Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar 4. desember 2024 09:33 Hræðsluáróður að Evrópusambandið ætli að hirða upp allar auðlindir Íslands ef til aðildar kæmi dúkkaði upp í kringum kosningarnar. Sérstaklega hefur verið haldið á lofti þeirri gömlu mýtu að ESB myndi neyða Íslendinga til að leggja sæstreng til Evrópu. Þar með myndi bæði orka fara út landi og raforkuverð hækka hér á landi. Ekki hafa verið færð nein rök fyrir því hvernig í ósköpunum ESB ætli að geta þvingað Íslendinga til að samþykkja slíkan gjörning! Halda menn virkilega að ESB myndi eyða hátt í 1000 millljörðum án samráðs við íslensk stjórnvöld og dúkka hér upp við land með rafstreng og heimta að fá að stinga í samband? Enginn stjórnmálaflokkur, hagsmunasamtök, stofnanir eða fyrirtæki hafa lýst yfir stuðningi við slík áform. Eina hreyfingin í þá átt var þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar setti málið á dagskrá þegar David Cameron forsætisráðherra Breta kom í opinbera heimsókn hingað til lands árið 2015. Málið var fljótlega slegið út af borðinu því lagning slíks orkustreng er mjög dýr og tæknilega erfið þannig að erfitt væri að sjá skynsemi slíkrar framkvæmdar. Ef aðstæður myndu hins vegar breytast væri það alltaf á forræði íslenskra stjórnvalda að ákveða hvernig og á hvaða forsendum það yrði gert. Í því sambandi má benda á að langflestir íslenskir stjórmálamenn lýstu því yfir í undangenginni kosningabaráttu að við ætum að nýta nýja orkukosti hér innanlands á næstu áratugum til að efla íslensktatvinnulíf. Íslendingar stjórna því hér ferðinni og það mun ekkert breytast þótt við sæktum um aðild að ESB. Evrópusambandið er samband fullvalda ríkja og það gengur út á gagnkvæma virðingu fyrir eignarrétti. ESB hefur aldrei gengið gegn grundvallarhagsmunum neinna aðildaþjóða sinna. Svíar hafa til dæmis fulla stjórn á sínu járngrýti, Finnar yfir skógunum sínum, Bretar höfðu full yfirráð yfir olíulindum sínum og Ítalir ráða hvernig ólívuolíuframleiðslu sinni er háttað. ESB myndi því aldrei ganga gegn okkar hagsmunum í þessu tilfelli. Valdið er okkar. Það er ljótur leikur að hræða almenning með órökstuddum fullyrðingum. Hefjum umræðuna um kosti og galla ESB aðildar án þess að grípa til hræðsluáróðurs sem einungis er til að skemmta skrattanum. Andstæðingar ESB aðildar hljóta geta höfðað til hins upplýsta en ekki haldið á lofti órökstuddu lýðskrumi. Höfundur er með M.Sc. gráðu í Evrópufræðum frá London School of Economics og er áhugamaður um Evrópumál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Utanríkismál Evrópusambandið Sæstrengir Andrés Pétursson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Hræðsluáróður að Evrópusambandið ætli að hirða upp allar auðlindir Íslands ef til aðildar kæmi dúkkaði upp í kringum kosningarnar. Sérstaklega hefur verið haldið á lofti þeirri gömlu mýtu að ESB myndi neyða Íslendinga til að leggja sæstreng til Evrópu. Þar með myndi bæði orka fara út landi og raforkuverð hækka hér á landi. Ekki hafa verið færð nein rök fyrir því hvernig í ósköpunum ESB ætli að geta þvingað Íslendinga til að samþykkja slíkan gjörning! Halda menn virkilega að ESB myndi eyða hátt í 1000 millljörðum án samráðs við íslensk stjórnvöld og dúkka hér upp við land með rafstreng og heimta að fá að stinga í samband? Enginn stjórnmálaflokkur, hagsmunasamtök, stofnanir eða fyrirtæki hafa lýst yfir stuðningi við slík áform. Eina hreyfingin í þá átt var þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar setti málið á dagskrá þegar David Cameron forsætisráðherra Breta kom í opinbera heimsókn hingað til lands árið 2015. Málið var fljótlega slegið út af borðinu því lagning slíks orkustreng er mjög dýr og tæknilega erfið þannig að erfitt væri að sjá skynsemi slíkrar framkvæmdar. Ef aðstæður myndu hins vegar breytast væri það alltaf á forræði íslenskra stjórnvalda að ákveða hvernig og á hvaða forsendum það yrði gert. Í því sambandi má benda á að langflestir íslenskir stjórmálamenn lýstu því yfir í undangenginni kosningabaráttu að við ætum að nýta nýja orkukosti hér innanlands á næstu áratugum til að efla íslensktatvinnulíf. Íslendingar stjórna því hér ferðinni og það mun ekkert breytast þótt við sæktum um aðild að ESB. Evrópusambandið er samband fullvalda ríkja og það gengur út á gagnkvæma virðingu fyrir eignarrétti. ESB hefur aldrei gengið gegn grundvallarhagsmunum neinna aðildaþjóða sinna. Svíar hafa til dæmis fulla stjórn á sínu járngrýti, Finnar yfir skógunum sínum, Bretar höfðu full yfirráð yfir olíulindum sínum og Ítalir ráða hvernig ólívuolíuframleiðslu sinni er háttað. ESB myndi því aldrei ganga gegn okkar hagsmunum í þessu tilfelli. Valdið er okkar. Það er ljótur leikur að hræða almenning með órökstuddum fullyrðingum. Hefjum umræðuna um kosti og galla ESB aðildar án þess að grípa til hræðsluáróðurs sem einungis er til að skemmta skrattanum. Andstæðingar ESB aðildar hljóta geta höfðað til hins upplýsta en ekki haldið á lofti órökstuddu lýðskrumi. Höfundur er með M.Sc. gráðu í Evrópufræðum frá London School of Economics og er áhugamaður um Evrópumál.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar