Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar 28. desember 2024 15:30 Það er alveg ljóst að í framhaldi þess að Norðmenn tengdu sig með sæstrengjum við Bretland og Danmörku fauk orkuverðið upp úr öllu valdi í Suður-Noregi. Það gerðist árið 2021, áður en stríðið í Úkraínu byrjaði. Stjórnvöld í Noregi eru ábyrg fyrir ástandinu en hafa reynt að breiða yfir staðreyndir með því að tengja hækkun á orkuverði stríðinu í Úkraínu. Stríðið hefur haft einhver áhrif en aðaláhrifin hafa verið frá ACER, sem sér um samninga um orkumagn og dreifingu og svo lokun kjarnorkuvera í Þýskalandi. Vindorkuverin í Evrópu eru óstöðug og þurfa endalausa jöfnunarorku sem kemur aðallega frá vatnsaflsvirkjunum Norðmanna. Hér á landi er almenningur mataður á röngum fréttum sem koma frá fréttamiðlum tengdum stjórnvöldum í Noregi. Núverandi ríkisstjórn undir forystu Jonas Gahr-Støre er spáð falli í næstu kosningum samkvæmt nýustu skoðanakönnunum. Ástandið er svo slæmt í Noregi að mörg fyrirtæki og iðnaður er á barmi gjaldþrots. Heimilum er skömmtuð niðurgreiðsla fyrir skýháa raforkureikninga. Er það lausnin? Nei segja Norðmenn. Þeir vilja fá fast orkuverð fyrir kílówattstundina og á því verði sem það kostar að framleiða vatnsaflsorkuna í Noregi. Vatnsaflsvirkjanir Norðmanna voru kostaðar af skattpeningum landsmanna og ættu að þjóna norskum heimilum og iðnaði. Nú, þegar orkupakkasamningar EES og EB telja orkuframleiðslu vera hverja aðra neysluvöru, er skylt að koma henni úr höndum ríkisins og í hendur einkaaðila. Innviðir sem eru lífsnauðsynlegir fyrir afkomu iðnaðar og framleiðslu eru teknir úr höndum Norðmanna og settir á opinn markað. ACER miðstýrir orkuframleiðslu álfunnar og þar með orkukostnaði. Þar með hafa Norðmenn misst sjálfræði yfir orkunni sinni. Í fréttum hér á landi má heyra að norsk heimili fái niðurgreiðslur og því ekkert mál að greiða rafmagnsreikninginn hvern mánuð. Þetta er alrangt. Niðurgreiðsla er aðeins upp að vissu marki. Orkukostnaður hefur verið frá 5-9 þús. nkr. á mánuði fyrir eldri húsnæði með niðurgreiðslu, eða allt að 110 þús. íkr. Margar fjölskyldur slökkva á rafmagninu, elda með gasi og hita upp með viði á veturna. Þá má spyrja sig hvort þetta sé rétta leiðin til að bjarga loftslaginu? Grafið sýnir hækkun á raforku í Suður-Noregi (bláar súlur) þar sem kaplarnir til Evrópu eru tengdir við vatnsorku landshlutans. Takið vel eftir ártölunum en kaplarnir voru tengdir 2021. Þegar grafið er undan efnahag ríkisins er ekki mikið sem ríkið getur gert til að byggja upp innviði. Þannig er það í Noregi í dag. Meðalstór og lítil orkufrek fyrirtæki eins og matvinnsla s.s. bakarí, og kjötvinnsla hafa einfaldlega ekki efni á að framleiða og fólk missir vinnu. Skattgreiðendum fækkar. Erlend risafyrirtæki sem geta ekki þrifist á vindorku vilja auðvitað fá vatnsorku á sérkjörum eins og við þekkjum varðandi álverin hér á landi. Í Noregi var það venja að orkufrek fyrirtæki tryggðu sjálf orkuþörf sína án þess að heimilin liðu orkuskort. Tölvuver ameríska tölvufyrirtækisins Google mun rísa í Skien á 2 þúsund ferkílómetra lóð. Planið er að fyrirtækið taki til starfa 2026 og verði keyrt á 99% vistvænni orku frá norska orkukerfinu. Google hefur þegar fengið leyfi fyrir 240 MW, en þarf fullbyggt 840 MW, sem er 5% af allri raforku sem framleidd er í dag í Noregi. Fimmtán ferkílómetra landflæmi undir vindtúrbínuver með 50 vindtúrbínum verður byggt til að tengja við tölvuverið. Slík orka er óstöðug og því þarf jöfnunarorku frá vatnsaflsvirkjun. Vindtúrbínuver þarf alltaf jöfnunarorku. Þetta mun hafa þær afleiðingar að rafmagnskostnaður heimilanna eykst töluvert auk þess að sveiflast til og frá eftir hvernig vindur blæs, í orðsins fyllstu merkingu. Þegar risafyrirtæki lofa mikilli uppbyggingu og gróða í litlu sveitarfélagi eru það peningar sem ráða ferð og allt annað svíður undan græðginni. Mikil mótstaða náttúruverndarsinna og almennings í Suður-Noregi hefur verið gegn þessum framkvæmdum, enda bæði náttúruslys vegna vindtúrbínuversins og gríðarlegt landsvæði sem fer undir vindtúrbínuverið og sjálft töluvuverið. Andstaða Norðmanna gegn EES hefur aukist mikið og vilja sífellt fleiri að Noregur gangi úr samningnum og rjúfi orkutenginguna við Evrópu. Tenglar á áhugaverða umfjöllun í Noregi: Strømpris-krisen: - - Kutt de føkkings kablene Strømpriser: Trond Giske vil true med stengte utenlandskabler – NRK Norge – Oversikt over nyheter fra ulike deler av landet https://www.nrk.no/nyheter/energiministeren-om-skyhoye-strompriser_-_-en-helt-jaevlig-situasjon-1.17165567 Höfundur er í Lýðræðisflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Noregur Orkumál Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er alveg ljóst að í framhaldi þess að Norðmenn tengdu sig með sæstrengjum við Bretland og Danmörku fauk orkuverðið upp úr öllu valdi í Suður-Noregi. Það gerðist árið 2021, áður en stríðið í Úkraínu byrjaði. Stjórnvöld í Noregi eru ábyrg fyrir ástandinu en hafa reynt að breiða yfir staðreyndir með því að tengja hækkun á orkuverði stríðinu í Úkraínu. Stríðið hefur haft einhver áhrif en aðaláhrifin hafa verið frá ACER, sem sér um samninga um orkumagn og dreifingu og svo lokun kjarnorkuvera í Þýskalandi. Vindorkuverin í Evrópu eru óstöðug og þurfa endalausa jöfnunarorku sem kemur aðallega frá vatnsaflsvirkjunum Norðmanna. Hér á landi er almenningur mataður á röngum fréttum sem koma frá fréttamiðlum tengdum stjórnvöldum í Noregi. Núverandi ríkisstjórn undir forystu Jonas Gahr-Støre er spáð falli í næstu kosningum samkvæmt nýustu skoðanakönnunum. Ástandið er svo slæmt í Noregi að mörg fyrirtæki og iðnaður er á barmi gjaldþrots. Heimilum er skömmtuð niðurgreiðsla fyrir skýháa raforkureikninga. Er það lausnin? Nei segja Norðmenn. Þeir vilja fá fast orkuverð fyrir kílówattstundina og á því verði sem það kostar að framleiða vatnsaflsorkuna í Noregi. Vatnsaflsvirkjanir Norðmanna voru kostaðar af skattpeningum landsmanna og ættu að þjóna norskum heimilum og iðnaði. Nú, þegar orkupakkasamningar EES og EB telja orkuframleiðslu vera hverja aðra neysluvöru, er skylt að koma henni úr höndum ríkisins og í hendur einkaaðila. Innviðir sem eru lífsnauðsynlegir fyrir afkomu iðnaðar og framleiðslu eru teknir úr höndum Norðmanna og settir á opinn markað. ACER miðstýrir orkuframleiðslu álfunnar og þar með orkukostnaði. Þar með hafa Norðmenn misst sjálfræði yfir orkunni sinni. Í fréttum hér á landi má heyra að norsk heimili fái niðurgreiðslur og því ekkert mál að greiða rafmagnsreikninginn hvern mánuð. Þetta er alrangt. Niðurgreiðsla er aðeins upp að vissu marki. Orkukostnaður hefur verið frá 5-9 þús. nkr. á mánuði fyrir eldri húsnæði með niðurgreiðslu, eða allt að 110 þús. íkr. Margar fjölskyldur slökkva á rafmagninu, elda með gasi og hita upp með viði á veturna. Þá má spyrja sig hvort þetta sé rétta leiðin til að bjarga loftslaginu? Grafið sýnir hækkun á raforku í Suður-Noregi (bláar súlur) þar sem kaplarnir til Evrópu eru tengdir við vatnsorku landshlutans. Takið vel eftir ártölunum en kaplarnir voru tengdir 2021. Þegar grafið er undan efnahag ríkisins er ekki mikið sem ríkið getur gert til að byggja upp innviði. Þannig er það í Noregi í dag. Meðalstór og lítil orkufrek fyrirtæki eins og matvinnsla s.s. bakarí, og kjötvinnsla hafa einfaldlega ekki efni á að framleiða og fólk missir vinnu. Skattgreiðendum fækkar. Erlend risafyrirtæki sem geta ekki þrifist á vindorku vilja auðvitað fá vatnsorku á sérkjörum eins og við þekkjum varðandi álverin hér á landi. Í Noregi var það venja að orkufrek fyrirtæki tryggðu sjálf orkuþörf sína án þess að heimilin liðu orkuskort. Tölvuver ameríska tölvufyrirtækisins Google mun rísa í Skien á 2 þúsund ferkílómetra lóð. Planið er að fyrirtækið taki til starfa 2026 og verði keyrt á 99% vistvænni orku frá norska orkukerfinu. Google hefur þegar fengið leyfi fyrir 240 MW, en þarf fullbyggt 840 MW, sem er 5% af allri raforku sem framleidd er í dag í Noregi. Fimmtán ferkílómetra landflæmi undir vindtúrbínuver með 50 vindtúrbínum verður byggt til að tengja við tölvuverið. Slík orka er óstöðug og því þarf jöfnunarorku frá vatnsaflsvirkjun. Vindtúrbínuver þarf alltaf jöfnunarorku. Þetta mun hafa þær afleiðingar að rafmagnskostnaður heimilanna eykst töluvert auk þess að sveiflast til og frá eftir hvernig vindur blæs, í orðsins fyllstu merkingu. Þegar risafyrirtæki lofa mikilli uppbyggingu og gróða í litlu sveitarfélagi eru það peningar sem ráða ferð og allt annað svíður undan græðginni. Mikil mótstaða náttúruverndarsinna og almennings í Suður-Noregi hefur verið gegn þessum framkvæmdum, enda bæði náttúruslys vegna vindtúrbínuversins og gríðarlegt landsvæði sem fer undir vindtúrbínuverið og sjálft töluvuverið. Andstaða Norðmanna gegn EES hefur aukist mikið og vilja sífellt fleiri að Noregur gangi úr samningnum og rjúfi orkutenginguna við Evrópu. Tenglar á áhugaverða umfjöllun í Noregi: Strømpris-krisen: - - Kutt de føkkings kablene Strømpriser: Trond Giske vil true med stengte utenlandskabler – NRK Norge – Oversikt over nyheter fra ulike deler av landet https://www.nrk.no/nyheter/energiministeren-om-skyhoye-strompriser_-_-en-helt-jaevlig-situasjon-1.17165567 Höfundur er í Lýðræðisflokknum.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun