ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar 30. desember 2024 07:00 Ný ríkisstjórn er tekin til starfa og hyggst halda þjóðaratkvæðagreiðslu til að kanna hug þjóðarinnar til aðildar að Evrópusambandinu (ESB) á kjörtímabilinu. Eða eins og stendur í stefnuyfirlýsingu hennar: „Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu fer fram eigi síðar en árið 2027.“ Mestu skiptir að umræðan fyrir þá þjóðaratkvæðagreiðslu verði heilstæð, vönduð og málefnaleg. Í upphafi kjörtímabilsins verður svo að sögn óháðum erlendum sérfræðingum falið að vinna skýrslu um kosti og galla krónunnar og valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum. Margir erlendir sérfræðingar hafa komið að því máli áður í ítarlegum skýrslum t.d. árið 2018. Sjá hér. Það er útaf fyrir sig eðlilegt að teknar séu saman nýjar skýrslur um gjaldmiðlamálin áður en þjóðaatkvæðagreiðslan fer fram og verði þannig innlegg í umræðuna. Öll lönd sem ganga í ESB þurfa einhverntíma að taka upp evruna nema þau hafi undanþágu eins og Danmörk hefur, svokallað „opt-out.“ Þjóðaratkvæðagreiðsla 2027 er aftur á móti seint a ferðinni því kjörtímabilinu líkur væntanlega hausið 2028. Það er nauðsynlegt að ríkisstjórnin tali til þjóðarinnar og geri grein fyrir hvernig á að standa að þessu. Verði niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2027 að fara í aðildarviðræður þyrfti að ljúka þeim viðræðum og halda síðan aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um þann samning sem næðist við ESB. Það getur tekið allmörg ár og næðist varla fyrir Alþingiskosningar 2028? Aðildarviðræður við ESB Ýmis flókin mál yrðu á dagskrá á meðan á aðildarviðræðum stæði ef af þeim verður á annað borð. Sérstaklega vandasamir yrðu samningar um sjávarútvegskafla og landbúnaðarkafla ESB, sem því miður voru ekki ræddir þegar Ísland sótti um aðild að ESB 2009. Umsóknin um ESB aðild var dregin til baka áður en til þess kom og því fengum við aldrei nein svör við þeim mikilvægu spurningum sem hefðu vaknað ef kaflarnir hefðu verði opnaðir og ræddir ítarlega við Brussel. Fleiri mál gætu orðið erfið en þó samningar tækjust og Ísland fengi aðild að ESB þyrfti landið að vera í ESB að minnsta kosti í tvö ár áður en upptaka evrunnar væri möguleg. Ísland þyrfti þá að uppfylla ýmis efnahagsskilyrði sem gæti tafið upptöku evrunnar enn frekar. Breyting á stjórnarskránni Svo þyrfti væntanlega að breyta stjórnarskránni eigi Ísland að gerast aðili að ESB þar sem aðild að ESB felur í sér töluvert valdaframsal til Brussel þar sem löggjafarvaldi, dómsvaldi og framkvæmdarvaldi yrði deilt með stofnunum ESB. Ljóst er líka af stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að til stendur að breyta stjórnarskránni. Þar segir m.a. „Ríkisstjórnin mun hafa forgöngu um að samþykkt verði ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir í þjóðareign.“ Alþingi getur breytt stjórnarskránni skv. 79. gr. stjórnarskrárinnar, en það verður að gerast í tveimur þrepum. Fyrst þyrfti að leggja fram tillögu fyrir Alþingi um stjórnarskrárbreytingu og fjalla um hana. Breytingin á stjórnarskránni tekur hins vegar ekki gildi þó að Alþingi samþykki tillöguna. Til þess að stjórnarskrárbreyting taki gildi þarf rjúfa þing og boða til Alþingiskosninga og fyrsta verk nýkjörins þings eftir kosningar væri að greiða aftur atkvæði um tillöguna. Samþykki nýkjörið Alþingi ályktunina óbreytta og hún svo staðfest af forseta Íslands tekur breytingin gildi sem stjórnskipunarlög. Aðeins eftir að stjórnarskránni hefur verið breytt á réttan hátt á tveimur þingum verður aðild að ESB möguleg. Um þetta má t.d. lesa grein Davíðs Þórs Björgvinssonar prófessors við Háskólann á Akureyri, sjá hér. Verðbólga og fjárlagahalli á Íslandi og blessuð krónan Varðandi krónuna sýnist sitt hverjum og sumir telja upptöku evrunnar nauðsynlega, jafnvel allra meina bót. Krónunni og evrunni fylgja kostir og gallar sem ég fjallaði um í nýlegri grein, sjá hér. Meðfylgjandi mynd sýnir verðbólgu og fjárlagahalla á Íslandi frá 1980 til 2023. Gögnin koma úr gagnagrunni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en gagnagrunnurinn nær ekki lengra aftur í tímann en til 1980. Ljóst er að verðbólga var mjög há á Íslandi fyrsta áratuginn. Eftir það komu verðbólgutímabil í kreppunni 2008/09 og svo aftur 2022/23 í kjölfar Covid-19 og stríðsins í Úkraínu. Verðbólgan nú mælist 4,8% sem er enn talsvert yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans sem er 2,5%. Það varð mikill halli á ríkissjóði í kjölfar kreppunnar 2008/09 eftir afgang árin áður. Svo varð mikill halli á ríkissjóði í kjölfar Covid-19 árin 2020 og 2021, sjá mynd. Mikill afgangur á ríkissjóði árið 2016 tengist væntanlega stöðugleikaframlögunum sem kröfuhafar greiddu fyrir að fá að fara úr landi með eignir sem voru fastar hér á landi vegna fjármagnshafta. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir ráð fyrir því að opinberar skuldir Íslands verði um 60% af vergri landsframleiðslu í árslok 2024 sem væri ásættanleg tala fyrir ESB og evrusvæðið og mun betri staða en meðaltal núverandi aðildarríkja evrusvæðisins sem er 88%. Lánshæfismat Íslands hjá Moody's og Standard & Poor's er nokkuð gott A2/A+. Betur hefur tekist að hemja verbólguna eftir 1992 en áður, en þó með undantekningum eins og áður sagði. Spurningin er svo hvort bætt hagstjórn geti tryggt meiri verðstöðugleika á Íslandi í framtíðinni. Töluvert aðhald í ríkisfjármálum eins og myndin að ofan sýnir sem hjálpar til með verðstöðugleika þó margt fleira komi til og skipti máli fyrir verðstöðugleika t.d. sæmileg sátt á vinnumarkaði. Væri evran tekin upp mundi stjórn peningamála færast til Seðlabanka Evrópu í Frankfurt og ríkisfjármálum yrðu settar nokkuð þröngar skorður þar sem stefn yrði að jöfnuði í ríkisfjármálum en hallarekstur mætti ekki vera umfram 3% af vergri landsframleiðslu samkvæmt svokölluðum „fiscal rules“ ESB. Svo má velta fyrir sér hvernig þetta gengi í hagkerfi sem er frekar einhæft eins og á Íslandi og því sveiflukennt. Ísland er líka með nokkuð öflugt velferðarkerfi og þar með sterka höggdeyfa og svo líka sterk stéttarfélög. Að vísu hefur ESB ekki ráðið við að framfylgja þessum reglum gagnvart sínum aðildaríkjum, hvorki hvað fjárlagahallann varða né skuldahlutfallið samanber fyrri grein mína, sjá hér. ESB kosningar og stjórnarskrábreyting Varðandi ESB aðild erum við væntanlega að tala um tvennar þjóðaratkvæðagreiðslur þ.e. ef aðildarviðræður við ESB verða samþykktar í fyrri þjóðaratkvæðagreiðslunni. Seinni þjóðaratkvæðagreiðslan yrði um þann samning sem næðist við ESB. Svo þarf að breyta stjórnarskránni og samþykkja þær breytingar tvisvar á Alþingi með þingrofi og kosningum á milli eins og áður sagði. Alþingi gæti lagt fram tillögu að stjórnarskrárbreytingu og látið kjósa um hana á þinginu haustið 2028 þegar kjörtímabilinu líkur. Varla yrði hægt að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB aðild samtímis Alþingiskosningum þar sem hæpið er að samningur við ESB liggi fyrir svo snemma? Eftir Alþingiskosningarnar 2028 þyrfti svo nýtt Alþingi að samþykkja stjórnarskrábreytinguna til þess að hún öðlaðist gildi, og forseti Íslands að staðfesta. Þegar samningarviðræðum við ESB lyki þyrfti aðra þjóðaratkvæðagreiðslu til að samþykkja eða hafna samningnum við ESB. Þetta er nokkuð flókið og langt ferli ef þetta er rétt skilið hjá mér en alls ekki tæmandi. Þetta ferli gæti litið eitthvað örðuvísi út. En hvernig ætlar ríkisstjórnin að standa að þessu? Hvernig lítur hugsanleg tímatafla út? Um það er ekki getið í stuttri stefnuyfirlýsingu. Aðeins sagt: „Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu fer fram eigi síðar en árið 2027.“ Það er nauðsynlegt að ríkisstjórnin skýri út fyrir þjóðinni á næstunni hvað gæti verði framundan. Ríkisstjórnin þarf að miðla sinni framtíðarsýn til þjóðarinnar sérstaklega ef hún hyggst efna til þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2027 með þeim kostnaði og fyrirhöfn sem henni fylgir. Útþenslustefna Bandaríknanna? Og svo er það Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna sem fer nú mikinn þessa dagana og talar um Kanada sem hugsanlegt fylki í Bandaríkjunum og kaup á Grænlandi sem hugsanlega yrði þá líka fylki. Það er ekki tíðindalaust á norðurslóðum. Verði svo Ísland enn eitt fylkið (no. 53?) í öllum þessum látum þarf ekki lengur að rífast um ESB og evruna, að ekki sé talað um blessaða Íslensku krónuna? Og ríkisstjórn Íslands gæti andað léttar og gleymt Brussel og auðvitað evrunni um leið. „Dollarinn skal standa“ sagði forsætisráðherra Íslands í Atómstöð Halldórs Laxness. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilmar Þór Hilmarsson Evrópusambandið Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn er tekin til starfa og hyggst halda þjóðaratkvæðagreiðslu til að kanna hug þjóðarinnar til aðildar að Evrópusambandinu (ESB) á kjörtímabilinu. Eða eins og stendur í stefnuyfirlýsingu hennar: „Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu fer fram eigi síðar en árið 2027.“ Mestu skiptir að umræðan fyrir þá þjóðaratkvæðagreiðslu verði heilstæð, vönduð og málefnaleg. Í upphafi kjörtímabilsins verður svo að sögn óháðum erlendum sérfræðingum falið að vinna skýrslu um kosti og galla krónunnar og valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum. Margir erlendir sérfræðingar hafa komið að því máli áður í ítarlegum skýrslum t.d. árið 2018. Sjá hér. Það er útaf fyrir sig eðlilegt að teknar séu saman nýjar skýrslur um gjaldmiðlamálin áður en þjóðaatkvæðagreiðslan fer fram og verði þannig innlegg í umræðuna. Öll lönd sem ganga í ESB þurfa einhverntíma að taka upp evruna nema þau hafi undanþágu eins og Danmörk hefur, svokallað „opt-out.“ Þjóðaratkvæðagreiðsla 2027 er aftur á móti seint a ferðinni því kjörtímabilinu líkur væntanlega hausið 2028. Það er nauðsynlegt að ríkisstjórnin tali til þjóðarinnar og geri grein fyrir hvernig á að standa að þessu. Verði niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2027 að fara í aðildarviðræður þyrfti að ljúka þeim viðræðum og halda síðan aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um þann samning sem næðist við ESB. Það getur tekið allmörg ár og næðist varla fyrir Alþingiskosningar 2028? Aðildarviðræður við ESB Ýmis flókin mál yrðu á dagskrá á meðan á aðildarviðræðum stæði ef af þeim verður á annað borð. Sérstaklega vandasamir yrðu samningar um sjávarútvegskafla og landbúnaðarkafla ESB, sem því miður voru ekki ræddir þegar Ísland sótti um aðild að ESB 2009. Umsóknin um ESB aðild var dregin til baka áður en til þess kom og því fengum við aldrei nein svör við þeim mikilvægu spurningum sem hefðu vaknað ef kaflarnir hefðu verði opnaðir og ræddir ítarlega við Brussel. Fleiri mál gætu orðið erfið en þó samningar tækjust og Ísland fengi aðild að ESB þyrfti landið að vera í ESB að minnsta kosti í tvö ár áður en upptaka evrunnar væri möguleg. Ísland þyrfti þá að uppfylla ýmis efnahagsskilyrði sem gæti tafið upptöku evrunnar enn frekar. Breyting á stjórnarskránni Svo þyrfti væntanlega að breyta stjórnarskránni eigi Ísland að gerast aðili að ESB þar sem aðild að ESB felur í sér töluvert valdaframsal til Brussel þar sem löggjafarvaldi, dómsvaldi og framkvæmdarvaldi yrði deilt með stofnunum ESB. Ljóst er líka af stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að til stendur að breyta stjórnarskránni. Þar segir m.a. „Ríkisstjórnin mun hafa forgöngu um að samþykkt verði ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir í þjóðareign.“ Alþingi getur breytt stjórnarskránni skv. 79. gr. stjórnarskrárinnar, en það verður að gerast í tveimur þrepum. Fyrst þyrfti að leggja fram tillögu fyrir Alþingi um stjórnarskrárbreytingu og fjalla um hana. Breytingin á stjórnarskránni tekur hins vegar ekki gildi þó að Alþingi samþykki tillöguna. Til þess að stjórnarskrárbreyting taki gildi þarf rjúfa þing og boða til Alþingiskosninga og fyrsta verk nýkjörins þings eftir kosningar væri að greiða aftur atkvæði um tillöguna. Samþykki nýkjörið Alþingi ályktunina óbreytta og hún svo staðfest af forseta Íslands tekur breytingin gildi sem stjórnskipunarlög. Aðeins eftir að stjórnarskránni hefur verið breytt á réttan hátt á tveimur þingum verður aðild að ESB möguleg. Um þetta má t.d. lesa grein Davíðs Þórs Björgvinssonar prófessors við Háskólann á Akureyri, sjá hér. Verðbólga og fjárlagahalli á Íslandi og blessuð krónan Varðandi krónuna sýnist sitt hverjum og sumir telja upptöku evrunnar nauðsynlega, jafnvel allra meina bót. Krónunni og evrunni fylgja kostir og gallar sem ég fjallaði um í nýlegri grein, sjá hér. Meðfylgjandi mynd sýnir verðbólgu og fjárlagahalla á Íslandi frá 1980 til 2023. Gögnin koma úr gagnagrunni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en gagnagrunnurinn nær ekki lengra aftur í tímann en til 1980. Ljóst er að verðbólga var mjög há á Íslandi fyrsta áratuginn. Eftir það komu verðbólgutímabil í kreppunni 2008/09 og svo aftur 2022/23 í kjölfar Covid-19 og stríðsins í Úkraínu. Verðbólgan nú mælist 4,8% sem er enn talsvert yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans sem er 2,5%. Það varð mikill halli á ríkissjóði í kjölfar kreppunnar 2008/09 eftir afgang árin áður. Svo varð mikill halli á ríkissjóði í kjölfar Covid-19 árin 2020 og 2021, sjá mynd. Mikill afgangur á ríkissjóði árið 2016 tengist væntanlega stöðugleikaframlögunum sem kröfuhafar greiddu fyrir að fá að fara úr landi með eignir sem voru fastar hér á landi vegna fjármagnshafta. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir ráð fyrir því að opinberar skuldir Íslands verði um 60% af vergri landsframleiðslu í árslok 2024 sem væri ásættanleg tala fyrir ESB og evrusvæðið og mun betri staða en meðaltal núverandi aðildarríkja evrusvæðisins sem er 88%. Lánshæfismat Íslands hjá Moody's og Standard & Poor's er nokkuð gott A2/A+. Betur hefur tekist að hemja verbólguna eftir 1992 en áður, en þó með undantekningum eins og áður sagði. Spurningin er svo hvort bætt hagstjórn geti tryggt meiri verðstöðugleika á Íslandi í framtíðinni. Töluvert aðhald í ríkisfjármálum eins og myndin að ofan sýnir sem hjálpar til með verðstöðugleika þó margt fleira komi til og skipti máli fyrir verðstöðugleika t.d. sæmileg sátt á vinnumarkaði. Væri evran tekin upp mundi stjórn peningamála færast til Seðlabanka Evrópu í Frankfurt og ríkisfjármálum yrðu settar nokkuð þröngar skorður þar sem stefn yrði að jöfnuði í ríkisfjármálum en hallarekstur mætti ekki vera umfram 3% af vergri landsframleiðslu samkvæmt svokölluðum „fiscal rules“ ESB. Svo má velta fyrir sér hvernig þetta gengi í hagkerfi sem er frekar einhæft eins og á Íslandi og því sveiflukennt. Ísland er líka með nokkuð öflugt velferðarkerfi og þar með sterka höggdeyfa og svo líka sterk stéttarfélög. Að vísu hefur ESB ekki ráðið við að framfylgja þessum reglum gagnvart sínum aðildaríkjum, hvorki hvað fjárlagahallann varða né skuldahlutfallið samanber fyrri grein mína, sjá hér. ESB kosningar og stjórnarskrábreyting Varðandi ESB aðild erum við væntanlega að tala um tvennar þjóðaratkvæðagreiðslur þ.e. ef aðildarviðræður við ESB verða samþykktar í fyrri þjóðaratkvæðagreiðslunni. Seinni þjóðaratkvæðagreiðslan yrði um þann samning sem næðist við ESB. Svo þarf að breyta stjórnarskránni og samþykkja þær breytingar tvisvar á Alþingi með þingrofi og kosningum á milli eins og áður sagði. Alþingi gæti lagt fram tillögu að stjórnarskrárbreytingu og látið kjósa um hana á þinginu haustið 2028 þegar kjörtímabilinu líkur. Varla yrði hægt að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB aðild samtímis Alþingiskosningum þar sem hæpið er að samningur við ESB liggi fyrir svo snemma? Eftir Alþingiskosningarnar 2028 þyrfti svo nýtt Alþingi að samþykkja stjórnarskrábreytinguna til þess að hún öðlaðist gildi, og forseti Íslands að staðfesta. Þegar samningarviðræðum við ESB lyki þyrfti aðra þjóðaratkvæðagreiðslu til að samþykkja eða hafna samningnum við ESB. Þetta er nokkuð flókið og langt ferli ef þetta er rétt skilið hjá mér en alls ekki tæmandi. Þetta ferli gæti litið eitthvað örðuvísi út. En hvernig ætlar ríkisstjórnin að standa að þessu? Hvernig lítur hugsanleg tímatafla út? Um það er ekki getið í stuttri stefnuyfirlýsingu. Aðeins sagt: „Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu fer fram eigi síðar en árið 2027.“ Það er nauðsynlegt að ríkisstjórnin skýri út fyrir þjóðinni á næstunni hvað gæti verði framundan. Ríkisstjórnin þarf að miðla sinni framtíðarsýn til þjóðarinnar sérstaklega ef hún hyggst efna til þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2027 með þeim kostnaði og fyrirhöfn sem henni fylgir. Útþenslustefna Bandaríknanna? Og svo er það Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna sem fer nú mikinn þessa dagana og talar um Kanada sem hugsanlegt fylki í Bandaríkjunum og kaup á Grænlandi sem hugsanlega yrði þá líka fylki. Það er ekki tíðindalaust á norðurslóðum. Verði svo Ísland enn eitt fylkið (no. 53?) í öllum þessum látum þarf ekki lengur að rífast um ESB og evruna, að ekki sé talað um blessaða Íslensku krónuna? Og ríkisstjórn Íslands gæti andað léttar og gleymt Brussel og auðvitað evrunni um leið. „Dollarinn skal standa“ sagði forsætisráðherra Íslands í Atómstöð Halldórs Laxness. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri.
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar