Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. janúar 2025 12:15 Eyjólfur Ármannsson nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ætlar strax að láta hendur standa fram úr ermum. Vísir Ný ríkisstjórn hittist á vinnufundi í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum á morgun og er búist við að fundurinn standi allan daginn að sögn samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra. Hann segir að forgangsverkefni sitt sé að hefja framkvæmdir á Sundabraut. Framkvæmdin verði fjármögnuð með innheimtu veggjalda Vinnufundur ríkisstjórnarinnar á Þingvöllum hefst í fyrramálið og verður fram eftir degi að sögn Eyjólfs Ármannssonar nýs samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. „Þetta verður svona vinnufundur hjá okkur á Þingvöllum. Ég hlakka til,“ segir Eyjólfur. Stórframkvæmdir fram undan Eyjólfur sem hitti allt starfsfólk ráðuneytisins í morgun segir mörg stór verkefni fram undan eins og framkvæmdir um allt land í samgöngum og jarðgangagerð. „Sundabraut er forgangsmál. Það kemur úr umhverfismati um Sundabraut og það þarf að ákveða hvort að það verði brú eða jarðgöng núna á vormánuðum. Í stjórnarsáttmálanum.er gert ráð fyrir að fjárfest sé í innviðum til að auka verðmætasköpun. Þá á að hefja kraftmiklar framkvæmdir um land allt í samgöngum og rjúfa þá kyrrstöðu sem hefur verið í jarðgangagerð, helst á næsta ári. Svo er það samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins,“ segir hann. Sundabraut fjármögnuð með veggjöldum Eyjólfur segir eftir að taka ákvörðun um fjármögnun jarðganga en Sundabraut verði ekki á kostnað ríkissjóðs. „Sundabraut er verkefni sem er fjármagnað með innheimtu veggjalda. Það er ekki inn í ríkisfjármálunum. Svo er það jarðgangagerðin, ég myndi vilja hafa fastan lið í fjárlögum fyrir jarðgangagerð. Þannig að það verði alltaf nægt fjármagn svo ein jarðgöng taki við að öðrum. Aðspurður um hvar sé brýnasta þörfin fyrir jarðgöng svarar Eyjólfur. „Það er á Vestfjörðum, Austfjörðum og Tröllaskaga en þetta á allt eftir að koma í ljós.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Samgöngur Vegtollar Rekstur hins opinbera Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Vinnufundur ríkisstjórnarinnar á Þingvöllum hefst í fyrramálið og verður fram eftir degi að sögn Eyjólfs Ármannssonar nýs samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. „Þetta verður svona vinnufundur hjá okkur á Þingvöllum. Ég hlakka til,“ segir Eyjólfur. Stórframkvæmdir fram undan Eyjólfur sem hitti allt starfsfólk ráðuneytisins í morgun segir mörg stór verkefni fram undan eins og framkvæmdir um allt land í samgöngum og jarðgangagerð. „Sundabraut er forgangsmál. Það kemur úr umhverfismati um Sundabraut og það þarf að ákveða hvort að það verði brú eða jarðgöng núna á vormánuðum. Í stjórnarsáttmálanum.er gert ráð fyrir að fjárfest sé í innviðum til að auka verðmætasköpun. Þá á að hefja kraftmiklar framkvæmdir um land allt í samgöngum og rjúfa þá kyrrstöðu sem hefur verið í jarðgangagerð, helst á næsta ári. Svo er það samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins,“ segir hann. Sundabraut fjármögnuð með veggjöldum Eyjólfur segir eftir að taka ákvörðun um fjármögnun jarðganga en Sundabraut verði ekki á kostnað ríkissjóðs. „Sundabraut er verkefni sem er fjármagnað með innheimtu veggjalda. Það er ekki inn í ríkisfjármálunum. Svo er það jarðgangagerðin, ég myndi vilja hafa fastan lið í fjárlögum fyrir jarðgangagerð. Þannig að það verði alltaf nægt fjármagn svo ein jarðgöng taki við að öðrum. Aðspurður um hvar sé brýnasta þörfin fyrir jarðgöng svarar Eyjólfur. „Það er á Vestfjörðum, Austfjörðum og Tröllaskaga en þetta á allt eftir að koma í ljós.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Samgöngur Vegtollar Rekstur hins opinbera Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira