Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2025 10:43 Um 900 þúsund gyðingar voru umsvifalaust myrtir í gasklefum Auschwitz þegar á staðinn var komið. Getty Forsetar, forsætisráðherrar og kóngafólk verður meðal viðstaddra þegar þess verður minnst síðar í mánuðinum að 80 ár eru frá því að Sovétmenn frelsuðu Auschwitz-útrýmingarbúðirnar. Stjórnendur safnsins sem nú er rekið í Auschwitz hafa hins vegar ákveðið að enginn þeirra fái að halda ræðu. Þeir einu sem munu stíga á svið verða nokkrir síðustu eftirlifendur búðanna sem enn eru á lífi. „Það verða engar pólitískar ræður,“ hefur Guardian eftir Piotr Cywinski, framkvæmdastjóra safnsins. „Við viljum einblína á síðustu eftirlifendurna meðal okkar og á sögu þeirra, sársauka, tráma og þær siðferðilegu skuldbindingar sem þeir leggja okkur á herðar.“ Þrátt fyrir viðleitni Cywinski og kollega hans til að hafa viðburðinn eins ópólitískan og kostur er hafa deilur þegar sprottið upp í tengslum við gestalistann, ef svo má að orði komast. Aðstoðarutanríkisráðherra Póllands sagði meðal annars fyrr í mánuðinum að ef Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, yrði viðstaddur viðburðinn myndu yfirvöld ekki sjá sér annað fært en að handtaka hann. Forsætisráðherrann Donald Tusk dró hins vegar í land á fimmtudag og sagði að allir stjórnmálamenn frá Ísrael, þeirra á meðal Netanyahu, gætu verið viðstaddir áhyggjulaust, þrátt fyrir að Pólverjar ættu aðild að Alþjóðlega sakamáladómstólnum. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur sem kunnugt er gefið út handtökuskipun á hendur Netanyahu vegna aðgerða Ísraelsmanna á Gasa. Cywinski segir um að ræða storm í vatnsglasi, þar sem engar fregnir hafi borist af því að Netanyahu hafi haft í hyggju að mæta. Hins vegar verði stór sendinefnd frá Ísrael viðstödd athöfnina. Þrátt fyrir að það hafi verið Sovétmenn sem frelsuðu búðirnar hefur Rússum ekki verið boðið. Cywinski segir bæði Rússa og Úkraínumenn hafa verið meðal frelsaranna en það sé óviðeigandi að bjóða þeim að vera viðstaddir sem skilji ekki gildi frelsisins. Pólland Ísrael Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Stjórnendur safnsins sem nú er rekið í Auschwitz hafa hins vegar ákveðið að enginn þeirra fái að halda ræðu. Þeir einu sem munu stíga á svið verða nokkrir síðustu eftirlifendur búðanna sem enn eru á lífi. „Það verða engar pólitískar ræður,“ hefur Guardian eftir Piotr Cywinski, framkvæmdastjóra safnsins. „Við viljum einblína á síðustu eftirlifendurna meðal okkar og á sögu þeirra, sársauka, tráma og þær siðferðilegu skuldbindingar sem þeir leggja okkur á herðar.“ Þrátt fyrir viðleitni Cywinski og kollega hans til að hafa viðburðinn eins ópólitískan og kostur er hafa deilur þegar sprottið upp í tengslum við gestalistann, ef svo má að orði komast. Aðstoðarutanríkisráðherra Póllands sagði meðal annars fyrr í mánuðinum að ef Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, yrði viðstaddur viðburðinn myndu yfirvöld ekki sjá sér annað fært en að handtaka hann. Forsætisráðherrann Donald Tusk dró hins vegar í land á fimmtudag og sagði að allir stjórnmálamenn frá Ísrael, þeirra á meðal Netanyahu, gætu verið viðstaddir áhyggjulaust, þrátt fyrir að Pólverjar ættu aðild að Alþjóðlega sakamáladómstólnum. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur sem kunnugt er gefið út handtökuskipun á hendur Netanyahu vegna aðgerða Ísraelsmanna á Gasa. Cywinski segir um að ræða storm í vatnsglasi, þar sem engar fregnir hafi borist af því að Netanyahu hafi haft í hyggju að mæta. Hins vegar verði stór sendinefnd frá Ísrael viðstödd athöfnina. Þrátt fyrir að það hafi verið Sovétmenn sem frelsuðu búðirnar hefur Rússum ekki verið boðið. Cywinski segir bæði Rússa og Úkraínumenn hafa verið meðal frelsaranna en það sé óviðeigandi að bjóða þeim að vera viðstaddir sem skilji ekki gildi frelsisins.
Pólland Ísrael Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira