Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir, Kristín Jónsdóttir og Gunnar Ásgrímsson skrifa 7. janúar 2025 15:01 Í upphafi nýs árs er vert að ræða eitt mikilvægasta verkefnið innan menntakerfisins, að fjölga kennurum í landinu, bæta starfsumhverfi þeirra og styðja við nýja kennara. Við skorum á nýja ríkisstjórn að leggja sitt af mörkum svo samið verði hið fyrsta við kennara og verkföllum afstýrt. Að því loknu ættu ráðherrar háskólamála og mennta- og barnamála kalli saman fulltrúa háskóla, sveitafélaga, kennarastéttar og hagsmunaaðila til að stuðla að árangursríkumlangtíma lausnum við þeim alvarlega kennaraskorti sem stefnir í. Við lýsum yfir verulegum áhyggjum af stöðu mála, ekki síst á leik- og grunnskólastiginu. Tryggja þarf að hæfir kennarar fáist til starfa og að þeir hverfi ekki úr stéttinni. Nýlega var stofnað Félag nýliða í kennslu sem starfar undir hatti Kennarasambands Íslands. Markmið félagsins er að tryggja að nýliðar í kennslu fái stuðning í starfi, ekki síst til að sporna við brottfalli á fyrstu árum í kennslu. Mikilvægi þess að fjölga kennurum á öllum skólastigum Árið 2019 hratt Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, af stað samstilltu fimm ára átaki stjórnvalda og hagaðila til að fjölga kennurum á landinu. Þrátt fyrir að mikill árangur hafi náðst – til að mynda þrefaldaðist fjöldi brautskráðra kennara frá HÍ árin 2019 til 2023 – þá hefur hlutfall þeirra sem starfa við kennslu án leyfisbréfs aukist á öllum skólastigum. Rannsóknir sýna að fyrir því eru ýmsar ástæður, meðal annars hröð uppbygging á leikskólastiginu, hár meðalaldur framhaldsskólakennara og grunnskólakennara svo þeim fjölgar sem fara á eftirlaun á hverju ári, og of hátt brotthvarf er úr stétt kennara. Ör þróun kennaramenntunar Kennaramenntun á Íslandi er í stöðugri þróun og hefur gengið í gegnum viðamiklar breytingar undanfarin ár með tilkomu fimm ára kennaranáms, launaðs starfsnáms á lokaári kennaranáms og MT (e. Master of Teaching) námsleiða til meistaraprófs án rannsóknarritgerða. Þessar og fleiri breytingar stuðluðu að verulegri fjölgun kennaranema undanfarin ár en ljóst er að nemendum í kennaranámi er nú aftur farið að fækka, sérstaklega þeim sem koma í fimm ára kennaranám. Meirihluti meistaranema kemur inn með aðra bakkalárgráðu en B.Ed. og ljúka því aðeins tveggja ára kennaranámi. Nemendur á Menntavísindasviði eru að meðaltali eldri en nemar á öðrum sviðum háskólans, fleiri eiga börn og fjölskyldur og vinna meira með námi. Yfir 90% leikskólakennaranema eru í starfi samhliða námi og þá hefur sú þróun orðið á síðustu árum að meirihluti grunnskólakennaranema starfar einnig samhliða námi sínu, oftast sem leiðbeinendur við kennslu eða stuðning í skólum. Brýnt er að leggja mat á framkvæmd og ávinning af launuðu starfsnámi. Endurskoða þarf það samkomulag sem stjórnvöld gáfu út árið 2021 og er að finna á vef stjórnaráðsins. Einnig hafa heyrst raddir þess efnis að kennaranemar fái ekki tækifæri innan sveitarfélaga til að ráða sig í 50% stöður þó þau vilji. Aðgerðir og umbætur síðustu ára Rík áhersla er lögð á eflingu og þróun kennaramenntunar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hér er yfirlit yfir ýmsar aðgerðir sem gripið hefur verið til á síðustu árum og lúta bæði að inntaki og skipulagi kennaranáms: Fagháskólanám í leikskólafræðum skipulagt frá árinu 2017. Breytt kennslufyrirkomulag í leikskólakennaranámi í formi háskólamorgna til að auðvelda nám með starfi. Master of Teaching (MT), nýtt meistaranám án rannsóknartengds lokaverkefnis, í boði frá 2021. Raunfærnimat í leikskólakennaranámi innleitt frá 2021, gerir háskólanemum með ríkulega starfsreynslu kleift að fá hæfni og þekkingu metna til háskólaeininga. Íslenskubrú ætluð háskólanemum með annað heimamál en íslensku til að fjölga kennurum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Háskólakennarar ráðnir inn í þverfræðilegar stöður til að efla kennslu faggreina og samvinnu milli fræðasviða háskólans um kennaramenntun. Ný námsbraut um menntun allra, sérkennslufræði, fjölbreytileika og fjölmenningu, stofnuð 2023. Jafnréttis- og kynjafræðsla fest í sessi í öllum deildum sviðsins. Nýtt kjörsvið á sviði sjálfbærnimenntunar sett á laggirnar. Verkefnastjórar ráðnir á sviði læsis og STEAM greina sem m.a. skipuleggja samstarf fræða- og fagsamfélags um áherslur og rannsóknir á þessum sviðum. Við leggjum fram eftirfarandi tillögur til nýrra ráðherra háskólamála og mennta- og barnamála: Grípa þarf til samhentra aðgerða. Við leggjum til að stjórnvöld leiði saman háskóla sem mennta kennara, Kennarasamband Íslands, sveitarfélög og aðra hagaðila og kalli eftir samvinnu um nýjar leiðir til að fjölga kennurum. Menntun kennara er samfélagslegt verkefni sem er ábyrgð stjórnvalda, háskóla og sveitarfélaga. Samfélagslegt átak þarf til að styrkja ímynd kennarastarfsins og efla virðingu í samfélaginu fyrir störfum kennara. Endurskoða þarf viðmið um launað starfsnám. Gera þarf kennaranemum á lokaári kleift að vera í 50% starfi. Einnig þarf að gera langtímaáætlun um sérstakar launaðar nemastöður í samvinnu við sveitarfélög. Fjárhagslegur stuðningur við kennaranema. Hluti af átakinu frá 2019 til 2024 voru hvatningarstyrkir til kennaranema. Vert er að skoða fjárhagslegan stuðning til kennaranema, s.s. námsstyrki. Þá mætti setja á laggirnar sérstakan styrk til nýrra kennara sem ráða sig til starfa á landsvæðum þar sem sérstaklega vantar kennara. Nýtt verkefni sem snýr að auknum stuðningi við nýliða í kennslu verði sett á laggirnar. Háskólum og sveitarfélögum verði veitt fjárhagslegt bolmagn til að skipuleggja öflugan faglegan stuðning við nýliða í kennslu, bæði á lokaárum kennaranáms og fyrstu þrjú ár í starfi. Stór hluti kennaranema starfar við kennslu og teljast því til nýliða í kennslu. Að lokum viljum við ítreka að það er á borði nýrrar ríkisstjórnar að tryggja áframhaldandi samvinnu og aðgerðir til að fjölga kennurum í landinu. Við hvetjum stjórnvöld og sveitarfélög til að semja við kennara hið fyrsta á nýju ári og slá þann tón sem nauðsynlegur er til að snúa vörn í sókn. Kennarar sinna mikilvægum störfum í samfélaginu og leggja grunninn að farsæld ungu kynslóðarinnar. Með ósk um farsælt samstarf á komandi ári! Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Kristín Jónsdóttir, dósent og fulltrúi HÍ í Fjölgum kennurum, átaksverkefni stjórnvalda 2019-2024 Gunnar Ásgrímsson, formaður sviðsráðs Menntavísindasviðs, kennaranemi og fulltrúi í stjórn Fagfélags nýliða í kennslu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Sveitarstjórnarmál Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Í upphafi nýs árs er vert að ræða eitt mikilvægasta verkefnið innan menntakerfisins, að fjölga kennurum í landinu, bæta starfsumhverfi þeirra og styðja við nýja kennara. Við skorum á nýja ríkisstjórn að leggja sitt af mörkum svo samið verði hið fyrsta við kennara og verkföllum afstýrt. Að því loknu ættu ráðherrar háskólamála og mennta- og barnamála kalli saman fulltrúa háskóla, sveitafélaga, kennarastéttar og hagsmunaaðila til að stuðla að árangursríkumlangtíma lausnum við þeim alvarlega kennaraskorti sem stefnir í. Við lýsum yfir verulegum áhyggjum af stöðu mála, ekki síst á leik- og grunnskólastiginu. Tryggja þarf að hæfir kennarar fáist til starfa og að þeir hverfi ekki úr stéttinni. Nýlega var stofnað Félag nýliða í kennslu sem starfar undir hatti Kennarasambands Íslands. Markmið félagsins er að tryggja að nýliðar í kennslu fái stuðning í starfi, ekki síst til að sporna við brottfalli á fyrstu árum í kennslu. Mikilvægi þess að fjölga kennurum á öllum skólastigum Árið 2019 hratt Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, af stað samstilltu fimm ára átaki stjórnvalda og hagaðila til að fjölga kennurum á landinu. Þrátt fyrir að mikill árangur hafi náðst – til að mynda þrefaldaðist fjöldi brautskráðra kennara frá HÍ árin 2019 til 2023 – þá hefur hlutfall þeirra sem starfa við kennslu án leyfisbréfs aukist á öllum skólastigum. Rannsóknir sýna að fyrir því eru ýmsar ástæður, meðal annars hröð uppbygging á leikskólastiginu, hár meðalaldur framhaldsskólakennara og grunnskólakennara svo þeim fjölgar sem fara á eftirlaun á hverju ári, og of hátt brotthvarf er úr stétt kennara. Ör þróun kennaramenntunar Kennaramenntun á Íslandi er í stöðugri þróun og hefur gengið í gegnum viðamiklar breytingar undanfarin ár með tilkomu fimm ára kennaranáms, launaðs starfsnáms á lokaári kennaranáms og MT (e. Master of Teaching) námsleiða til meistaraprófs án rannsóknarritgerða. Þessar og fleiri breytingar stuðluðu að verulegri fjölgun kennaranema undanfarin ár en ljóst er að nemendum í kennaranámi er nú aftur farið að fækka, sérstaklega þeim sem koma í fimm ára kennaranám. Meirihluti meistaranema kemur inn með aðra bakkalárgráðu en B.Ed. og ljúka því aðeins tveggja ára kennaranámi. Nemendur á Menntavísindasviði eru að meðaltali eldri en nemar á öðrum sviðum háskólans, fleiri eiga börn og fjölskyldur og vinna meira með námi. Yfir 90% leikskólakennaranema eru í starfi samhliða námi og þá hefur sú þróun orðið á síðustu árum að meirihluti grunnskólakennaranema starfar einnig samhliða námi sínu, oftast sem leiðbeinendur við kennslu eða stuðning í skólum. Brýnt er að leggja mat á framkvæmd og ávinning af launuðu starfsnámi. Endurskoða þarf það samkomulag sem stjórnvöld gáfu út árið 2021 og er að finna á vef stjórnaráðsins. Einnig hafa heyrst raddir þess efnis að kennaranemar fái ekki tækifæri innan sveitarfélaga til að ráða sig í 50% stöður þó þau vilji. Aðgerðir og umbætur síðustu ára Rík áhersla er lögð á eflingu og þróun kennaramenntunar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hér er yfirlit yfir ýmsar aðgerðir sem gripið hefur verið til á síðustu árum og lúta bæði að inntaki og skipulagi kennaranáms: Fagháskólanám í leikskólafræðum skipulagt frá árinu 2017. Breytt kennslufyrirkomulag í leikskólakennaranámi í formi háskólamorgna til að auðvelda nám með starfi. Master of Teaching (MT), nýtt meistaranám án rannsóknartengds lokaverkefnis, í boði frá 2021. Raunfærnimat í leikskólakennaranámi innleitt frá 2021, gerir háskólanemum með ríkulega starfsreynslu kleift að fá hæfni og þekkingu metna til háskólaeininga. Íslenskubrú ætluð háskólanemum með annað heimamál en íslensku til að fjölga kennurum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Háskólakennarar ráðnir inn í þverfræðilegar stöður til að efla kennslu faggreina og samvinnu milli fræðasviða háskólans um kennaramenntun. Ný námsbraut um menntun allra, sérkennslufræði, fjölbreytileika og fjölmenningu, stofnuð 2023. Jafnréttis- og kynjafræðsla fest í sessi í öllum deildum sviðsins. Nýtt kjörsvið á sviði sjálfbærnimenntunar sett á laggirnar. Verkefnastjórar ráðnir á sviði læsis og STEAM greina sem m.a. skipuleggja samstarf fræða- og fagsamfélags um áherslur og rannsóknir á þessum sviðum. Við leggjum fram eftirfarandi tillögur til nýrra ráðherra háskólamála og mennta- og barnamála: Grípa þarf til samhentra aðgerða. Við leggjum til að stjórnvöld leiði saman háskóla sem mennta kennara, Kennarasamband Íslands, sveitarfélög og aðra hagaðila og kalli eftir samvinnu um nýjar leiðir til að fjölga kennurum. Menntun kennara er samfélagslegt verkefni sem er ábyrgð stjórnvalda, háskóla og sveitarfélaga. Samfélagslegt átak þarf til að styrkja ímynd kennarastarfsins og efla virðingu í samfélaginu fyrir störfum kennara. Endurskoða þarf viðmið um launað starfsnám. Gera þarf kennaranemum á lokaári kleift að vera í 50% starfi. Einnig þarf að gera langtímaáætlun um sérstakar launaðar nemastöður í samvinnu við sveitarfélög. Fjárhagslegur stuðningur við kennaranema. Hluti af átakinu frá 2019 til 2024 voru hvatningarstyrkir til kennaranema. Vert er að skoða fjárhagslegan stuðning til kennaranema, s.s. námsstyrki. Þá mætti setja á laggirnar sérstakan styrk til nýrra kennara sem ráða sig til starfa á landsvæðum þar sem sérstaklega vantar kennara. Nýtt verkefni sem snýr að auknum stuðningi við nýliða í kennslu verði sett á laggirnar. Háskólum og sveitarfélögum verði veitt fjárhagslegt bolmagn til að skipuleggja öflugan faglegan stuðning við nýliða í kennslu, bæði á lokaárum kennaranáms og fyrstu þrjú ár í starfi. Stór hluti kennaranema starfar við kennslu og teljast því til nýliða í kennslu. Að lokum viljum við ítreka að það er á borði nýrrar ríkisstjórnar að tryggja áframhaldandi samvinnu og aðgerðir til að fjölga kennurum í landinu. Við hvetjum stjórnvöld og sveitarfélög til að semja við kennara hið fyrsta á nýju ári og slá þann tón sem nauðsynlegur er til að snúa vörn í sókn. Kennarar sinna mikilvægum störfum í samfélaginu og leggja grunninn að farsæld ungu kynslóðarinnar. Með ósk um farsælt samstarf á komandi ári! Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Kristín Jónsdóttir, dósent og fulltrúi HÍ í Fjölgum kennurum, átaksverkefni stjórnvalda 2019-2024 Gunnar Ásgrímsson, formaður sviðsráðs Menntavísindasviðs, kennaranemi og fulltrúi í stjórn Fagfélags nýliða í kennslu
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun