Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Jón Þór Stefánsson skrifar 5. desember 2024 08:05 Málið varðar andlát hjóna í Neskaupsstað í ágúst. Vísir/Vilhelm Norðfirðingur á fimmtugsaldri sem er grunaður um að hafa myrt hjón á áttræðisaldri á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst fannst blóðugur í bíl hjónanna að aka um Snorrabraut í Reykjavík. Þar var hann handtekinn af sérsveitinni, en hann mun hafa verið með ýmsa muni í eigu hinna látnu með sér. Upp úr hádegi fimmtudaginn 22. ágúst síðastliðinn fékk lögreglan á Austurlandi útkall vegna hjóna sem fundust látin í heimahúsi í bænum. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var staðfestur af Landsrétti í gær, var ákveðið að maðurinn skyldi vistaður á viðeigandi stofnun til 20. desember næstkomandi. Í þessum úrskurði er varpað ljósi atburðina sem málið varðar, en lítið hefur áður komið fram í fjölmiðlum um atvik málsins. Fram kemur að hjónin hafi fundist látin á baðherbergi, og að miklir áverkar væru á þeim báðum. Storknað blóð á fatnaði við handtöku Þá hafi lögregla upplýsingar um að sést hafi til mannsins sem er grunaður í málinu við hús hjónanna kvöldið áður. Heyrst hafi þung bankhljóð úr íbúðinni stuttu síðar. Svo virðist sem vitni hafi reynt að setja sig í samband við hjónin, en svo virst sem slökkt væri á símum þeirra. Vitnið hafi farið að húsinu þeirra og tekið eftir því að bíllinn þeirra var ekki við húsið. Lögreglan leitaði bílsins, en í ljós kom að honum hafði verið ekið á höfuðborgarsvæðið. Líkt og áður segir var hinn grunaði ökumaður bílsins, en hann var handtekinn af sérsveitinni. Samkvæmt skýrslu lögreglu var mikið af storknuðu blóði á fatnaði og skóm mannsins auk þess sem hann var með bankakort og fleira úr eigu hjónanna á sér. Sagðist hafa komið að þeim „svona“ Í skýrslutöku neitaði hann sök. Hann sagðist hafa komið að hjónunum „svona“. Hann sagðist telja að þau hefðu ráðist á hvort annað, eða að einhver hefði ráðist á þau. Það er mat lögreglu að vista eigi manninn á réttargeðdeild þar sem er unnt að meðhöndla veikindi hans. Þá sé einnig mikilvægt að tryggja að ekki verði háski af honum og því brýnt að hann sæti öruggri gæslu. Líkt og áður segir hefur Landsréttur úrskurðað að hann skuli vistaður á viðeigandi stofnun. Fram kemur í úrskurðinum að rannsókn málsins sé komin vel á veg. Skýrslur hafi verið teknar af öllum vitnum og rannsókn á vettvangi lokað. Niðurstöður lífsýnarannsókna hafa borist, en beðið er eftir niðurstöðum blóðferlaskýrslu tæknideildar, en von er á henni í næstu viku. Krufningarskýrslur liggja ekki fyrir, en talið er að þær berist líka innan viku. Þá liggur geðmat á manninum fyrir, en ekki kemur fram hver niðurstaða þess mats sé. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira
Upp úr hádegi fimmtudaginn 22. ágúst síðastliðinn fékk lögreglan á Austurlandi útkall vegna hjóna sem fundust látin í heimahúsi í bænum. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var staðfestur af Landsrétti í gær, var ákveðið að maðurinn skyldi vistaður á viðeigandi stofnun til 20. desember næstkomandi. Í þessum úrskurði er varpað ljósi atburðina sem málið varðar, en lítið hefur áður komið fram í fjölmiðlum um atvik málsins. Fram kemur að hjónin hafi fundist látin á baðherbergi, og að miklir áverkar væru á þeim báðum. Storknað blóð á fatnaði við handtöku Þá hafi lögregla upplýsingar um að sést hafi til mannsins sem er grunaður í málinu við hús hjónanna kvöldið áður. Heyrst hafi þung bankhljóð úr íbúðinni stuttu síðar. Svo virðist sem vitni hafi reynt að setja sig í samband við hjónin, en svo virst sem slökkt væri á símum þeirra. Vitnið hafi farið að húsinu þeirra og tekið eftir því að bíllinn þeirra var ekki við húsið. Lögreglan leitaði bílsins, en í ljós kom að honum hafði verið ekið á höfuðborgarsvæðið. Líkt og áður segir var hinn grunaði ökumaður bílsins, en hann var handtekinn af sérsveitinni. Samkvæmt skýrslu lögreglu var mikið af storknuðu blóði á fatnaði og skóm mannsins auk þess sem hann var með bankakort og fleira úr eigu hjónanna á sér. Sagðist hafa komið að þeim „svona“ Í skýrslutöku neitaði hann sök. Hann sagðist hafa komið að hjónunum „svona“. Hann sagðist telja að þau hefðu ráðist á hvort annað, eða að einhver hefði ráðist á þau. Það er mat lögreglu að vista eigi manninn á réttargeðdeild þar sem er unnt að meðhöndla veikindi hans. Þá sé einnig mikilvægt að tryggja að ekki verði háski af honum og því brýnt að hann sæti öruggri gæslu. Líkt og áður segir hefur Landsréttur úrskurðað að hann skuli vistaður á viðeigandi stofnun. Fram kemur í úrskurðinum að rannsókn málsins sé komin vel á veg. Skýrslur hafi verið teknar af öllum vitnum og rannsókn á vettvangi lokað. Niðurstöður lífsýnarannsókna hafa borist, en beðið er eftir niðurstöðum blóðferlaskýrslu tæknideildar, en von er á henni í næstu viku. Krufningarskýrslur liggja ekki fyrir, en talið er að þær berist líka innan viku. Þá liggur geðmat á manninum fyrir, en ekki kemur fram hver niðurstaða þess mats sé.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira