Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 27. desember 2024 13:02 Ég bý svo gott sem í Múmíndal. Svo ég einfaldi, helstu áhyggjuefnin eru hvort ég eigi að kaupa nýjan síma í bænum eða úti á Leifsstöð. Stríðsátök hafa aldrei klagað upp á mig þó ég lesi um slíkt í blöðum og bókum. Maður furðar sig, er forvitinn og fær í magann. En aldrei hef ég fundið fyrir þessu á eigin skinni. Ég get því ómögulega gert mér í hugarlund hvernig það er að lifa við stríðshörmungar og það stöðugt. Mörg vitum við hvernig það er að missa og ábyggilega hefur gefið allhressilega á lífsbátinn í gegnum tíðina líka. Ef við erum heppin, er hægt að rétta kúrsinn af. Og halda áfram að lifa. Stríð er annað. Eitthvað allt annað. Þar eru engar hendingar, heldur meðvituð keyrsla á eyðileggingu, ofbeldi og upprætingu. Ekki er hægt að tala um stríð í Palestínu. Þar er í gangi eitthvað sem Amnesty á Íslandi kallar „hópmorð“, sem virðist viss léttun á orðinu þjóðarmorð, líklega af lagabókalegum ástæðum. Í mörgum textum hafa þessi tvö orð þó sömu merkingu. Og orðhengilsháttur er óþarfi hér. Ef það kvakar eins og önd, vappar eins og önd, hefur fjaðrir og fit eins og önd þá er það önd. Staðan í Palestínu í dag er skelfileg og það sem verra er, það sem í gangi er blasir við öllum þeim sem vilja sjá, vita og skilja. Framganga ísraelska hersins gagnvart saklausu fólki í Gaza er sú sama og verknaðir af þessum toga hafa verið í gegnum aldanna rás. Skipulögð útrýming er það, studd með ráðum og dáð af öflugasta herveldi heims. Alþjóðasamfélagið hefur reynt af veikum mætti að álykta gegn þessu,sporna við þessu, en allt kemur fyrir ekki. Er mennska valkvæð? Svo virðist vera. Ríkisstjórnir „velja“ sér stríð. Grátbólgnir ráðamenn hérlendis barma sér yfir óréttætinu sem verið að beita viss lönd og allt kapp er sett á stuðning og það að verja „vestræn gildi“. Á nákvæmlega sama tíma heyrist ekki múkk yfir þeim óskapnaði sem í gangi er á Gaza, litla fingri ekki lyft af þeim löndum sem hampa áðurnefndum gildum. Tvískinnungurinn alger. Ég sá myndband af brosandi palestínskum blaðamanni fyrir nokkrum dögum. Hann og félagar hans voru að matast og það var gleði í lofti, enda átti kona hans von á þeirra fyrsta barni hvað úr hverju. Hann og félagar hans voru allir drepnir skömmu síðar. Í kjölfarið hélt ísraelski herinn svo áfram að sprengja í kringum síðasta starfhæfa sjúkrahúsið í norður-Gaza. Það var eitthvað undarlega róandi – þó ekki nema í andartak – að sjá þennan mann, sem nú er látinn, brosandi. Hann var með sama brosið og við öll. Því mennska er ekki valkvæð, getur ekki verið það. Í síðasta pistli mínum sagði ég: „Svo horfir maður á myndböndin og sér myndirnar. Þetta eru sömu svipirnir, sami óttinn, sama úrræðaleysið. Sama holdið og sama blóðið. Angistin í augum feðranna og mæðranna er nákvæmlega sú sama og ég sé í fólkinu mínu. Þau eru við. Við erum þau.“ Nei, ég hef ekki fundið fyrir neinu af þessu á eigin skinni en samt sé ég, veit og skil. Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Ég bý svo gott sem í Múmíndal. Svo ég einfaldi, helstu áhyggjuefnin eru hvort ég eigi að kaupa nýjan síma í bænum eða úti á Leifsstöð. Stríðsátök hafa aldrei klagað upp á mig þó ég lesi um slíkt í blöðum og bókum. Maður furðar sig, er forvitinn og fær í magann. En aldrei hef ég fundið fyrir þessu á eigin skinni. Ég get því ómögulega gert mér í hugarlund hvernig það er að lifa við stríðshörmungar og það stöðugt. Mörg vitum við hvernig það er að missa og ábyggilega hefur gefið allhressilega á lífsbátinn í gegnum tíðina líka. Ef við erum heppin, er hægt að rétta kúrsinn af. Og halda áfram að lifa. Stríð er annað. Eitthvað allt annað. Þar eru engar hendingar, heldur meðvituð keyrsla á eyðileggingu, ofbeldi og upprætingu. Ekki er hægt að tala um stríð í Palestínu. Þar er í gangi eitthvað sem Amnesty á Íslandi kallar „hópmorð“, sem virðist viss léttun á orðinu þjóðarmorð, líklega af lagabókalegum ástæðum. Í mörgum textum hafa þessi tvö orð þó sömu merkingu. Og orðhengilsháttur er óþarfi hér. Ef það kvakar eins og önd, vappar eins og önd, hefur fjaðrir og fit eins og önd þá er það önd. Staðan í Palestínu í dag er skelfileg og það sem verra er, það sem í gangi er blasir við öllum þeim sem vilja sjá, vita og skilja. Framganga ísraelska hersins gagnvart saklausu fólki í Gaza er sú sama og verknaðir af þessum toga hafa verið í gegnum aldanna rás. Skipulögð útrýming er það, studd með ráðum og dáð af öflugasta herveldi heims. Alþjóðasamfélagið hefur reynt af veikum mætti að álykta gegn þessu,sporna við þessu, en allt kemur fyrir ekki. Er mennska valkvæð? Svo virðist vera. Ríkisstjórnir „velja“ sér stríð. Grátbólgnir ráðamenn hérlendis barma sér yfir óréttætinu sem verið að beita viss lönd og allt kapp er sett á stuðning og það að verja „vestræn gildi“. Á nákvæmlega sama tíma heyrist ekki múkk yfir þeim óskapnaði sem í gangi er á Gaza, litla fingri ekki lyft af þeim löndum sem hampa áðurnefndum gildum. Tvískinnungurinn alger. Ég sá myndband af brosandi palestínskum blaðamanni fyrir nokkrum dögum. Hann og félagar hans voru að matast og það var gleði í lofti, enda átti kona hans von á þeirra fyrsta barni hvað úr hverju. Hann og félagar hans voru allir drepnir skömmu síðar. Í kjölfarið hélt ísraelski herinn svo áfram að sprengja í kringum síðasta starfhæfa sjúkrahúsið í norður-Gaza. Það var eitthvað undarlega róandi – þó ekki nema í andartak – að sjá þennan mann, sem nú er látinn, brosandi. Hann var með sama brosið og við öll. Því mennska er ekki valkvæð, getur ekki verið það. Í síðasta pistli mínum sagði ég: „Svo horfir maður á myndböndin og sér myndirnar. Þetta eru sömu svipirnir, sami óttinn, sama úrræðaleysið. Sama holdið og sama blóðið. Angistin í augum feðranna og mæðranna er nákvæmlega sú sama og ég sé í fólkinu mínu. Þau eru við. Við erum þau.“ Nei, ég hef ekki fundið fyrir neinu af þessu á eigin skinni en samt sé ég, veit og skil. Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun