Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. janúar 2025 07:55 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra telur mannúðlega velferðarstjórn móteitrið við öfgahægristefnu og segist ætla að stjórna réttu megin við núllið. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, var í viðtali hjá The Observer á vef Guardian. Þar ræðir hún um mótun nýrrar ríkisstjórnar, móteitrið við öfgahægristefnu og nýja leið til að stjórna. Blaðamaðurinn Miranda Bryant tók viðtalið við Kristrúnu í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum og byrjar greinina á að greina frá áhrifunum sem kjör Vigdísar Finnbogadóttur hafði og hvernig nú í fyrsta sinn að forseti landsins og forsætisráðherra eru báðir konur. Kristrún segir í viðtalinu að það hafi ekki verið ætlun sín að mynda ríkisstjórn sem væri leidd af þremur konum. Það hafi verið tilviljun að flokkunum væri stjórnað af konum. „En ég held að það sé ákveðin dýnamík sem þú færð þegar þú ert með þrjár konur saman. Við erum líka með þrjár konur á ólíkum stigum ævi sinnar,“ segir Kristrún um sig, Ingu og Þorgerði. Þó þær hafi allar ólíkan bakgrunn segir Kristrún að allar þrjár séu framsæknar með áherslu á velferð. Ný tegund ríkisstjórnar Hún segist jafnvel vilja sýna nýja leið til að stunda stjórnmál og það skipti máli að ríkisstjórnin geti sýnt að hún geti stjórnað á annan hátt. „Þetta er ný tegund af stjórn, bæði hvað varðar pólitískar áherslur og hvað varðar kyn,“ segir Kristrún. Þá er Kristrún spurð út í hagræðingartillögurnar sem ríkisstjórnin hefur óskað eftir frá almenningi landsins. Hún segir ríkisstjórnina einblína á efnahagsmál. „Það er stórt forgangsmál fyrir mig að sýna að þú getur verið velferðarmiðaða félagshyggjustjórn sem geti samt haldið ríkissjóði réttu megin við núllið,“ segir hún. Hún segir samskipti innan ríkisstjórnarinnar einnig stórt forgangsmál og minnist á hvernig átök milli stjórnarflokkanna leiddu til falls síðustu ríkisstjórnar. Þjóðin vilji ríkisstjórn sem gangi í takt. Móteitrið við öfgahægrinu Á meðan stór hluti Evrópu og Bandaríkjanna færi sig til hægri segir Kristrún að ríkisstjórn sín verði vinstri-miðju-stjórn. Hún hafi lagt mikla áherslu á að fara aftur í kjarna jafnaðarstefnunnar og reynt að ná til venjulegs fólks frekar en elítunnar með því að leggja áherslu á húsnæði, velferð og atvinnumál. Hún telur blöndu ríkisstjórnarinnar af framfarasinnuðum stjórnmálum og velferð vera réttu leiðina til að berjast við öfgahægrið. „Ég held að það sé móteitrið við öfgahægristefnu. Velferðarsinnaðir miðju-hægri- og miðju-vinstriflokkar, hvar sem þú vilt staðsetja þessa ríkisstjórn, færa stjórnmálin aftur á mannúðlegt stig,“ segir hún. Frekar en að dæma fólk segist Kristrún vilja hlusta. Til að færast frá öfgum í stjórnmálum þurfi þau að verða mannúðlegri og horfa minna til elítunnar. „Það er fólksins að segja“ Kristrún fjallar einnig um ferðamennsku á Íslandi og segir stefnu ríkisstjórnarinnar horfa á gæði fram yfir magn í þeim málum. „Það er viðkvæmt mál hvernig þú umgengst náttúruna hérna. Ef það eru margir að koma til landsins og þú ert ekki með fjármuni fyrir innviði til að byggja upp sterkan ferðamannabransa þá lendirðu í vandræðum. Það er líka öryggisatriði. Svo þetta er eitthvað sem við viljum breyta,“ segir hún. Ríkisstjórnin hafi lofað að halda þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2027 um hvort eigi að fara aftur í samningaviðræður við Evrópusambandið. „Það eru ólíkar skoðanir innan ríkisstjórnarinnar um það hvort þessi þjóðaratkvæðagreiðsla ætti að enda með já-i eða nei-i en það er ekki okkar að segja, ekki satt? Það er fólksins að segja, það er skoðun fólksins. Þetta er mikilvægt skref fram á við,“ segir hún. Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Blaðamaðurinn Miranda Bryant tók viðtalið við Kristrúnu í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum og byrjar greinina á að greina frá áhrifunum sem kjör Vigdísar Finnbogadóttur hafði og hvernig nú í fyrsta sinn að forseti landsins og forsætisráðherra eru báðir konur. Kristrún segir í viðtalinu að það hafi ekki verið ætlun sín að mynda ríkisstjórn sem væri leidd af þremur konum. Það hafi verið tilviljun að flokkunum væri stjórnað af konum. „En ég held að það sé ákveðin dýnamík sem þú færð þegar þú ert með þrjár konur saman. Við erum líka með þrjár konur á ólíkum stigum ævi sinnar,“ segir Kristrún um sig, Ingu og Þorgerði. Þó þær hafi allar ólíkan bakgrunn segir Kristrún að allar þrjár séu framsæknar með áherslu á velferð. Ný tegund ríkisstjórnar Hún segist jafnvel vilja sýna nýja leið til að stunda stjórnmál og það skipti máli að ríkisstjórnin geti sýnt að hún geti stjórnað á annan hátt. „Þetta er ný tegund af stjórn, bæði hvað varðar pólitískar áherslur og hvað varðar kyn,“ segir Kristrún. Þá er Kristrún spurð út í hagræðingartillögurnar sem ríkisstjórnin hefur óskað eftir frá almenningi landsins. Hún segir ríkisstjórnina einblína á efnahagsmál. „Það er stórt forgangsmál fyrir mig að sýna að þú getur verið velferðarmiðaða félagshyggjustjórn sem geti samt haldið ríkissjóði réttu megin við núllið,“ segir hún. Hún segir samskipti innan ríkisstjórnarinnar einnig stórt forgangsmál og minnist á hvernig átök milli stjórnarflokkanna leiddu til falls síðustu ríkisstjórnar. Þjóðin vilji ríkisstjórn sem gangi í takt. Móteitrið við öfgahægrinu Á meðan stór hluti Evrópu og Bandaríkjanna færi sig til hægri segir Kristrún að ríkisstjórn sín verði vinstri-miðju-stjórn. Hún hafi lagt mikla áherslu á að fara aftur í kjarna jafnaðarstefnunnar og reynt að ná til venjulegs fólks frekar en elítunnar með því að leggja áherslu á húsnæði, velferð og atvinnumál. Hún telur blöndu ríkisstjórnarinnar af framfarasinnuðum stjórnmálum og velferð vera réttu leiðina til að berjast við öfgahægrið. „Ég held að það sé móteitrið við öfgahægristefnu. Velferðarsinnaðir miðju-hægri- og miðju-vinstriflokkar, hvar sem þú vilt staðsetja þessa ríkisstjórn, færa stjórnmálin aftur á mannúðlegt stig,“ segir hún. Frekar en að dæma fólk segist Kristrún vilja hlusta. Til að færast frá öfgum í stjórnmálum þurfi þau að verða mannúðlegri og horfa minna til elítunnar. „Það er fólksins að segja“ Kristrún fjallar einnig um ferðamennsku á Íslandi og segir stefnu ríkisstjórnarinnar horfa á gæði fram yfir magn í þeim málum. „Það er viðkvæmt mál hvernig þú umgengst náttúruna hérna. Ef það eru margir að koma til landsins og þú ert ekki með fjármuni fyrir innviði til að byggja upp sterkan ferðamannabransa þá lendirðu í vandræðum. Það er líka öryggisatriði. Svo þetta er eitthvað sem við viljum breyta,“ segir hún. Ríkisstjórnin hafi lofað að halda þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2027 um hvort eigi að fara aftur í samningaviðræður við Evrópusambandið. „Það eru ólíkar skoðanir innan ríkisstjórnarinnar um það hvort þessi þjóðaratkvæðagreiðsla ætti að enda með já-i eða nei-i en það er ekki okkar að segja, ekki satt? Það er fólksins að segja, það er skoðun fólksins. Þetta er mikilvægt skref fram á við,“ segir hún.
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira