Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. desember 2024 13:30 Radu Dragusin fór meiddur af velli gegn Nottingham Forest í miðri viku. Það er eitthvað sem hjálpar Ange Postecoglou líklega ekki við að losna við hausverkinn sem fylgir meiðslalista liðsins. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Meiðslalisti Tottenham Hotspur lengist bara og lengist og í hlutfalli við listann eykst hausverkur þjálfara liðsins, Ange Postecoglou. Tottenham mætir Wolves í ensku úrvalsdeildinni á morgun og þegar flautað verður til leiks gæti vel verið að liðið verði ekki með einn einasta miðvörð í leikmannahópnum. Radu Dragusin fór meiddur af velli þegar liðið mátti þola 1-0 tap gegn Nottingham Forest í miðri viku og er hann því fjórði miðvörðurinn sem skráir nafn sitt á sjúkralistann. Inn á í hans stað kom miðjumaðurinn Yves Bissouma og kláraði hann leikinn ásamt Archie Gray, öðrum miðjumanni. Dragusin bætist þar með á langan meiðslalista Tottenham, þar sem varnarmenn, og þá sérstaklega miðverðir, virðast vera í aðalhlutverki. Ben Davies, Micky van de Ven og Christian Romero - allt miðverðir - voru fyrir á meiðslalistanum. Liðið vonaðist til að endurheimta Ben Davies fyrir leikinn gegn Úlfunum, en Postecoglou hefur nú sagt frá því að hann hafi meiðst lítillega aftur á æfingu og verði því líklega ekki með. Það verður því áhugavert að sjá liðsuppstillinguna hjá Tottenham á morgun. Bakvörðurinn Djed Spence verður í banni eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Nottingham Forest og því spurning hvort að fjögurra manna varnarlína Tottenham samanstandi af þremur miðjumönnum og bakverðinum Pedro Porro, eða hvort Postecoglou sæki enn einn guttann úr unglingastarfi félagsins. Enski boltinn Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Sjá meira
Tottenham mætir Wolves í ensku úrvalsdeildinni á morgun og þegar flautað verður til leiks gæti vel verið að liðið verði ekki með einn einasta miðvörð í leikmannahópnum. Radu Dragusin fór meiddur af velli þegar liðið mátti þola 1-0 tap gegn Nottingham Forest í miðri viku og er hann því fjórði miðvörðurinn sem skráir nafn sitt á sjúkralistann. Inn á í hans stað kom miðjumaðurinn Yves Bissouma og kláraði hann leikinn ásamt Archie Gray, öðrum miðjumanni. Dragusin bætist þar með á langan meiðslalista Tottenham, þar sem varnarmenn, og þá sérstaklega miðverðir, virðast vera í aðalhlutverki. Ben Davies, Micky van de Ven og Christian Romero - allt miðverðir - voru fyrir á meiðslalistanum. Liðið vonaðist til að endurheimta Ben Davies fyrir leikinn gegn Úlfunum, en Postecoglou hefur nú sagt frá því að hann hafi meiðst lítillega aftur á æfingu og verði því líklega ekki með. Það verður því áhugavert að sjá liðsuppstillinguna hjá Tottenham á morgun. Bakvörðurinn Djed Spence verður í banni eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Nottingham Forest og því spurning hvort að fjögurra manna varnarlína Tottenham samanstandi af þremur miðjumönnum og bakverðinum Pedro Porro, eða hvort Postecoglou sæki enn einn guttann úr unglingastarfi félagsins.
Enski boltinn Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Sjá meira