Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2024 11:01 Byrjunarlið Víkinga í Austurríki í gær, þar sem Víkingar tryggðu sig áfram í Sambandsdeildinni með 1-1 jafntefli við LASK. Getty/Christian Kaspar-Bartke Með frammistöðu sinni í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta hafa Víkingar ekki bara tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni, fyrstir íslenskra liða, heldur að lágmarki 830 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA á þessu ári. Þetta er niðurstaðan eftir 1-1 jafnteflið við LASK í Austurríki í gær, sem skilaði Víkingum áfram í keppninni. Hafa ber í huga að umtalsverður kostnaður fylgir þátttöku í Evrópukeppnum, vegna ferðalaga, en engu að síður ættu Víkingar að standa afar vel að vígi fjárhagslega fyrir komandi ár eftir langt Evrópuævintýri sem enn er ólokið. Ævintýrið hófst reyndar á tapi í undankeppni Meistaradeildarinnar, í júlí, en síðan þá hafa Víkingar unnið þrjú einvígi í undankeppni Sambandsdeildarinnar, tvo leiki í sjálfri deildarkeppninni og gert tvö jafntefli, og endað í 19. sæti hennar sem tryggði Víkingi sæti í 24-liða úrslitum, eða svokölluðu umspili um sæti í 16-liða úrslitum. Öllum þessum skrefum fylgir fjárhagslegur ávinningur. Nokkrir stuðningsmenn fylgdu Víkingi til Austurríkis í gær og gætu mögulega verið á leiðinni til Slóveníu eða Grikklands í febrúar.Getty Fengu hálfan milljarð greiddan í september Víkingar tryggðu sér 175.000 evrur (25 milljónir króna í dag) með því að spila í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Þeir tryggðu sér svo 175.000 evrur fyrir hverja umferð í undankeppni Sambandsdeildarinnar í sumar, eða alls 525.000 evrur (76 milljónir króna) fyrir þrjár umferðir. Stærsta fjárhæðin fæst svo fyrir að komast í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar, líkt og Blikar gerðu í fyrra, eða 3.270.000 evrur, og hefur langstærsti hluti þeirrar upphæðar þegar verið greiddur út eða 3,05 milljónir evra þann 27. september. Á gengi þess dags samsvarar það 460 milljónum króna. Fá 116 milljónir fyrir sigrana tvo Víkingar bættu svo við sig alls 800.000 evrum (116 milljónir króna í dag) með því að vinna Cercle Brugge og Borac „heima“ á Kópavogsvelli, og 266.000 evrur (38,5 milljónir í dag) með jafnteflum við Noah og LASK á útivelli. Þá bættust 28.000 evrur við fyrir hvert sæti sem Víkingar náðu frá botni deildarinnar, en þeir enduðu í 19. sæti af 36 liðum og tryggðu sér þannig 504.000 evrur. Loks bætast við 200.000 evrur fyrir þátttöku í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum. Dregið verður í umspilið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 12 og gætu Víkingar mætt Panathinaikos frá Grikklandi eða Olimpija Ljubljana frá Slóveníu. Víkingar spila tveggja leikja einvígi við annað þessara liða, 13. og 20. febrúar, og mun sigurliðið komast í 16-liða úrslitin og fá fyrir það 800.000 evrur. Þegar allt er talið hafa Víkingar tryggt sér að lágmarki 5.747.504 evrur, sem á gengi dagsins samsvarar rúmlega 830 milljónum króna eins og fyrr segir. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira
Þetta er niðurstaðan eftir 1-1 jafnteflið við LASK í Austurríki í gær, sem skilaði Víkingum áfram í keppninni. Hafa ber í huga að umtalsverður kostnaður fylgir þátttöku í Evrópukeppnum, vegna ferðalaga, en engu að síður ættu Víkingar að standa afar vel að vígi fjárhagslega fyrir komandi ár eftir langt Evrópuævintýri sem enn er ólokið. Ævintýrið hófst reyndar á tapi í undankeppni Meistaradeildarinnar, í júlí, en síðan þá hafa Víkingar unnið þrjú einvígi í undankeppni Sambandsdeildarinnar, tvo leiki í sjálfri deildarkeppninni og gert tvö jafntefli, og endað í 19. sæti hennar sem tryggði Víkingi sæti í 24-liða úrslitum, eða svokölluðu umspili um sæti í 16-liða úrslitum. Öllum þessum skrefum fylgir fjárhagslegur ávinningur. Nokkrir stuðningsmenn fylgdu Víkingi til Austurríkis í gær og gætu mögulega verið á leiðinni til Slóveníu eða Grikklands í febrúar.Getty Fengu hálfan milljarð greiddan í september Víkingar tryggðu sér 175.000 evrur (25 milljónir króna í dag) með því að spila í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Þeir tryggðu sér svo 175.000 evrur fyrir hverja umferð í undankeppni Sambandsdeildarinnar í sumar, eða alls 525.000 evrur (76 milljónir króna) fyrir þrjár umferðir. Stærsta fjárhæðin fæst svo fyrir að komast í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar, líkt og Blikar gerðu í fyrra, eða 3.270.000 evrur, og hefur langstærsti hluti þeirrar upphæðar þegar verið greiddur út eða 3,05 milljónir evra þann 27. september. Á gengi þess dags samsvarar það 460 milljónum króna. Fá 116 milljónir fyrir sigrana tvo Víkingar bættu svo við sig alls 800.000 evrum (116 milljónir króna í dag) með því að vinna Cercle Brugge og Borac „heima“ á Kópavogsvelli, og 266.000 evrur (38,5 milljónir í dag) með jafnteflum við Noah og LASK á útivelli. Þá bættust 28.000 evrur við fyrir hvert sæti sem Víkingar náðu frá botni deildarinnar, en þeir enduðu í 19. sæti af 36 liðum og tryggðu sér þannig 504.000 evrur. Loks bætast við 200.000 evrur fyrir þátttöku í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum. Dregið verður í umspilið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 12 og gætu Víkingar mætt Panathinaikos frá Grikklandi eða Olimpija Ljubljana frá Slóveníu. Víkingar spila tveggja leikja einvígi við annað þessara liða, 13. og 20. febrúar, og mun sigurliðið komast í 16-liða úrslitin og fá fyrir það 800.000 evrur. Þegar allt er talið hafa Víkingar tryggt sér að lágmarki 5.747.504 evrur, sem á gengi dagsins samsvarar rúmlega 830 milljónum króna eins og fyrr segir.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira