Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Jón Þór Stefánsson skrifar 5. desember 2024 08:05 Málið varðar andlát hjóna í Neskaupsstað í ágúst. Vísir/Vilhelm Norðfirðingur á fimmtugsaldri sem er grunaður um að hafa myrt hjón á áttræðisaldri á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst fannst blóðugur í bíl hjónanna að aka um Snorrabraut í Reykjavík. Þar var hann handtekinn af sérsveitinni, en hann mun hafa verið með ýmsa muni í eigu hinna látnu með sér. Upp úr hádegi fimmtudaginn 22. ágúst síðastliðinn fékk lögreglan á Austurlandi útkall vegna hjóna sem fundust látin í heimahúsi í bænum. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var staðfestur af Landsrétti í gær, var ákveðið að maðurinn skyldi vistaður á viðeigandi stofnun til 20. desember næstkomandi. Í þessum úrskurði er varpað ljósi atburðina sem málið varðar, en lítið hefur áður komið fram í fjölmiðlum um atvik málsins. Fram kemur að hjónin hafi fundist látin á baðherbergi, og að miklir áverkar væru á þeim báðum. Storknað blóð á fatnaði við handtöku Þá hafi lögregla upplýsingar um að sést hafi til mannsins sem er grunaður í málinu við hús hjónanna kvöldið áður. Heyrst hafi þung bankhljóð úr íbúðinni stuttu síðar. Svo virðist sem vitni hafi reynt að setja sig í samband við hjónin, en svo virst sem slökkt væri á símum þeirra. Vitnið hafi farið að húsinu þeirra og tekið eftir því að bíllinn þeirra var ekki við húsið. Lögreglan leitaði bílsins, en í ljós kom að honum hafði verið ekið á höfuðborgarsvæðið. Líkt og áður segir var hinn grunaði ökumaður bílsins, en hann var handtekinn af sérsveitinni. Samkvæmt skýrslu lögreglu var mikið af storknuðu blóði á fatnaði og skóm mannsins auk þess sem hann var með bankakort og fleira úr eigu hjónanna á sér. Sagðist hafa komið að þeim „svona“ Í skýrslutöku neitaði hann sök. Hann sagðist hafa komið að hjónunum „svona“. Hann sagðist telja að þau hefðu ráðist á hvort annað, eða að einhver hefði ráðist á þau. Það er mat lögreglu að vista eigi manninn á réttargeðdeild þar sem er unnt að meðhöndla veikindi hans. Þá sé einnig mikilvægt að tryggja að ekki verði háski af honum og því brýnt að hann sæti öruggri gæslu. Líkt og áður segir hefur Landsréttur úrskurðað að hann skuli vistaður á viðeigandi stofnun. Fram kemur í úrskurðinum að rannsókn málsins sé komin vel á veg. Skýrslur hafi verið teknar af öllum vitnum og rannsókn á vettvangi lokað. Niðurstöður lífsýnarannsókna hafa borist, en beðið er eftir niðurstöðum blóðferlaskýrslu tæknideildar, en von er á henni í næstu viku. Krufningarskýrslur liggja ekki fyrir, en talið er að þær berist líka innan viku. Þá liggur geðmat á manninum fyrir, en ekki kemur fram hver niðurstaða þess mats sé. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Upp úr hádegi fimmtudaginn 22. ágúst síðastliðinn fékk lögreglan á Austurlandi útkall vegna hjóna sem fundust látin í heimahúsi í bænum. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var staðfestur af Landsrétti í gær, var ákveðið að maðurinn skyldi vistaður á viðeigandi stofnun til 20. desember næstkomandi. Í þessum úrskurði er varpað ljósi atburðina sem málið varðar, en lítið hefur áður komið fram í fjölmiðlum um atvik málsins. Fram kemur að hjónin hafi fundist látin á baðherbergi, og að miklir áverkar væru á þeim báðum. Storknað blóð á fatnaði við handtöku Þá hafi lögregla upplýsingar um að sést hafi til mannsins sem er grunaður í málinu við hús hjónanna kvöldið áður. Heyrst hafi þung bankhljóð úr íbúðinni stuttu síðar. Svo virðist sem vitni hafi reynt að setja sig í samband við hjónin, en svo virst sem slökkt væri á símum þeirra. Vitnið hafi farið að húsinu þeirra og tekið eftir því að bíllinn þeirra var ekki við húsið. Lögreglan leitaði bílsins, en í ljós kom að honum hafði verið ekið á höfuðborgarsvæðið. Líkt og áður segir var hinn grunaði ökumaður bílsins, en hann var handtekinn af sérsveitinni. Samkvæmt skýrslu lögreglu var mikið af storknuðu blóði á fatnaði og skóm mannsins auk þess sem hann var með bankakort og fleira úr eigu hjónanna á sér. Sagðist hafa komið að þeim „svona“ Í skýrslutöku neitaði hann sök. Hann sagðist hafa komið að hjónunum „svona“. Hann sagðist telja að þau hefðu ráðist á hvort annað, eða að einhver hefði ráðist á þau. Það er mat lögreglu að vista eigi manninn á réttargeðdeild þar sem er unnt að meðhöndla veikindi hans. Þá sé einnig mikilvægt að tryggja að ekki verði háski af honum og því brýnt að hann sæti öruggri gæslu. Líkt og áður segir hefur Landsréttur úrskurðað að hann skuli vistaður á viðeigandi stofnun. Fram kemur í úrskurðinum að rannsókn málsins sé komin vel á veg. Skýrslur hafi verið teknar af öllum vitnum og rannsókn á vettvangi lokað. Niðurstöður lífsýnarannsókna hafa borist, en beðið er eftir niðurstöðum blóðferlaskýrslu tæknideildar, en von er á henni í næstu viku. Krufningarskýrslur liggja ekki fyrir, en talið er að þær berist líka innan viku. Þá liggur geðmat á manninum fyrir, en ekki kemur fram hver niðurstaða þess mats sé.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira