Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar 20. desember 2024 12:32 Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði -SVEIT- voru stofnuð í júní árið 2021. Aðdragandi stofnunar samtakanna var þó mun lengri. Tilgangur SVEIT er að standa vörð um hagsmuni félagsmanna gagnvart stjórnvöldum og öðrum lögaðilum, sem að lögum skapa rekstrarumhverfi veitingastaða hér á landi, standa vörð um og stuðla að faglegum rekstri, veita félagsmönnum þjónusta, svo sem á sviði kjaramála. Frá stofnun hefur SVEIT vaxið fiskur um hrygg og nú eiga 178 fyrirtæki aðild að þeim. Í samræmi við tilgang samtakanna gerðu þau fyrr á árinu kjarasamning við nýtt stéttarfélag – Virðingu -. Virðing er stéttarfélaga stofnað af starfsmönnum veitingastaða, sem hafa stjórnarskrárvarinn rétt til að stofna félag til að vinna að réttindum og kjörum félagasmanna sinna. Fulltrúar beggja samningsaðila þekkja og vita hvað felst í því að reka og starfa á veitingastöðum. Áður en til gerð kjarsamnings SVEIT og Virðingar kom höfðu önnur verkalýðsfélög eða hin ýmsu samtök þeirra ásamt Samtökum atvinnulífsins sett fjölmarga ólíka starfsmenn á almennum vinnumarkaði undir einn og sama kjarasamninginn. Með kjarasamningi SVEIT og Virðingar er að því stefnt að færa launakjör starfsmanna á veitingastöðum að því, sem kalla má ,,sænska módelið”, enda liggur fyrir í gögnum, sem KPMG hefur unnið fyrir SVEIT að Ísland sker sig úr hvað launkjör starfsmanna á veitingastöðum varðar sambanborið við Svíþjóð, sem hér á landi hefur um margt verið talið fyrirmyndar ríki þegar kemur að kjaramálum. Í Svíþjóð og reyndar í Danmörku og Noregi er gert betur við fastráðna starfsmenn á dagvinnulaunum, meðan lausafólk, sem oftast er ungt fólk sem staldrar stutt við, er öðrum töxtum. Kjarasamningur SVEIT og Virðingar hefur það að meginmarkmiði að bæta launakjör fastráðinna starfsmanna. Kjarsamningur SVEIT og Virðingar hefur farið fyrir brjóstið á forystu verkalýsfélagsins Eflingar og öðrum forkólfum verkalýsihreyfingarinnar, sem virðast styðja þau áform formanns Eflingar að eyðileggja löglega starfsemi félagsmanna í SVEIT segi þeir sig ekki úr samtökunum og hætti að greiða félagsmönnum í Virðingu, sem hjá þeim starfa laun eftir löglega gerðum kjarasamningi. Hnefninn er á lofti eins og oft áður. Í samræmi við það forðast forkólfar Eflingar að ræða staðreyndir máls og ástæður þær sem leitt hafa til þess að starfsfólk á veitingastöðum vildi önnur kjör, en þau sem Efling hefur samið um að þeim forspurðum og skilar þeim sem hafa lagt störf á veitingastöðum fyrir sig lægri launum en þeir fá sem stoppa stutt við og eru aðeins í hluta starfi. Til upplýsinga fyrir þá sem vilja upplýsta umræðu er rétt hér í lokin að nefna nokkara tölulegar staðreyndir. (i) Frá 2016 til 2022 hafa laun á veitingastöðum hér á landi hækkað um rúmlega 63% samanborið við 17% hækkun í Svíþjóð. (ii) Launakostnaður er tvöfalt hærri á veitingastöðum hér á landi en í Svíþjóð. (iii) Helmingur starfsmanna er undir 25 ára aldri, með litla starfsreynslu en fær hæstu launin, samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna. (iv) á veitingastöðum er 81% í hlutastarfi en 24% á almenna vinnumarkaðnum. Vonandi er einhver innan verkalýðshreyfingarinnar, sem getur leitt formanni Eflingar það fyrir sjónir að atvinnufrelsi og félagfrelsi eru tryggt í stjórnarskrá, og jafnframt uppfrætt formanninn um að verði ágreiningur með aðilum, sem ekki verður leystur með sátt, þá tryggir stjórnarskráin það einnig að úr þeim ágreining má fá leyst með atbeina dómstóla innan hæfilegs tíma. Sjálftaka og hótunum um eignapsjöll og atlögu að löglegri starfsemi atvinnufyrirtækja, sem eiga aðild að SVEIT, eins og forysta Eflingar hefur boðað verði ekki farið að kröfum um úrsögn þeirra úr SVEIT, er bæði refisverð og skaðabótaskyld. Höfundur er lögmaður SVEIT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Kjaramál Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Sigurður G. Guðjónsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði -SVEIT- voru stofnuð í júní árið 2021. Aðdragandi stofnunar samtakanna var þó mun lengri. Tilgangur SVEIT er að standa vörð um hagsmuni félagsmanna gagnvart stjórnvöldum og öðrum lögaðilum, sem að lögum skapa rekstrarumhverfi veitingastaða hér á landi, standa vörð um og stuðla að faglegum rekstri, veita félagsmönnum þjónusta, svo sem á sviði kjaramála. Frá stofnun hefur SVEIT vaxið fiskur um hrygg og nú eiga 178 fyrirtæki aðild að þeim. Í samræmi við tilgang samtakanna gerðu þau fyrr á árinu kjarasamning við nýtt stéttarfélag – Virðingu -. Virðing er stéttarfélaga stofnað af starfsmönnum veitingastaða, sem hafa stjórnarskrárvarinn rétt til að stofna félag til að vinna að réttindum og kjörum félagasmanna sinna. Fulltrúar beggja samningsaðila þekkja og vita hvað felst í því að reka og starfa á veitingastöðum. Áður en til gerð kjarsamnings SVEIT og Virðingar kom höfðu önnur verkalýðsfélög eða hin ýmsu samtök þeirra ásamt Samtökum atvinnulífsins sett fjölmarga ólíka starfsmenn á almennum vinnumarkaði undir einn og sama kjarasamninginn. Með kjarasamningi SVEIT og Virðingar er að því stefnt að færa launakjör starfsmanna á veitingastöðum að því, sem kalla má ,,sænska módelið”, enda liggur fyrir í gögnum, sem KPMG hefur unnið fyrir SVEIT að Ísland sker sig úr hvað launkjör starfsmanna á veitingastöðum varðar sambanborið við Svíþjóð, sem hér á landi hefur um margt verið talið fyrirmyndar ríki þegar kemur að kjaramálum. Í Svíþjóð og reyndar í Danmörku og Noregi er gert betur við fastráðna starfsmenn á dagvinnulaunum, meðan lausafólk, sem oftast er ungt fólk sem staldrar stutt við, er öðrum töxtum. Kjarasamningur SVEIT og Virðingar hefur það að meginmarkmiði að bæta launakjör fastráðinna starfsmanna. Kjarsamningur SVEIT og Virðingar hefur farið fyrir brjóstið á forystu verkalýsfélagsins Eflingar og öðrum forkólfum verkalýsihreyfingarinnar, sem virðast styðja þau áform formanns Eflingar að eyðileggja löglega starfsemi félagsmanna í SVEIT segi þeir sig ekki úr samtökunum og hætti að greiða félagsmönnum í Virðingu, sem hjá þeim starfa laun eftir löglega gerðum kjarasamningi. Hnefninn er á lofti eins og oft áður. Í samræmi við það forðast forkólfar Eflingar að ræða staðreyndir máls og ástæður þær sem leitt hafa til þess að starfsfólk á veitingastöðum vildi önnur kjör, en þau sem Efling hefur samið um að þeim forspurðum og skilar þeim sem hafa lagt störf á veitingastöðum fyrir sig lægri launum en þeir fá sem stoppa stutt við og eru aðeins í hluta starfi. Til upplýsinga fyrir þá sem vilja upplýsta umræðu er rétt hér í lokin að nefna nokkara tölulegar staðreyndir. (i) Frá 2016 til 2022 hafa laun á veitingastöðum hér á landi hækkað um rúmlega 63% samanborið við 17% hækkun í Svíþjóð. (ii) Launakostnaður er tvöfalt hærri á veitingastöðum hér á landi en í Svíþjóð. (iii) Helmingur starfsmanna er undir 25 ára aldri, með litla starfsreynslu en fær hæstu launin, samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna. (iv) á veitingastöðum er 81% í hlutastarfi en 24% á almenna vinnumarkaðnum. Vonandi er einhver innan verkalýðshreyfingarinnar, sem getur leitt formanni Eflingar það fyrir sjónir að atvinnufrelsi og félagfrelsi eru tryggt í stjórnarskrá, og jafnframt uppfrætt formanninn um að verði ágreiningur með aðilum, sem ekki verður leystur með sátt, þá tryggir stjórnarskráin það einnig að úr þeim ágreining má fá leyst með atbeina dómstóla innan hæfilegs tíma. Sjálftaka og hótunum um eignapsjöll og atlögu að löglegri starfsemi atvinnufyrirtækja, sem eiga aðild að SVEIT, eins og forysta Eflingar hefur boðað verði ekki farið að kröfum um úrsögn þeirra úr SVEIT, er bæði refisverð og skaðabótaskyld. Höfundur er lögmaður SVEIT.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar