Áfram bendir Hareide á Solskjær Aron Guðmundsson skrifar 9. desember 2024 11:02 Age Hareide, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands hefur miklar mætur á Ole Gunnar Solskjær Vísir/Getty Norska úrvalsdeildarfélagið í fótbolta, Molde, er í leit að þjálfara eftir að Erling Moe var sagt upp störfum í kjölfar taps gegn Frederikstad í úrslitaleik norska bikarsins. Åge Hareide, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands vill að Ole Gunnar Solskjær taki við norska liðinu. Mark Júlíusar Magnússonar úr fimmtu vítaspyrnu Frederikstad í vítaspyrnukeppni gegn Molde í úrslitaleiknum reyndist síðasti naglinn í kistu Erlings en auk þess að missa af bikarnum endaði Molde í 5.sæti sem getur ekki talist ásættanlegur árangur hjá þessu sigursæla félagi. Hareide stýrði nú Molde sjálfur á sínum tíma og var einnig leikmaður félagsins. Hann er með skýra sýn á það hver ætti að taka við félaginu á þessum krefjandi tímum. Engin annar en Ole Gunnar Solskjær. Solskjær er vel þekktur í knattspyrnuheiminum eftir tíma sinn sem leikmaður Manchester United og norska landsliðsins. Þá hefur hann stýrt Molde áður á sínum þjálfaraferli en einnig verið knattspyrnustjóri Manchester United. En það var akkúrat Erling sem tók við af honum hjá Molde árið 2019. „Hann hefur spilað fyrir félagið og hefur náð árangri sem þjálfari liðsins áður. Þar að auki býr hann yfir mikilli reynslu frá tíma sínum í ensku úrvalsdeildinni,“ segir Hareide um Solskjær í samtali við NRK. Undir stjórn Solskjær varð Molde Noregsmeistari árið 2011 og 2012. Liðið vann svo norska bikarinn árið 2013. Solskjær býr nú í Kristiansund og hefur verið orðaður við fjölmörg störf undanfarna mánuði. „Ég myndi keyra beinustu leið til Kristiansund og ræða við hann,“ bætir Hareide við. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands mælir með Solskjær sem þjálfara í lausa stöðu. Hareide lét hafa það eftir sér í október síðastliðnum að danska knattspyrnusambandið ætti að ráða hann sem þjálfara karlalandsliðs síns. Þá vildi hann einnig að Manchester United myndi ráða Solskjær aftur sem knattspyrnustjóra eftir að Erik ten Hag var látinn taka pokann sinn. Norski boltinn Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Íslenski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Sjá meira
Mark Júlíusar Magnússonar úr fimmtu vítaspyrnu Frederikstad í vítaspyrnukeppni gegn Molde í úrslitaleiknum reyndist síðasti naglinn í kistu Erlings en auk þess að missa af bikarnum endaði Molde í 5.sæti sem getur ekki talist ásættanlegur árangur hjá þessu sigursæla félagi. Hareide stýrði nú Molde sjálfur á sínum tíma og var einnig leikmaður félagsins. Hann er með skýra sýn á það hver ætti að taka við félaginu á þessum krefjandi tímum. Engin annar en Ole Gunnar Solskjær. Solskjær er vel þekktur í knattspyrnuheiminum eftir tíma sinn sem leikmaður Manchester United og norska landsliðsins. Þá hefur hann stýrt Molde áður á sínum þjálfaraferli en einnig verið knattspyrnustjóri Manchester United. En það var akkúrat Erling sem tók við af honum hjá Molde árið 2019. „Hann hefur spilað fyrir félagið og hefur náð árangri sem þjálfari liðsins áður. Þar að auki býr hann yfir mikilli reynslu frá tíma sínum í ensku úrvalsdeildinni,“ segir Hareide um Solskjær í samtali við NRK. Undir stjórn Solskjær varð Molde Noregsmeistari árið 2011 og 2012. Liðið vann svo norska bikarinn árið 2013. Solskjær býr nú í Kristiansund og hefur verið orðaður við fjölmörg störf undanfarna mánuði. „Ég myndi keyra beinustu leið til Kristiansund og ræða við hann,“ bætir Hareide við. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands mælir með Solskjær sem þjálfara í lausa stöðu. Hareide lét hafa það eftir sér í október síðastliðnum að danska knattspyrnusambandið ætti að ráða hann sem þjálfara karlalandsliðs síns. Þá vildi hann einnig að Manchester United myndi ráða Solskjær aftur sem knattspyrnustjóra eftir að Erik ten Hag var látinn taka pokann sinn.
Norski boltinn Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Íslenski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Sjá meira