Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 29. desember 2024 14:00 Fyrir nokkrum árum síðan voru þáverandi regnhlífarsamtök íslenzkra Evrópusambandssinna, Já Ísland, aðili að evrópsku samtökunum European Movement International. Síðarnefndu samtökin hafa frá stofnun þeirra árið 1948 haft það meginmarkmið að til verði evrópskt sambandsríki þó það hafi verið orðað aðeins öðruvísi síðustu árin eða á þá leið að þau vilji stuðla að umræðu um arkitektúr sambandsins. Markmiðið er eftir sem áður hið sama og allt frá upphafi. Að Evrópusambandið verði að lokum að sambandsríki. Frá upphafi hefur hið sama verið lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess. Þannig kom til að mynda fram í Schuman-yfirlýsingunni 1950, sem kom þróuninni af stað, að fyrsta skrefið á þeirri vegferð væri að koma stál- og kolaframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokamarkmiðið evrópskt sambandsríki. Síðan hefur sambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Nú síðast var til að mynda talað um áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar Þýzkalands. Fyrir um tveimur og hálfu ári síðan var Evrópuhreyfingin, arftaki Já Ísland, sett á laggirnar. Fram kemur á vefsíðu European Movement International að Evrópuhreyfingin sé í aðildarferli að evrópsku samtökunum. Þá kemur fram á vefsíðunni að Jón Steindór Valdimarsson, formaður Evrópuhreyfingarinnar, sitji í tveimur af þremur stjórnmálanefndum þeirra og G. Pétur Matthíasson, stjórnarmaður í hreyfingunni, í þeirri þriðju en aðeins fulltrúar aðildarfélaga geta átt sæti í nefndunum samkvæmt reglum samtakanna. Til að mynda situr Jón Steindór í nefnd sem hefur meðal annars það markmið að vinna að því að einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins verði með öllu afnumið á vettvangi þess sem stundum hefur einnig verið kallað neitunarvald. Einróma samþykki var áður reglan við töku ákvarðana innan sambandsins en hefur jafnt og þétt heyrt sögunni til á liðnum árum og áratugum og heyrir í raun til algerra undantekninga í dag. Þessi þróun hefur eðli málsins samkvæmt komið sér verst fyrir fámennustu ríkin innan þess. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi formlegt vægi landsins, og þar með möguleikar okkar Íslendinga til þess að hafa áhrif á ákvarðanatöku í þeim stofnunum sambandsins þar sem ríki þess eiga fulltrúa, í langflestum tilfellum einkum eftir íbúafjölda landsins. Þar á meðal varðandi ákvarðanir um sjávarútvegsmál og orkumál. Um þetta má til dæmis fræðast á vefsíðum Evrópusambandsins. Þannig yrði vægi Íslands í ráðherraráði sambandsins í langflestum tilfellum um 0,08% eða á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Hver þróunin hefur verið innan Evrópusambandsins og hvert hún stefnir er eðli málsins samkvæmt lykilatriði þegar rætt er um sambandið og hvort rétt væri fyrir Ísland að verða hluti þess. Eins er einnig gagnlegt að vita fyrir hvað hérlend samtök Evrópusambandssinna standa í raun í þeim efnum. Þá er ekki síður mikilvægt hver staða landsins yrði innan Evrópusambandsins þegar kæmi að því að hafa áhrif á ákvarðanir. Fyrir utan annað er vitanlega lítið gagn að „sæti við borðið“ þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum síðan voru þáverandi regnhlífarsamtök íslenzkra Evrópusambandssinna, Já Ísland, aðili að evrópsku samtökunum European Movement International. Síðarnefndu samtökin hafa frá stofnun þeirra árið 1948 haft það meginmarkmið að til verði evrópskt sambandsríki þó það hafi verið orðað aðeins öðruvísi síðustu árin eða á þá leið að þau vilji stuðla að umræðu um arkitektúr sambandsins. Markmiðið er eftir sem áður hið sama og allt frá upphafi. Að Evrópusambandið verði að lokum að sambandsríki. Frá upphafi hefur hið sama verið lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess. Þannig kom til að mynda fram í Schuman-yfirlýsingunni 1950, sem kom þróuninni af stað, að fyrsta skrefið á þeirri vegferð væri að koma stál- og kolaframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokamarkmiðið evrópskt sambandsríki. Síðan hefur sambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Nú síðast var til að mynda talað um áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar Þýzkalands. Fyrir um tveimur og hálfu ári síðan var Evrópuhreyfingin, arftaki Já Ísland, sett á laggirnar. Fram kemur á vefsíðu European Movement International að Evrópuhreyfingin sé í aðildarferli að evrópsku samtökunum. Þá kemur fram á vefsíðunni að Jón Steindór Valdimarsson, formaður Evrópuhreyfingarinnar, sitji í tveimur af þremur stjórnmálanefndum þeirra og G. Pétur Matthíasson, stjórnarmaður í hreyfingunni, í þeirri þriðju en aðeins fulltrúar aðildarfélaga geta átt sæti í nefndunum samkvæmt reglum samtakanna. Til að mynda situr Jón Steindór í nefnd sem hefur meðal annars það markmið að vinna að því að einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins verði með öllu afnumið á vettvangi þess sem stundum hefur einnig verið kallað neitunarvald. Einróma samþykki var áður reglan við töku ákvarðana innan sambandsins en hefur jafnt og þétt heyrt sögunni til á liðnum árum og áratugum og heyrir í raun til algerra undantekninga í dag. Þessi þróun hefur eðli málsins samkvæmt komið sér verst fyrir fámennustu ríkin innan þess. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi formlegt vægi landsins, og þar með möguleikar okkar Íslendinga til þess að hafa áhrif á ákvarðanatöku í þeim stofnunum sambandsins þar sem ríki þess eiga fulltrúa, í langflestum tilfellum einkum eftir íbúafjölda landsins. Þar á meðal varðandi ákvarðanir um sjávarútvegsmál og orkumál. Um þetta má til dæmis fræðast á vefsíðum Evrópusambandsins. Þannig yrði vægi Íslands í ráðherraráði sambandsins í langflestum tilfellum um 0,08% eða á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Hver þróunin hefur verið innan Evrópusambandsins og hvert hún stefnir er eðli málsins samkvæmt lykilatriði þegar rætt er um sambandið og hvort rétt væri fyrir Ísland að verða hluti þess. Eins er einnig gagnlegt að vita fyrir hvað hérlend samtök Evrópusambandssinna standa í raun í þeim efnum. Þá er ekki síður mikilvægt hver staða landsins yrði innan Evrópusambandsins þegar kæmi að því að hafa áhrif á ákvarðanir. Fyrir utan annað er vitanlega lítið gagn að „sæti við borðið“ þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun