Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2024 11:32 Freyr Alexandersson kom Kortrijk úr ómögulegri stöðu á síðustu leiktíð og bjargaði liðinu frá falli, en hefur nú verið látinn fara. Getty Belgíska knattspyrnufélagið Kortrijk var ekki lengi að tilkynna um arftaka Freys Alexanderssonar, eftir að félagið greindi frá brottrekstri Íslendingsins í gær. Kortrijk sendi út tilkynningu þess efnis í gær að félagið hefði samið við Frey um starfslok, og að það hefði verið „erfið ákvörðun fyrir félagið“. Var Frey þakkað fyrir síðasta árið og að hafa bjargað Kortrijk frá falli á síðustu leiktíð, með ævintýralegum hætti. Hann bættist á langan lista þjálfara sem Kortrijk hefur rekið á síðustu árum en belgískir miðlar hafa kallað félagið „kirkjugarð þjálfaranna“ vegna þessara tíðu þjálfaraskipta, en félagið er í eigu Íslandsvinarins og auðkýfingsins Vincent Tan. Ljóst er að Kortrijk hefur verið búið að finna mann í stað Freys því strax í morgun, fimmtán tímum eftir tilkynninguna um að Freyr væri hættur, sagði félagið frá því að Yves Vanderhaeghe hefði verið ráðinn í hans stað. Vanderhaeghe snýr þar með aftur til Kortrijk en hann hóf þjálfaraferil sinn hjá félaginu sem aðstoðarþjálfari 2008-14 og svo sem aðalþjálfari til 2015, og stýrði liðinu svo einnig á árunum 2018-21. Hann var því afar langlífur í starfi á mælikvarða félagsins, sem skipt hefur sautján sinnum um stjóra frá árinu 2014, og þá er ekki talið með þegar fyllt hefur verið í skarðið tímabundið. Yves Vanderhaeghe er mættur aftur til starfa hjá Kortrijk.Getty/Joris Verwijst Kortrijk er nú í 14. sæti af 16 liðum belgísku deildarinnar, en fjögur neðstu liðin spila í sérstökum fallhluta deildarinnar í vor. Liðið hefur tapað tveimur síðustu leikjum sínum og alls ellefu af átján leikjum á tímabilinu, en síðasti sigur liðsins var 3-1 sigur á Mechelen í lok nóvember. Fyrsti leikur Kortrijk undir stjórn Vanderhaeghe verður á laugardaginn gegn Beerschot á útivelli. Samningur hans við félagið gildir til loka leiktíðar, með möguleika á framlengingu. Belgíski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Kortrijk sendi út tilkynningu þess efnis í gær að félagið hefði samið við Frey um starfslok, og að það hefði verið „erfið ákvörðun fyrir félagið“. Var Frey þakkað fyrir síðasta árið og að hafa bjargað Kortrijk frá falli á síðustu leiktíð, með ævintýralegum hætti. Hann bættist á langan lista þjálfara sem Kortrijk hefur rekið á síðustu árum en belgískir miðlar hafa kallað félagið „kirkjugarð þjálfaranna“ vegna þessara tíðu þjálfaraskipta, en félagið er í eigu Íslandsvinarins og auðkýfingsins Vincent Tan. Ljóst er að Kortrijk hefur verið búið að finna mann í stað Freys því strax í morgun, fimmtán tímum eftir tilkynninguna um að Freyr væri hættur, sagði félagið frá því að Yves Vanderhaeghe hefði verið ráðinn í hans stað. Vanderhaeghe snýr þar með aftur til Kortrijk en hann hóf þjálfaraferil sinn hjá félaginu sem aðstoðarþjálfari 2008-14 og svo sem aðalþjálfari til 2015, og stýrði liðinu svo einnig á árunum 2018-21. Hann var því afar langlífur í starfi á mælikvarða félagsins, sem skipt hefur sautján sinnum um stjóra frá árinu 2014, og þá er ekki talið með þegar fyllt hefur verið í skarðið tímabundið. Yves Vanderhaeghe er mættur aftur til starfa hjá Kortrijk.Getty/Joris Verwijst Kortrijk er nú í 14. sæti af 16 liðum belgísku deildarinnar, en fjögur neðstu liðin spila í sérstökum fallhluta deildarinnar í vor. Liðið hefur tapað tveimur síðustu leikjum sínum og alls ellefu af átján leikjum á tímabilinu, en síðasti sigur liðsins var 3-1 sigur á Mechelen í lok nóvember. Fyrsti leikur Kortrijk undir stjórn Vanderhaeghe verður á laugardaginn gegn Beerschot á útivelli. Samningur hans við félagið gildir til loka leiktíðar, með möguleika á framlengingu.
Belgíski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti