Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Bjarki Sigurðsson skrifar 20. desember 2024 11:34 Því yngri sem börn eru, því verri einkenni fá þau ef þau sýkjast af RS-veirunni. Vísir/Vilhelm Sex börn liggja inni á Barnaspítala hringsins vegna RS-veirusýkingar. Læknir á spítalanum segir að langt sé í land hvað varðar faraldurinn þennan veturinn. Hann biðlar til fólks að fara varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðum. RS-veiran hefur lagst þungt á landann þennan veturinn. Fleiri börn hafa verið að veikjast en venjulega og þau fengið meiri einkenni. Nokkur börn hafa verið lögð inn á gjörgæslu með sýkingu. Veiran leggst á öndunarveg þeirra sem smitast og getur valdið berkju- og lungnabólgu, sérstaklega í börnum yngri en eins árs. Sindri Valdimarsson, læknir á Barnaspítalanum, segir mikið álag á starfsfólki spítalans þessa dagana. RS-veiran og fleiri pestir hrjái marga. „Þetta er því miður jólagjöfin okkar hvert einasta ár. Börnin sem leggjast inn þurfa þá oftast aðstoð með næringu, annað hvort með sondu eða í æð, eða þau sem þurfa aðstoð með súrefni,“ segir Sindri. Faraldurinn gengur hér yfir á hverju ári. Sindri segir langt í land í þetta sinn, faraldurinn sé nýhafinn. „Við búumst við því að þessi sýking verði töluvert ríkjandi af þeim sem koma til okkar í margar vikur í viðbót. Það getur alveg verið í einn til tvo mánuði í viðbót. Þannig það er mikilvægt að passa eins vel og hægt er eigin smitvarnir og ekki að smita nýfædd börn af kvefi í jólaboðunum. Fara sérstaklega varlega í kringum nýfædd börn,“ segir Sindri. Sóttvarnayfirvöld eru með til skoðunar nýtt mótefni gegn RS-veirunni. Frá og með næsta vetri gætu nýfædd börn fengið mótefnið sem góð reynsla er af í öðrum Evrópuríkjum. Með því sé hægt að koma í veg fyrir allt að áttatíu prósent af alvarlegum veikindum og innlögnum barna sem fá veiruna. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Landspítalinn Tengdar fréttir Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Sjá meira
RS-veiran hefur lagst þungt á landann þennan veturinn. Fleiri börn hafa verið að veikjast en venjulega og þau fengið meiri einkenni. Nokkur börn hafa verið lögð inn á gjörgæslu með sýkingu. Veiran leggst á öndunarveg þeirra sem smitast og getur valdið berkju- og lungnabólgu, sérstaklega í börnum yngri en eins árs. Sindri Valdimarsson, læknir á Barnaspítalanum, segir mikið álag á starfsfólki spítalans þessa dagana. RS-veiran og fleiri pestir hrjái marga. „Þetta er því miður jólagjöfin okkar hvert einasta ár. Börnin sem leggjast inn þurfa þá oftast aðstoð með næringu, annað hvort með sondu eða í æð, eða þau sem þurfa aðstoð með súrefni,“ segir Sindri. Faraldurinn gengur hér yfir á hverju ári. Sindri segir langt í land í þetta sinn, faraldurinn sé nýhafinn. „Við búumst við því að þessi sýking verði töluvert ríkjandi af þeim sem koma til okkar í margar vikur í viðbót. Það getur alveg verið í einn til tvo mánuði í viðbót. Þannig það er mikilvægt að passa eins vel og hægt er eigin smitvarnir og ekki að smita nýfædd börn af kvefi í jólaboðunum. Fara sérstaklega varlega í kringum nýfædd börn,“ segir Sindri. Sóttvarnayfirvöld eru með til skoðunar nýtt mótefni gegn RS-veirunni. Frá og með næsta vetri gætu nýfædd börn fengið mótefnið sem góð reynsla er af í öðrum Evrópuríkjum. Með því sé hægt að koma í veg fyrir allt að áttatíu prósent af alvarlegum veikindum og innlögnum barna sem fá veiruna.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Landspítalinn Tengdar fréttir Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Sjá meira
Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46