sett því ákveðnar skorður. Þá þekkist það að arkitektar húsa hafi bannað jólaljós svo sköpunarverk þeirra njóti sín. Ef einhver íbúðareigandi heldur ekki jól, t.d. af trúarlegum ástæðum, þá verður hann allt að einu að lúta meirihluta ákvörðun og una við uppsett ljós og skraut. Viðkomandi verður meira að segja að borga sinn hlut í skreytingunum. Reglur fjöleignarhúsalaga miðast við venjulegt fólk og meðalhóf og eigendur með sérþarfir eiga ekki kröfu á því að aðrir eigendur taki tillit til þess og lagi sig að þeim. Reglulega hefur verið leitað til Húseigendafélagsins vegna jólaskreytinga og jólaljósa í gegnum árin. Meiri skreytingagleði í sérbýli Það eru oft eigendur sérbýlis sem ganga hvað lengst í ljósadýrðinni og má segja að sum hús og lóðir standi í ljósum logum í desember. Það er augljóst að miklar ljósaseríur og ekki síst þær blikkandi geta plagað þá sem í nágrenninu búa og vilja hafa frið og ró. Fólk hefur þó yfirleitt sýnt þessu umburðarlyndi með það í huga að þetta gangi yfir og taki fljótt af. Reyndar er það svo að það er alltaf að verða fyrr og fyrr sem landsmenn byrja að jólaskreyta. Í sumum tilvikum hafa nágrannar þeirra sem mest skreyta orðið fyrir átroðningi og jafnvel tjóni af völdum þeirra sem engin lóðarmörk virða til að komast til að berja jólaskreytingar augum. Um jólaskreytingar og jólaljós í sérbýli gilda engar sérstakar skráðar réttarreglur. Ef slíkt veldur nágrönnum ónæði þá er það ónæði sérstakt því það er árstíðabundið. Hér er litið til óskráðra reglna grenndarréttar sem gilda um hagnýtingu fasteigna og setja eigendum þeirra skorður af tilliti til nágranna. Eigandi fasteignar má gera það á sinni fasteign sem er venjulegt og eðlilegt og nágranninn verður að sætta sig við það. Nágranni verður að þola það sem telst eðlilegt og venjulegt ef það fer ekki yfir strikið og veldur nágrannanum ónæði umfram það sem hann verður að þola og er venjulegt. Hvað er svo venjulegt og eðlilegt og hvenær er út fyrir þau mörk komið er svo matsatriði. Við mat á því hvort skreytingar og tilfæringar séu venjulegar og eðlilegar verður að horfa til þess sem almennt viðgengst og almenningsálitið og tíðarandinn telur við hæfi á hverjum tíma. Horfa þyrfti til þess að ekki er um viðvarandi ástand að ræða og þá er væntanlega um aukið athafnafrelsi að ræða í þessum efnum um jólin. Þótt ónæði geti verið umtalsvert og í sumum tilvikum óþolandi þá er yfirleitt ekki tími eða efni til að grípa til lagalegra úrræða. Yfirleitt er látið sitja við kvörtunarbréf en eins er hægt að leita til lögreglu ef svefnfriði er raskað með hljóðum eða ljósum. Það er það helsta sem kvartað er yfir auk átroðningsins við mest skreyttu húsin. Höfundur er lögmaður og formaður Húseigendafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Jólaskraut Jól Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú brestur á sá tími árs þar sem jólaskreytingar standa sem hæst. En má skreyta út í hið óendanlega? Eru einhver takmörk fyrir því hversu mikið og hvernig má skreyta? Sitt sýnist hverjum um hvað teljist hæfilegar jólaskreytingar. Þá eru auðvitað skiptar skoðanir um hvað teljist til fallegra skreytinga og hverjar teljist hreinlega vera ljósmengun. Það hefur jafnvel verið gengið svo langt að tala um að ljósvíkingar gangi af göflunum á þessum tíma árs og að mestu jólaálfarnir fari á skreytingarfyllerí! Má minna í fjölbýlishús? Það er gjarnan þannig í fjölbýlishúsum að fólk skiptist í tvær fylkingar. Annars vegar hófstilltir íbúar sem vilja engar eða litlar skreytingar og svo íbúar sem telja hús aldrei oflýst og ofskreytt. Meginreglan er sú að meirihlutinn ræður því hvernig og hversu mikið fjölbýlishúsið skuli lýst og skreytt. Eru allir eigendur bundnir við slíka ákvörðun og skyldugir að taka þátt í kostnaðinum. Það er þó háð því að jólalýsingin og skreytingarnar séu ekki úr hófi eða ljósmengun sé of mikil svo það gangi gegn friðhelgi einkalífs íbúa hússins. Það gæti því þurft samþykki allra í fjölbýlishúsinu ef skreytingarnar eru langt umfram það sem almennt gengur og gerist. Þeir sem eru á móti eru a.m.k. ekki skyldugir til að taka þátt í kostnaðinum. Það getur þó verið matskennt hvað teljist vera eðlilegt og hófstillt í þessum efnum. Alla jafna koma húseigendur sér þó saman um þessi atriði. Svo eru til dæmi um öfgar í hina áttina, þ.e. að húsfélag fjöleignarhúss ákveður að hafa engar sameiginlegar jólaskreytingar eða jafnvel leggja bann við að eigendur setji upp eigin jólaskraut á svalir sínar og glugga. Slíkt bann húsfélags fær líklega ekki staðist enda hefur húsfélag ekki vald til að grípa svo afgerandi inn í eignarrétt og eignarráð eigenda einstakra séreignarhluta. Hins vegar gæti húsfélag sett nánari reglum um jólaljós, umfang þeirra og sett því ákveðnar skorður. Þá þekkist það að arkitektar húsa hafi bannað jólaljós svo sköpunarverk þeirra njóti sín. Ef einhver íbúðareigandi heldur ekki jól, t.d. af trúarlegum ástæðum, þá verður hann allt að einu að lúta meirihluta ákvörðun og una við uppsett ljós og skraut. Viðkomandi verður meira að segja að borga sinn hlut í skreytingunum. Reglur fjöleignarhúsalaga miðast við venjulegt fólk og meðalhóf og eigendur með sérþarfir eiga ekki kröfu á því að aðrir eigendur taki tillit til þess og lagi sig að þeim. Reglulega hefur verið leitað til Húseigendafélagsins vegna jólaskreytinga og jólaljósa í gegnum árin. Meiri skreytingagleði í sérbýli Það eru oft eigendur sérbýlis sem ganga hvað lengst í ljósadýrðinni og má segja að sum hús og lóðir standi í ljósum logum í desember. Það er augljóst að miklar ljósaseríur og ekki síst þær blikkandi geta plagað þá sem í nágrenninu búa og vilja hafa frið og ró. Fólk hefur þó yfirleitt sýnt þessu umburðarlyndi með það í huga að þetta gangi yfir og taki fljótt af. Reyndar er það svo að það er alltaf að verða fyrr og fyrr sem landsmenn byrja að jólaskreyta. Í sumum tilvikum hafa nágrannar þeirra sem mest skreyta orðið fyrir átroðningi og jafnvel tjóni af völdum þeirra sem engin lóðarmörk virða til að komast til að berja jólaskreytingar augum. Um jólaskreytingar og jólaljós í sérbýli gilda engar sérstakar skráðar réttarreglur. Ef slíkt veldur nágrönnum ónæði þá er það ónæði sérstakt því það er árstíðabundið. Hér er litið til óskráðra reglna grenndarréttar sem gilda um hagnýtingu fasteigna og setja eigendum þeirra skorður af tilliti til nágranna. Eigandi fasteignar má gera það á sinni fasteign sem er venjulegt og eðlilegt og nágranninn verður að sætta sig við það. Nágranni verður að þola það sem telst eðlilegt og venjulegt ef það fer ekki yfir strikið og veldur nágrannanum ónæði umfram það sem hann verður að þola og er venjulegt. Hvað er svo venjulegt og eðlilegt og hvenær er út fyrir þau mörk komið er svo matsatriði. Við mat á því hvort skreytingar og tilfæringar séu venjulegar og eðlilegar verður að horfa til þess sem almennt viðgengst og almenningsálitið og tíðarandinn telur við hæfi á hverjum tíma. Horfa þyrfti til þess að ekki er um viðvarandi ástand að ræða og þá er væntanlega um aukið athafnafrelsi að ræða í þessum efnum um jólin. Þótt ónæði geti verið umtalsvert og í sumum tilvikum óþolandi þá er yfirleitt ekki tími eða efni til að grípa til lagalegra úrræða. Yfirleitt er látið sitja við kvörtunarbréf en eins er hægt að leita til lögreglu ef svefnfriði er raskað með hljóðum eða ljósum. Það er það helsta sem kvartað er yfir auk átroðningsins við mest skreyttu húsin. Höfundur er lögmaður og formaður Húseigendafélagsins.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun