Hvaðan koma skoðanir okkar? Finnur Th. Eiríksson skrifar 6. desember 2024 15:02 Þessa dagana er fátt sem sundrar samfélaginu jafn mikið og skoðanir. Skoðanir um öll möguleg málefni hafa skipt fólki í andstæðar og hatursfullar fylkingar. Margir virðast hreinlega vera tilbúnir að standa og falla með skoðunum sínum. En þessir aðilar mættu spyrja sig eftirfarandi spurninga: Hvaðan koma skoðanir okkar? Fylgjum við skoðunum fjölskyldu og vina í blindni? Eru skoðanir okkar mótaðar af samfélaginu, hvort heldur á þann hátt að maður þurfi alltaf að vera sammála almenningsálitinu eða alltaf ósammála því? Erum við einfaldlega á móti yfirvöldum og erum þar af leiðandi ósammála öllu sem við teljum þaðan komið? Leyfum við fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og áhrifavöldum að móta skoðanir okkar umhugsunarlaust? Það segir sig sjálft að vel ígrundaðar skoðanir byggja ekki á þessum forsendum. Hvað fær fólk til að skipta um skoðun? Eitt sinn taldi ég mögulegt að breyta skoðunum annarra með rökræðum, en því miður er það yfirleitt ekki hægt. Rökræður geta jafnvel haft þveröfug áhrif. Rannsóknir benda til þess að flestir herðist í afstöðu sinni þegar þeir heyra mótrök gegn skoðunum sínum, sama hversu góð mótrökin eru. Þeir líta á mótrökin sem persónulega ógn eða móðgun, og fara því strax í vörn. Þetta bendir einmitt til þess að skoðanir flestra séu í raun og veru ekki byggðar á rökum, heldur einhverjum af ofangreindum forsendum, sem eru tilfinningalegar og félagslegar. Þeir virðast fyrst tileinka sér skoðanir og beygja síðan og bjaga röksemdarfærslur þeim til stuðnings. Þessi uppgötvun fékk mig til að endurmeta hvernig skoðanir fólks geti breyst. Þegar á hólminn er komið er það aðeins einstaklingurinn sjálfur sem getur breytt eigin skoðunum, og hann þarf að telja sig hafa góða ástæðu til þess. Þótt sumir fylgi rökhyggju fremur en tilfinningum og hópþrýstingi, virðast þeir ekki vera margir. Sumir eru hræddir við að storka nánum vinum og fjölskyldu með því að skipta um skoðun. Aðrir eru hræddir um að skynsamlega afstaðan sé í ósamræmi við siðferðisgildi sem þeir hafa tileinkað sér. En kannski mættu þeir spyrja sig hvort siðferðisgildi þeirra séu í raun og veru skynsamleg. Þessi grein mun ekki breyta skoðunum nokkurs einstaklings. En mögulega mun hún hjálpa einhverjum að ráðast í endurmat á eigin skoðunum og breyta þeim á eigin spýtur. Til meira er ekki hægt að ætlast. Ef við ætlum á annað borð að standa og falla með skoðunum okkar, tryggjum að minnsta kosti að þær byggi á skynsamlegum forsendum. Höfundur er samfélagsrýnir og fyrrverandi sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana er fátt sem sundrar samfélaginu jafn mikið og skoðanir. Skoðanir um öll möguleg málefni hafa skipt fólki í andstæðar og hatursfullar fylkingar. Margir virðast hreinlega vera tilbúnir að standa og falla með skoðunum sínum. En þessir aðilar mættu spyrja sig eftirfarandi spurninga: Hvaðan koma skoðanir okkar? Fylgjum við skoðunum fjölskyldu og vina í blindni? Eru skoðanir okkar mótaðar af samfélaginu, hvort heldur á þann hátt að maður þurfi alltaf að vera sammála almenningsálitinu eða alltaf ósammála því? Erum við einfaldlega á móti yfirvöldum og erum þar af leiðandi ósammála öllu sem við teljum þaðan komið? Leyfum við fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og áhrifavöldum að móta skoðanir okkar umhugsunarlaust? Það segir sig sjálft að vel ígrundaðar skoðanir byggja ekki á þessum forsendum. Hvað fær fólk til að skipta um skoðun? Eitt sinn taldi ég mögulegt að breyta skoðunum annarra með rökræðum, en því miður er það yfirleitt ekki hægt. Rökræður geta jafnvel haft þveröfug áhrif. Rannsóknir benda til þess að flestir herðist í afstöðu sinni þegar þeir heyra mótrök gegn skoðunum sínum, sama hversu góð mótrökin eru. Þeir líta á mótrökin sem persónulega ógn eða móðgun, og fara því strax í vörn. Þetta bendir einmitt til þess að skoðanir flestra séu í raun og veru ekki byggðar á rökum, heldur einhverjum af ofangreindum forsendum, sem eru tilfinningalegar og félagslegar. Þeir virðast fyrst tileinka sér skoðanir og beygja síðan og bjaga röksemdarfærslur þeim til stuðnings. Þessi uppgötvun fékk mig til að endurmeta hvernig skoðanir fólks geti breyst. Þegar á hólminn er komið er það aðeins einstaklingurinn sjálfur sem getur breytt eigin skoðunum, og hann þarf að telja sig hafa góða ástæðu til þess. Þótt sumir fylgi rökhyggju fremur en tilfinningum og hópþrýstingi, virðast þeir ekki vera margir. Sumir eru hræddir við að storka nánum vinum og fjölskyldu með því að skipta um skoðun. Aðrir eru hræddir um að skynsamlega afstaðan sé í ósamræmi við siðferðisgildi sem þeir hafa tileinkað sér. En kannski mættu þeir spyrja sig hvort siðferðisgildi þeirra séu í raun og veru skynsamleg. Þessi grein mun ekki breyta skoðunum nokkurs einstaklings. En mögulega mun hún hjálpa einhverjum að ráðast í endurmat á eigin skoðunum og breyta þeim á eigin spýtur. Til meira er ekki hægt að ætlast. Ef við ætlum á annað borð að standa og falla með skoðunum okkar, tryggjum að minnsta kosti að þær byggi á skynsamlegum forsendum. Höfundur er samfélagsrýnir og fyrrverandi sósíalisti.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun