Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. janúar 2025 21:56 Lögreglan var skjót á vettvang. AP/Ty ONeil Einn lést og sjö særðust þegar að Cybertruck-bifreið úr smiðju bílaframleiðandans Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel í Las Vegas í Nevada-ríki í Bandaríkjunum í dag. Hótelið er í eigu Donalds Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna. Maðurinn sem lést var ökumaður bifreiðarinnar. Fréttastofa BBC greinir frá. Lögreglan á svæðinu rannsakar nú slysið en að þeirra sögn stöðvaði bifreiðin nærri inngangi hótelsins í morgun. Reyk tók þá að leggja frá bifreiðinni, rétt áður en að hún sprakk. Þeir sem særðust hlutu aðeins minniháttar áverka. Sprenging þessi átti sér stað aðeins nokkrum klukkutímum eftir að árásarmaður ók bifreið inn í mannfjölda í New Orleans í morgun og myrti tíu og særði um 35 manns. Rannsókn stendur yfir á vettvangi og er unnið að því að ná líki ökumannsins úr bílnum. Lögreglustjórinn á svæðinu sagði að engin frekari hætta steðji að almenningi í borginni vegna atviksins. Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla, tjáði sig um málið á samfélagsmiðli sínum X og sagði að bifreiðin hafi sprungið vegna flugelda eða sprengju á palli bílsins. Sprengingin hefði ekkert með bifreiðina sjálfa að gera. We have now confirmed that the explosion was caused by very large fireworks and/or a bomb carried in the bed of the rented Cybertruck and is unrelated to the vehicle itself. All vehicle telemetry was positive at the time of the explosion. https://t.co/HRjb87YbaJ— Elon Musk (@elonmusk) January 1, 2025 Hér fyrir neðan má sjá myndskeið sem hefur farið í dreifingu á X sem virðist vera úr eftirlitsmyndavél við hótelið. Við vörum viðkvæma við myndefninu. Elon Musk’s dumb idea — the Cybertruck — exploding in front of a Trump hotel is the ultimate metaphor for the next four years. pic.twitter.com/TPJZsay9bh— JΛKΣ (@USMCLiberal) January 1, 2025 Bandaríkin Donald Trump Tesla Tengdar fréttir Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn sem ók bifreið inn í mannfjölda í New Orleans í morgun og myrti tíu og særði um 35 manns hét Shamsud-Din Jabbar og var 42 ára bandarískur ríkisborgari. Fáni hryðjuverkasamtaka sem kennir sig við íslamskt ríki fannst í bílnum. 1. janúar 2025 19:44 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira
Fréttastofa BBC greinir frá. Lögreglan á svæðinu rannsakar nú slysið en að þeirra sögn stöðvaði bifreiðin nærri inngangi hótelsins í morgun. Reyk tók þá að leggja frá bifreiðinni, rétt áður en að hún sprakk. Þeir sem særðust hlutu aðeins minniháttar áverka. Sprenging þessi átti sér stað aðeins nokkrum klukkutímum eftir að árásarmaður ók bifreið inn í mannfjölda í New Orleans í morgun og myrti tíu og særði um 35 manns. Rannsókn stendur yfir á vettvangi og er unnið að því að ná líki ökumannsins úr bílnum. Lögreglustjórinn á svæðinu sagði að engin frekari hætta steðji að almenningi í borginni vegna atviksins. Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla, tjáði sig um málið á samfélagsmiðli sínum X og sagði að bifreiðin hafi sprungið vegna flugelda eða sprengju á palli bílsins. Sprengingin hefði ekkert með bifreiðina sjálfa að gera. We have now confirmed that the explosion was caused by very large fireworks and/or a bomb carried in the bed of the rented Cybertruck and is unrelated to the vehicle itself. All vehicle telemetry was positive at the time of the explosion. https://t.co/HRjb87YbaJ— Elon Musk (@elonmusk) January 1, 2025 Hér fyrir neðan má sjá myndskeið sem hefur farið í dreifingu á X sem virðist vera úr eftirlitsmyndavél við hótelið. Við vörum viðkvæma við myndefninu. Elon Musk’s dumb idea — the Cybertruck — exploding in front of a Trump hotel is the ultimate metaphor for the next four years. pic.twitter.com/TPJZsay9bh— JΛKΣ (@USMCLiberal) January 1, 2025
Bandaríkin Donald Trump Tesla Tengdar fréttir Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn sem ók bifreið inn í mannfjölda í New Orleans í morgun og myrti tíu og særði um 35 manns hét Shamsud-Din Jabbar og var 42 ára bandarískur ríkisborgari. Fáni hryðjuverkasamtaka sem kennir sig við íslamskt ríki fannst í bílnum. 1. janúar 2025 19:44 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira
Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn sem ók bifreið inn í mannfjölda í New Orleans í morgun og myrti tíu og særði um 35 manns hét Shamsud-Din Jabbar og var 42 ára bandarískur ríkisborgari. Fáni hryðjuverkasamtaka sem kennir sig við íslamskt ríki fannst í bílnum. 1. janúar 2025 19:44