Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar 23. desember 2024 08:03 Á síðustu 10 árum hefur byggst upp alþjóðlegur gagnaversiðnaður á Íslandi en áhrif þessarar uppbyggingar á íslenskan efnahag eru oft fremur ósýnileg. Dæmi um þetta eru jákvæð áhrif gagnavera á útlandasambönd Íslands. Þessi jákvæðu áhrif eru einkum vegna hagkvæmni rekstrar á fjarskiptasæstrengjunum sem liggja til Íslands og eru nauðsynlegir fyrir tengsl landsins við umheiminn. Sæstrengirnir eru í eigu og rekstri Farice sem stöðugt treystir rekstrargrundvöll sinn eftir því sem gagnaversiðnaðurinn stækkar og eflist. Ísland er fámennt, dreifbýlt og í miðju norður Atlantshafi með 1200-1500km af opnu hafi milli okkar og Evrópu. Það er áskorun og kostnaðarsamt að byggja og reka örugga fjarskiptainnviði sem tengja Ísland við útlönd. Innviðirnir verða að bera fjarskiptaumferð sem aldrei má rofna og er það hlutverk okkar hjá Farice að tryggja stöðugt samband. Félagið rekur fjarskiptasæstrengina þrjá sem bera nær alla gagnaumferð okkar til útlanda. Kerfið er hannað til þess að þola áföll enda er mikilvægi þess mikið fyrir íslenskt samfélag. Öryggi kerfisins felst í þremur fjarskiptasæstrengjum sem lenda á mismunandi stöðum um landið og eru tengdir fjölda ljósleiðara á landi á Íslandi og erlendis. En eins og með margt á Íslandi er hagkvæmni stærðar áskorun. Til er mikil gagnaflutningsgeta í strengjunum sem hægt er að nýta fyrir alþjóðlega viðskiptavini íslenskra gagnavera. Það er þannig til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag að öflugur gagnaversiðnaður geti byggst upp á Íslandi sem getur nýtt þá umframbandvídd sem sæstrengirnir bera. Á sama hátt er öruggt fjarskiptakerfi ein af forsendum þess að sú gerð gagnaversiðnaðar sem við helst viljum hafa á Íslandi geti þrifist. Gagnaversviðskiptavinir eru mjög mismunandi þar sem sumir þurfa fremur lítil útlandasambönd en aðrir viðskiptavinir eru með miklar gagnaflutningsþarfir og eru sem slíkir verðmætir viðskiptavinir fyrir Farice. Þeim viðskiptavinum sem nota stærri fjarskiptasambönd fer hratt fjölgandi sem er jákvætt fyrir félagið. Það er því til mikils unnið að styðja við uppbyggingu gagnaversiðnaðar á Íslandi og fjölga þannig efnahagsstoðunum samhliða því að styrkja rekstrargrundvöll fjarskiptakerfa landsins okkar, þjóðinni allri til hagsbóta. Höfundur er framkvæmdastjóri Farice. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu 10 árum hefur byggst upp alþjóðlegur gagnaversiðnaður á Íslandi en áhrif þessarar uppbyggingar á íslenskan efnahag eru oft fremur ósýnileg. Dæmi um þetta eru jákvæð áhrif gagnavera á útlandasambönd Íslands. Þessi jákvæðu áhrif eru einkum vegna hagkvæmni rekstrar á fjarskiptasæstrengjunum sem liggja til Íslands og eru nauðsynlegir fyrir tengsl landsins við umheiminn. Sæstrengirnir eru í eigu og rekstri Farice sem stöðugt treystir rekstrargrundvöll sinn eftir því sem gagnaversiðnaðurinn stækkar og eflist. Ísland er fámennt, dreifbýlt og í miðju norður Atlantshafi með 1200-1500km af opnu hafi milli okkar og Evrópu. Það er áskorun og kostnaðarsamt að byggja og reka örugga fjarskiptainnviði sem tengja Ísland við útlönd. Innviðirnir verða að bera fjarskiptaumferð sem aldrei má rofna og er það hlutverk okkar hjá Farice að tryggja stöðugt samband. Félagið rekur fjarskiptasæstrengina þrjá sem bera nær alla gagnaumferð okkar til útlanda. Kerfið er hannað til þess að þola áföll enda er mikilvægi þess mikið fyrir íslenskt samfélag. Öryggi kerfisins felst í þremur fjarskiptasæstrengjum sem lenda á mismunandi stöðum um landið og eru tengdir fjölda ljósleiðara á landi á Íslandi og erlendis. En eins og með margt á Íslandi er hagkvæmni stærðar áskorun. Til er mikil gagnaflutningsgeta í strengjunum sem hægt er að nýta fyrir alþjóðlega viðskiptavini íslenskra gagnavera. Það er þannig til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag að öflugur gagnaversiðnaður geti byggst upp á Íslandi sem getur nýtt þá umframbandvídd sem sæstrengirnir bera. Á sama hátt er öruggt fjarskiptakerfi ein af forsendum þess að sú gerð gagnaversiðnaðar sem við helst viljum hafa á Íslandi geti þrifist. Gagnaversviðskiptavinir eru mjög mismunandi þar sem sumir þurfa fremur lítil útlandasambönd en aðrir viðskiptavinir eru með miklar gagnaflutningsþarfir og eru sem slíkir verðmætir viðskiptavinir fyrir Farice. Þeim viðskiptavinum sem nota stærri fjarskiptasambönd fer hratt fjölgandi sem er jákvætt fyrir félagið. Það er því til mikils unnið að styðja við uppbyggingu gagnaversiðnaðar á Íslandi og fjölga þannig efnahagsstoðunum samhliða því að styrkja rekstrargrundvöll fjarskiptakerfa landsins okkar, þjóðinni allri til hagsbóta. Höfundur er framkvæmdastjóri Farice.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar