Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Lovísa Arnardóttir skrifar 7. janúar 2025 10:04 Maðurinn fékk ekki vinnuna en leitaði til umboðsmanns vegna ráðningarferilsins. Vísir/Getty Umboðsmaður Alþingis mælist til þess að framhaldsskóli gefi alltaf umsækjendum tækifæri til að bregðast við umsögnum sem er aflað um þá í ráðningarferli. Það kemur fram í nýju áliti umboðsmanns sem skrifað er í tilefni af kvörtun kennara til umboðsmanns sem var ósáttur við það að fá ekki tækifæri til að bregðast við umsögnum þegar hann var í ráðningarferli hjá nýjum skóla. Hann var ekki ráðinn vegna þessara umsagna. Fram kemur í álitinu að starfið hafi verið auglýst og að sjö hafi sótt um. Kennarinn leitaði til umboðsmanns í október 2023 eftir að hafa fengið tilkynningu í maí að hann hefði ekki verið ráðinn. Hann óskaði útskýringa samdægurs og bárust þær daginn eftir. Þá óskaði hann eftir því að fá öll gögn málsins afhent en fékk þau ekki. Hann leitaði svo til umboðsmanns í október. Þar kemur einnig fram að ráðningarferlið hafi farið þannig fram að skólameistarinn og aðstoðarskólameistarinn hafi lagt mat á umsóknir eftir að þær bárust. Að því loknu voru fimm umsækjendur taldir uppfylla lágmarksskilyrði og kennslureynslu og í kjölfarið aflað umsagna um alla fimm. Aflað var umsagna frá tveimur síðustu vinnustöðum kennarans en þó ekki rætt við þá starfsmenn sem hann tilgreindi í umsókn sinni vegna þess að ekki náðist í þá. Umsagnir þeirra voru á þessa vegu: Vænsti maður en gekk ekki kennslulega Fyrri umsagnaraðili, konrektor, sagði kennarann vera „vænsta mann“ en að „kennslulega hafi þetta ekki gengið upp“. Þá greindi hann frá því að við hann hafi verið gerður starfslokasamningur en vildi ekki fara nánar út í það hvers vegna. Kristín Benediktsdóttir er umboðsmaður Alþingis.Umboðsmaður Alþingis Seinni umsagnaraðili, skólameistari, sagði kennarann ekki hafa hentað sem kennara en vildi ekki fara nánar út í það. Sagði það tengjast kennslu í ótilgreindu fagi sem hann hafi ekki verið fær um að kenna. Eftir að skólameistarinn ræddi við þessa tvo aðila var ákveðið að bjóða kennaranum ekki starfsviðtal. Í áliti umboðsmanns kemur fram að skólameistari skólans taldi óþarft að leita viðbragða hjá honum við umsögnum fyrri vinnuveitenda í ljósi þess að samið hafði verið um starfslok hans vegna framgöngu hans í kennslu. Skólameistarinn segir í skýringum sínum að viðbrögð kennarans hefðu ekki skipt máli í ráðningarferlinu. Umboðsmaður telur hins vegar að kvörtun kennarans hafi átt við rök að styðjast. Skólameistarinn hafi ekki leitað eftir frekari upplýsingum um starfslokin og því væri ekki séð hvernig hann hefði getað dregið ályktanir um hæfni kennarans í starfinu sem hafði verið auglýst. Í áliti umboðsmanns segir að hann hefði átt að láta kennarann vita af þessum gögnum sem hann fékk og gefa honum kost á að tjá sig um það. Það hefði síðan getað gefið tilefni til að afla frekari upplýsinga. Hefðu átt að kynna kennaranum niðurstöðurnar Umboðsmaður segir ljóst að þessar upplýsingar hafi haft „verulega þýðingu“ fyrir niðurstöðu málsins og hafi verið metnar kennaranum í óhag. „Ekki varð séð að afstaða hans til þýðingar starfslokanna fyrir hæfni hans til að sinna starfinu og rök fyrir þeirri afstöðu hefðu legið skýrlega fyrir í gögnum málsins. Þá fékk umboðsmaður ekki séð hvernig skólameistari gat dregið efnislegar ályktanir af þessum almennu upplýsingum um hæfni A til að takast á hendur þau störf sem hann sótti um með tilliti til þeirra sjónarmiða og hæfnikrafna sem lagðar voru til grundvallar ákvörðun um ráðningu í starfið.“ Umboðsmaður telur því að skólameistari hefði átt að kynna kennaranum að í ráðningarferlinu hefðu þeim borist upplýsingar um að það hefði verið samið við hann um starfslok og gefa honum kost á að tjá sig um það. Það hefði svo getað gefið tilefni til frekari upplýsingaöflunar. Vegna þess að það var ekki gert telur umboðsmaður að málsmeðferð framhaldsskólans hafi ekki samræmst andmælareglu og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga og mælist til þess að framvegis verði tekið mið af því. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Skóla- og menntamál Vistaskipti Umboðsmaður Alþingis Framhaldsskólar Mest lesið Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Sjá meira
Fram kemur í álitinu að starfið hafi verið auglýst og að sjö hafi sótt um. Kennarinn leitaði til umboðsmanns í október 2023 eftir að hafa fengið tilkynningu í maí að hann hefði ekki verið ráðinn. Hann óskaði útskýringa samdægurs og bárust þær daginn eftir. Þá óskaði hann eftir því að fá öll gögn málsins afhent en fékk þau ekki. Hann leitaði svo til umboðsmanns í október. Þar kemur einnig fram að ráðningarferlið hafi farið þannig fram að skólameistarinn og aðstoðarskólameistarinn hafi lagt mat á umsóknir eftir að þær bárust. Að því loknu voru fimm umsækjendur taldir uppfylla lágmarksskilyrði og kennslureynslu og í kjölfarið aflað umsagna um alla fimm. Aflað var umsagna frá tveimur síðustu vinnustöðum kennarans en þó ekki rætt við þá starfsmenn sem hann tilgreindi í umsókn sinni vegna þess að ekki náðist í þá. Umsagnir þeirra voru á þessa vegu: Vænsti maður en gekk ekki kennslulega Fyrri umsagnaraðili, konrektor, sagði kennarann vera „vænsta mann“ en að „kennslulega hafi þetta ekki gengið upp“. Þá greindi hann frá því að við hann hafi verið gerður starfslokasamningur en vildi ekki fara nánar út í það hvers vegna. Kristín Benediktsdóttir er umboðsmaður Alþingis.Umboðsmaður Alþingis Seinni umsagnaraðili, skólameistari, sagði kennarann ekki hafa hentað sem kennara en vildi ekki fara nánar út í það. Sagði það tengjast kennslu í ótilgreindu fagi sem hann hafi ekki verið fær um að kenna. Eftir að skólameistarinn ræddi við þessa tvo aðila var ákveðið að bjóða kennaranum ekki starfsviðtal. Í áliti umboðsmanns kemur fram að skólameistari skólans taldi óþarft að leita viðbragða hjá honum við umsögnum fyrri vinnuveitenda í ljósi þess að samið hafði verið um starfslok hans vegna framgöngu hans í kennslu. Skólameistarinn segir í skýringum sínum að viðbrögð kennarans hefðu ekki skipt máli í ráðningarferlinu. Umboðsmaður telur hins vegar að kvörtun kennarans hafi átt við rök að styðjast. Skólameistarinn hafi ekki leitað eftir frekari upplýsingum um starfslokin og því væri ekki séð hvernig hann hefði getað dregið ályktanir um hæfni kennarans í starfinu sem hafði verið auglýst. Í áliti umboðsmanns segir að hann hefði átt að láta kennarann vita af þessum gögnum sem hann fékk og gefa honum kost á að tjá sig um það. Það hefði síðan getað gefið tilefni til að afla frekari upplýsinga. Hefðu átt að kynna kennaranum niðurstöðurnar Umboðsmaður segir ljóst að þessar upplýsingar hafi haft „verulega þýðingu“ fyrir niðurstöðu málsins og hafi verið metnar kennaranum í óhag. „Ekki varð séð að afstaða hans til þýðingar starfslokanna fyrir hæfni hans til að sinna starfinu og rök fyrir þeirri afstöðu hefðu legið skýrlega fyrir í gögnum málsins. Þá fékk umboðsmaður ekki séð hvernig skólameistari gat dregið efnislegar ályktanir af þessum almennu upplýsingum um hæfni A til að takast á hendur þau störf sem hann sótti um með tilliti til þeirra sjónarmiða og hæfnikrafna sem lagðar voru til grundvallar ákvörðun um ráðningu í starfið.“ Umboðsmaður telur því að skólameistari hefði átt að kynna kennaranum að í ráðningarferlinu hefðu þeim borist upplýsingar um að það hefði verið samið við hann um starfslok og gefa honum kost á að tjá sig um það. Það hefði svo getað gefið tilefni til frekari upplýsingaöflunar. Vegna þess að það var ekki gert telur umboðsmaður að málsmeðferð framhaldsskólans hafi ekki samræmst andmælareglu og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga og mælist til þess að framvegis verði tekið mið af því. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Skóla- og menntamál Vistaskipti Umboðsmaður Alþingis Framhaldsskólar Mest lesið Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Sjá meira