Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. janúar 2025 20:38 Lögregla hafði í nógu að snúast á árinu. Mynd úr safni. Vísir/Arnar Rúmlega 148 þúsund mál voru skráð hjá lögreglu árið 2024 og hafa aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál á einu ári. Þá var lagt hald á óvenju mikið magn af MDMA og maríjúana. Rétt rúmlega tólf þúsund hegningarlagabrot voru skráð. Á nýliðnu ári voru sjö mál þar sem grunur lék á manndrápi. Alls létust átta einstaklingar í þessum málum. Ekki hafa verið skráð fleiri manndráp á einu ári frá árinu 2000. Sú tölfræði fer eftir höfðatölu en 2,1 á hverja hundrað þúsund íbúa létust í manndrápsmálum. Hlutfallið var næst hæst um aldamótin eða 1,8 á hverja hundrað þúsund íbúa. Samkvæmt bráðabirgðatölfræði lögreglunnar var heildarfjöldi ofbeldismála var lægri en síðustu þrjú ár. Meiriháttar og stórfelld ofbeldisbrot voru um fimmtungi fleiri en árin 2021 til 2023. Alls voru 215 stórfelld ofbeldisbrot en voru þau 144 að meðaltali síðustu þrjú ár. Kynferðisbrot á árinu voru 365 en gert er ráð fyrir fleiri brotum þar sem kynferðisbrot séu almennt tilkynnt vikum eða mánuðum eftir atvikið. Fjöldi heimilisofbeldamála helst í stað miðað við síðustu ár eða um 1120 brot. Flest brot eru af hendi maka og þar á eftir fyrrverandi maka. Margfalt meira magn af MDMA en áður Lögregla og tollgæslan lagði hald á óvenju mikið af maríjúana á árinu eða 283 kílógrömm. Einnig var lagt hald á óvenju mikið magn af metamfetamín kristöllum eða alls 7 kílógrömm. MDMA stykkin voru þá margfalt fleiri en árin áður, alls 23 þúsund stykki en lögregla og tollgæsla lögðu hald á tvö þúsund stykki árið áður. Fíkniefnabrot voru um sautján hundruð talsins. Af þeim voru um 270 brot vegna sölu og dreifingar fíkniefna og brot sem varða framleiðslu fíkniefna um fimmtíu talsins. Flest fíkniefnabrot voru vegna vörslu og meðferðar fíkniefna eða 1046 brot. Þeim fækkaði um ellefu prósent milli ára. Fjörutíu prósenta aukning var í ránum en voru þau 108 talsins. Þá fjölgaði innbrotum um sex prósent. Flest brot áttu sér stað á laugardögum Rétt rúmlega tólf þúsund hegningarlagabrot voru skráð á árinu og áttu þau sér flest stað á laugardögum, alls 1945 brot. Fjörutíu prósent skráðra hegningarbrota voru í umdæmi lögreglustöðvar eitt. Sú stöð sinnir stórum hluta Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæ. Sérsveitin var kölluð út alls 478 sinnum vegna tilkynninga um vopn á vettvangi en í þriðjungi útkalla var um að ræða hníf eða eggvopn. Samkvæmt bráðabirgðatölfræði lögreglu árið 2024 leita 31 prósent landsmanna til lögreglu árlega. Flestir hafa samband í gegnum Neyðarlínuna, hringja í lögreglu eða fara á lögreglustöð. Lögreglumál Dómsmál Fíkniefnabrot Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglan Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Á nýliðnu ári voru sjö mál þar sem grunur lék á manndrápi. Alls létust átta einstaklingar í þessum málum. Ekki hafa verið skráð fleiri manndráp á einu ári frá árinu 2000. Sú tölfræði fer eftir höfðatölu en 2,1 á hverja hundrað þúsund íbúa létust í manndrápsmálum. Hlutfallið var næst hæst um aldamótin eða 1,8 á hverja hundrað þúsund íbúa. Samkvæmt bráðabirgðatölfræði lögreglunnar var heildarfjöldi ofbeldismála var lægri en síðustu þrjú ár. Meiriháttar og stórfelld ofbeldisbrot voru um fimmtungi fleiri en árin 2021 til 2023. Alls voru 215 stórfelld ofbeldisbrot en voru þau 144 að meðaltali síðustu þrjú ár. Kynferðisbrot á árinu voru 365 en gert er ráð fyrir fleiri brotum þar sem kynferðisbrot séu almennt tilkynnt vikum eða mánuðum eftir atvikið. Fjöldi heimilisofbeldamála helst í stað miðað við síðustu ár eða um 1120 brot. Flest brot eru af hendi maka og þar á eftir fyrrverandi maka. Margfalt meira magn af MDMA en áður Lögregla og tollgæslan lagði hald á óvenju mikið af maríjúana á árinu eða 283 kílógrömm. Einnig var lagt hald á óvenju mikið magn af metamfetamín kristöllum eða alls 7 kílógrömm. MDMA stykkin voru þá margfalt fleiri en árin áður, alls 23 þúsund stykki en lögregla og tollgæsla lögðu hald á tvö þúsund stykki árið áður. Fíkniefnabrot voru um sautján hundruð talsins. Af þeim voru um 270 brot vegna sölu og dreifingar fíkniefna og brot sem varða framleiðslu fíkniefna um fimmtíu talsins. Flest fíkniefnabrot voru vegna vörslu og meðferðar fíkniefna eða 1046 brot. Þeim fækkaði um ellefu prósent milli ára. Fjörutíu prósenta aukning var í ránum en voru þau 108 talsins. Þá fjölgaði innbrotum um sex prósent. Flest brot áttu sér stað á laugardögum Rétt rúmlega tólf þúsund hegningarlagabrot voru skráð á árinu og áttu þau sér flest stað á laugardögum, alls 1945 brot. Fjörutíu prósent skráðra hegningarbrota voru í umdæmi lögreglustöðvar eitt. Sú stöð sinnir stórum hluta Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæ. Sérsveitin var kölluð út alls 478 sinnum vegna tilkynninga um vopn á vettvangi en í þriðjungi útkalla var um að ræða hníf eða eggvopn. Samkvæmt bráðabirgðatölfræði lögreglu árið 2024 leita 31 prósent landsmanna til lögreglu árlega. Flestir hafa samband í gegnum Neyðarlínuna, hringja í lögreglu eða fara á lögreglustöð.
Lögreglumál Dómsmál Fíkniefnabrot Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglan Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent