Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Jón Ísak Ragnarsson og Heimir Már Pétursson skrifa 21. desember 2024 16:44 Síðasti Ríkisráðsfundur Bjarna Benediktssonar á Bessastöðum Vísir/Vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og fráfarandi menningar- og viðskiptaráðherra, segir að framdundan sé mikil óvissa á gjaldeyrismarkaði, nú þegar ný ríkisstjórn hefur boðað stóraukna gjaldtöku á stærstu atvinnugrein þjóðarinnar, ferðaþjónustuna. „Skilaboðin sem ríkisstjórnin var með hér rétt áðan eru þau, að það eigi að stórauka gjaldtöku á stærstu atvinnugrein þjóðarinnar, og það sem gerist er að það munu allir halda að sér höndum, bæði í ferðaþjónustunni, og í sjávarútveginum,“ sagði Lilja á Bessastöðum fyrr í dag. Þetta hafi í för með sér minni hagvöxt, minni gjaldeyristekjur, veikari krónu og erfiðara verði að fá tekjur inn í þjóðarbúið. Ríkisstjórnin leggi í óvissuferð Lilja segir að fráfarandi ríkisstjórn hafi verið að styðja ferðaþjónustuna með því að hafa hana í sérstöku ráðuneyti með menningunni, og búið þannig til tekjur. „Við erum búin að vera auka við hagvöxt, til þess að halda þessu öllu gangandi, það að leggja niður eitt ráðuneyti, er bara pínu brot við hliðina á þeirri óvissu, og þessari óvissuferð sem ríkisstjórnin er að leggja í.“ „Ég er ánægð með það að það séu nýir tímar að koma hjá mér persónulega, en sem borgari í þessu landi, þá get ég lofað ykkur því, að nú verður óvissa á gjaldeyrismarkaði þar til þau útfæra þetta.“ Ferðaþjónustan sé tiltölulega ný atvinnugrein og þurfi festu í kringum sig. „Ég verð bara að segja það sem hagfræðingur, að ég var hissa að sjá þrjá formenn fara yfir þetta og segja heyrðu við erum hugsanlega að hugsa um komugjald. Við erum líka að hugsa um að setja auðlindagjald á ferðaþjónustuna, og fara yfir svona marga þætti.“ Allir muni halda að sér höndum við þessar aðstæður, og hér verði minni hagvöxtur og minni fjárfesting. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Íslenska krónan Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fleiri fréttir Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sjá meira
„Skilaboðin sem ríkisstjórnin var með hér rétt áðan eru þau, að það eigi að stórauka gjaldtöku á stærstu atvinnugrein þjóðarinnar, og það sem gerist er að það munu allir halda að sér höndum, bæði í ferðaþjónustunni, og í sjávarútveginum,“ sagði Lilja á Bessastöðum fyrr í dag. Þetta hafi í för með sér minni hagvöxt, minni gjaldeyristekjur, veikari krónu og erfiðara verði að fá tekjur inn í þjóðarbúið. Ríkisstjórnin leggi í óvissuferð Lilja segir að fráfarandi ríkisstjórn hafi verið að styðja ferðaþjónustuna með því að hafa hana í sérstöku ráðuneyti með menningunni, og búið þannig til tekjur. „Við erum búin að vera auka við hagvöxt, til þess að halda þessu öllu gangandi, það að leggja niður eitt ráðuneyti, er bara pínu brot við hliðina á þeirri óvissu, og þessari óvissuferð sem ríkisstjórnin er að leggja í.“ „Ég er ánægð með það að það séu nýir tímar að koma hjá mér persónulega, en sem borgari í þessu landi, þá get ég lofað ykkur því, að nú verður óvissa á gjaldeyrismarkaði þar til þau útfæra þetta.“ Ferðaþjónustan sé tiltölulega ný atvinnugrein og þurfi festu í kringum sig. „Ég verð bara að segja það sem hagfræðingur, að ég var hissa að sjá þrjá formenn fara yfir þetta og segja heyrðu við erum hugsanlega að hugsa um komugjald. Við erum líka að hugsa um að setja auðlindagjald á ferðaþjónustuna, og fara yfir svona marga þætti.“ Allir muni halda að sér höndum við þessar aðstæður, og hér verði minni hagvöxtur og minni fjárfesting.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Íslenska krónan Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fleiri fréttir Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sjá meira