Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir og Guðrún Adolfsdóttir skrifa 13. desember 2024 10:01 Ábyrgð þeirra fyrirtækja og stofnana sem framleiða, selja og/eða bera fram matvæli er mikil og því hvílir rík ábyrgð á stjórnendum. Í umhverfi og hráum matvælum geta verið sjúkdómsvaldandi örverur (sýklar) sem geta valdið veikindum ef meðhöndlun er ekki rétt í allri matvælakeðjunni. Í þeirri keðju eru frumframleiðendur, ræktendur matjurta, bændur, aðilar sem starfa við eldi dýra, sláturhús, matvælaframleiðendur á öllum stigum, svo og flutningsaðilar, heildsalar, smásala matvæla, stóreldhús og mötuneyti. Það þarf mikla þekkingu til að framleiða matvæli sem eru örugg til neyslu m.a. varðandi val á hráefnum, rétta meðhöndlun, hitastýringu, aðferðir til að koma í veg fyrir krossmengun og aðferðafræði þrifa. Þetta er þekking sem stjórnendur og ábyrgðarmenn matvælafyrirtækja eða -stofnana þurfa að sjá til þess að starfsfólk fái með viðeigandi fræðslu. Miklar breytingar hafa orðið í matvælaframleiðslu á síðustu 50 til 100 árum. Áður voru fleiri sem borðuðu matvæli „beint frá býli“ í orðsins fyllstu merkingu, þ.e. matvælin voru ræktuð og matreidd á býli þeirrar fjölskyldu sem síðan neytti þeirra og var þá áhættan mun minni. Matvælaferlar eru orðnir miklu lengri og flóknari og matvæli fara um mun fleiri hendur. Langir framleiðslu- og flutningaferlar auka líkur á hættum ef meðhöndlunin frá býli til borðs er ekki fullnægjandi. Matvælaöryggismenning er nýlegt hugtak í löggjöf og reglugerðum um matvælaöryggi. Gerðar eru þær kröfur til matvælafyrirtækja að þau innleiði jákvæða matvælaöryggismenningu. Í því felst að stjórnendur matvælafyrirtækja þurfa að tryggja að hegðun við matvælaframleiðslu og matargerð sé ávallt rétt og að farið sé eftir þeim reglum sem settar eru, án undantekninga. Starfsfólk sem starfar í greininni þarf að fá fullnægjandi fræðslu og þjálfun. Starfsumhverfið þarf að vera viðunandi með tilliti til aðstöðu, búnaðar og áhalda, og það þarf að vera regluleg sannprófun á að verkferlar og meðhöndlun sé í lagi, m.a. með innri úttektum og sýnatökum. Að öðrum kosti er ekki hægt að gera ráð fyrir að um ábyrga matvælaframleiðslu sé að ræða. Fæstar matarsýkingar ná eyrum almennings og við fáum yfirleitt einungis fréttir af stórum hópsýkingum. Sömu sögu má segja um langtímaáhrif matarsýkinga. En tilfellin eru mörg og misalvarleg. Við sem komum daglega að matvælaöryggi í okkar störfum með einum eða öðrum hætti, sjáum fjölmörg tækifæri þar sem hægt er að gera betur. Allt frá frekari forvörnum að aukinni eftirfylgni og meiri fræðslu. Þetta er lýðheilsumál er varðar almannahag og því mikilvægt að stjórnendur skuldbindi sig til þess að innleiða jákvæða matvælaöryggismenningu í því fyrirtæki eða þeirri stofnun sem þeir bera ábyrgð á. Höfundar eru Hanna Lóa Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sýnis og Guðrún Adolfsdóttir ráðgjafi og matvælafræðingur hjá Sýni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Mest lesið Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ábyrgð þeirra fyrirtækja og stofnana sem framleiða, selja og/eða bera fram matvæli er mikil og því hvílir rík ábyrgð á stjórnendum. Í umhverfi og hráum matvælum geta verið sjúkdómsvaldandi örverur (sýklar) sem geta valdið veikindum ef meðhöndlun er ekki rétt í allri matvælakeðjunni. Í þeirri keðju eru frumframleiðendur, ræktendur matjurta, bændur, aðilar sem starfa við eldi dýra, sláturhús, matvælaframleiðendur á öllum stigum, svo og flutningsaðilar, heildsalar, smásala matvæla, stóreldhús og mötuneyti. Það þarf mikla þekkingu til að framleiða matvæli sem eru örugg til neyslu m.a. varðandi val á hráefnum, rétta meðhöndlun, hitastýringu, aðferðir til að koma í veg fyrir krossmengun og aðferðafræði þrifa. Þetta er þekking sem stjórnendur og ábyrgðarmenn matvælafyrirtækja eða -stofnana þurfa að sjá til þess að starfsfólk fái með viðeigandi fræðslu. Miklar breytingar hafa orðið í matvælaframleiðslu á síðustu 50 til 100 árum. Áður voru fleiri sem borðuðu matvæli „beint frá býli“ í orðsins fyllstu merkingu, þ.e. matvælin voru ræktuð og matreidd á býli þeirrar fjölskyldu sem síðan neytti þeirra og var þá áhættan mun minni. Matvælaferlar eru orðnir miklu lengri og flóknari og matvæli fara um mun fleiri hendur. Langir framleiðslu- og flutningaferlar auka líkur á hættum ef meðhöndlunin frá býli til borðs er ekki fullnægjandi. Matvælaöryggismenning er nýlegt hugtak í löggjöf og reglugerðum um matvælaöryggi. Gerðar eru þær kröfur til matvælafyrirtækja að þau innleiði jákvæða matvælaöryggismenningu. Í því felst að stjórnendur matvælafyrirtækja þurfa að tryggja að hegðun við matvælaframleiðslu og matargerð sé ávallt rétt og að farið sé eftir þeim reglum sem settar eru, án undantekninga. Starfsfólk sem starfar í greininni þarf að fá fullnægjandi fræðslu og þjálfun. Starfsumhverfið þarf að vera viðunandi með tilliti til aðstöðu, búnaðar og áhalda, og það þarf að vera regluleg sannprófun á að verkferlar og meðhöndlun sé í lagi, m.a. með innri úttektum og sýnatökum. Að öðrum kosti er ekki hægt að gera ráð fyrir að um ábyrga matvælaframleiðslu sé að ræða. Fæstar matarsýkingar ná eyrum almennings og við fáum yfirleitt einungis fréttir af stórum hópsýkingum. Sömu sögu má segja um langtímaáhrif matarsýkinga. En tilfellin eru mörg og misalvarleg. Við sem komum daglega að matvælaöryggi í okkar störfum með einum eða öðrum hætti, sjáum fjölmörg tækifæri þar sem hægt er að gera betur. Allt frá frekari forvörnum að aukinni eftirfylgni og meiri fræðslu. Þetta er lýðheilsumál er varðar almannahag og því mikilvægt að stjórnendur skuldbindi sig til þess að innleiða jákvæða matvælaöryggismenningu í því fyrirtæki eða þeirri stofnun sem þeir bera ábyrgð á. Höfundar eru Hanna Lóa Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sýnis og Guðrún Adolfsdóttir ráðgjafi og matvælafræðingur hjá Sýni.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun