Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 14. janúar 2025 11:31 Í íslensku atvinnulífi er mikið lagt upp úr nýsköpun, árangri og vellíðan starfsfólks. En hvernig getur fyrirtækjamenning ýtt undir þessa þætti? Verður hún bara allt í einu til eða þarf að byggja hana upp markvisst? Eitt af því sem skiptir hvað mestu máli í þessari uppbyggingu er hvernig við hugsum um getu okkar og möguleika á því að læra, vaxa og þróast. Enginn fæðist með alla þessa hæfni sem óskað er í handraðanum heldur þarf að æfa sig. Fyrirtækjamenning sem hverfist um vaxtarhugarfar er eitt af mikilvægu merkjum þess sem í auknum mæli er litið til þegar framtíðarmöguleikar fyrirtækja eru metnir. Vaxtarhugarfar vs. fastmótað hugarfar Vaxtarhugarfar gengur út á að trúa því að hæfileikar og geta séu ekki fastmótuð heldur geti þróast. „Ég get lært, bætt mig og dafnað ef ég legg mig fram." Fastmótað hugarfar hins vegar byggir á því að hæfileikar séu óbreytanlegir: „Ég er einfaldlega ekki góð/ur/gott í þessu." Dæmi: Ef starfsfólk gerir mistök getur ólíkt hugarfar leitt til ólíkrar upplifunar. Í vaxtarhugarfari mætti segja: „Ég lærði á mistökunum og veit hvernig ég get gert betur næst." En með fastmótuðu hugarfari mætti segja: „Ég er óhæf/ur/t til þessa verks." Ávinningur vaxtarhugarfars á vinnustöðum Nýsköpun: Þegar starfsfólk tileinkar sér vaxtarhugarfar lætur það ekki hræðast mistök heldur reynir á sig. Þetta skapar gróskumikinn jarðveg fyrir nýjungar. Vellíðan: Með vaxtarhugarfari nær starfsfólk að mynda þéttari tengsl og tilheyra betur á sínum vinnustað vegna þess að það er óhrætt við að deila hugmyndum og mistökum. Árangur: Þegar fólk upplifir sig hafa tækifæri til þess að þroska sig tekst því betur að sigrast á áskorunum og nær þannig meiri árangri. Dæmisaga Hugsum okkur tæknifyrirtæki sem er að búa til nýja vöru þar sem sérstök áhersla er lögð á að skapa menningu sem styður vaxtarhugarfar. Starfsfólk er hvatt til að læra af mistökum, taka þátt í verkefnum sem útrýma gati á þekkingu og vinna saman þvert á deildir. Þrátt fyrir áskoranir lætur starfsfólk ekkert stöðva sig heldur leitar leiða til þess að koma fram með nýjungar og upplifir að það sé að læra og vaxa. Ef fyrirtækið eða stjórnendur þess hjakka hins vegar alltaf í sama farinu vegna þess að þau viðurkenna ekki eigin mistök eða læra af þeim eru þau mun ólíklegri til þess að ná árangri. Árangur er sjaldnast byggður á heppninni einni. Í persónulegra samhengi getur vaxtarhugarfar líka skipt sköpum. Starfsfólk sem var áður hrætt við að tala á fundum byrjar að sjá tækifæri til vaxtar í því að taka til máls og í hverri kynningu sem það heldur. Eftir nokkurn tíma er það orðið sérfræðingur í því að kynna hugmyndir fyrir hóp. Því allt svona er jú bara spurning um æfingu. Hvernig er vaxtarhugarfar æft? Hvetjið til tilrauna: Leyfið samstarfsfólki að prófa sig áfram, jafnvel þó augljóst fyrir þér sé að mistök muni eiga sér stað. Þá veltum við upp spurningunni: hvernig lærum við af þessu? Fáið endurgjöf: Móttaka og veiting uppbyggilegrar gagnrýni eru lykilatriði. Hræðumst ekki þegar fólk hefur skoðun á vinnunni okkar, hlustum án þess að dæma okkur eða aðra. Fókus á vöxt: Viðurkennið framfarir frekar en að einblína einungis á lokaniðurstöðu. Ekki segja: „Þú ert snillingur!" Heldur: „Ég sé að þú lagðir mikið á þig til þess að komast að þessari niðurstöðu og ég kann að meta það." Námskeið: Gagnlegt er að bjóða upp á námskeið í vaxtarhugarfari fyrir allan vinnustaðinn og jafnvel upp á sérstakt námskeið fyrir stjórnendur. Með vaxtarhugarfari getur þú – og í raun íslenskt atvinnulíf allt – vaxið enn meira. Hvort sem þú ert í framlínu í fiskvinnslu eða háttsett/ur í fjármálafyrirtæki, þá getur vaxtarhugarfar verið lykillinn að því að ná lengra, líða betur í vinnunni og búa til ný og verðmæt tækifæri. Hvernig ætlar þú að vaxa á nýju ári? Höfundur er stjórnarkona og ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Í íslensku atvinnulífi er mikið lagt upp úr nýsköpun, árangri og vellíðan starfsfólks. En hvernig getur fyrirtækjamenning ýtt undir þessa þætti? Verður hún bara allt í einu til eða þarf að byggja hana upp markvisst? Eitt af því sem skiptir hvað mestu máli í þessari uppbyggingu er hvernig við hugsum um getu okkar og möguleika á því að læra, vaxa og þróast. Enginn fæðist með alla þessa hæfni sem óskað er í handraðanum heldur þarf að æfa sig. Fyrirtækjamenning sem hverfist um vaxtarhugarfar er eitt af mikilvægu merkjum þess sem í auknum mæli er litið til þegar framtíðarmöguleikar fyrirtækja eru metnir. Vaxtarhugarfar vs. fastmótað hugarfar Vaxtarhugarfar gengur út á að trúa því að hæfileikar og geta séu ekki fastmótuð heldur geti þróast. „Ég get lært, bætt mig og dafnað ef ég legg mig fram." Fastmótað hugarfar hins vegar byggir á því að hæfileikar séu óbreytanlegir: „Ég er einfaldlega ekki góð/ur/gott í þessu." Dæmi: Ef starfsfólk gerir mistök getur ólíkt hugarfar leitt til ólíkrar upplifunar. Í vaxtarhugarfari mætti segja: „Ég lærði á mistökunum og veit hvernig ég get gert betur næst." En með fastmótuðu hugarfari mætti segja: „Ég er óhæf/ur/t til þessa verks." Ávinningur vaxtarhugarfars á vinnustöðum Nýsköpun: Þegar starfsfólk tileinkar sér vaxtarhugarfar lætur það ekki hræðast mistök heldur reynir á sig. Þetta skapar gróskumikinn jarðveg fyrir nýjungar. Vellíðan: Með vaxtarhugarfari nær starfsfólk að mynda þéttari tengsl og tilheyra betur á sínum vinnustað vegna þess að það er óhrætt við að deila hugmyndum og mistökum. Árangur: Þegar fólk upplifir sig hafa tækifæri til þess að þroska sig tekst því betur að sigrast á áskorunum og nær þannig meiri árangri. Dæmisaga Hugsum okkur tæknifyrirtæki sem er að búa til nýja vöru þar sem sérstök áhersla er lögð á að skapa menningu sem styður vaxtarhugarfar. Starfsfólk er hvatt til að læra af mistökum, taka þátt í verkefnum sem útrýma gati á þekkingu og vinna saman þvert á deildir. Þrátt fyrir áskoranir lætur starfsfólk ekkert stöðva sig heldur leitar leiða til þess að koma fram með nýjungar og upplifir að það sé að læra og vaxa. Ef fyrirtækið eða stjórnendur þess hjakka hins vegar alltaf í sama farinu vegna þess að þau viðurkenna ekki eigin mistök eða læra af þeim eru þau mun ólíklegri til þess að ná árangri. Árangur er sjaldnast byggður á heppninni einni. Í persónulegra samhengi getur vaxtarhugarfar líka skipt sköpum. Starfsfólk sem var áður hrætt við að tala á fundum byrjar að sjá tækifæri til vaxtar í því að taka til máls og í hverri kynningu sem það heldur. Eftir nokkurn tíma er það orðið sérfræðingur í því að kynna hugmyndir fyrir hóp. Því allt svona er jú bara spurning um æfingu. Hvernig er vaxtarhugarfar æft? Hvetjið til tilrauna: Leyfið samstarfsfólki að prófa sig áfram, jafnvel þó augljóst fyrir þér sé að mistök muni eiga sér stað. Þá veltum við upp spurningunni: hvernig lærum við af þessu? Fáið endurgjöf: Móttaka og veiting uppbyggilegrar gagnrýni eru lykilatriði. Hræðumst ekki þegar fólk hefur skoðun á vinnunni okkar, hlustum án þess að dæma okkur eða aðra. Fókus á vöxt: Viðurkennið framfarir frekar en að einblína einungis á lokaniðurstöðu. Ekki segja: „Þú ert snillingur!" Heldur: „Ég sé að þú lagðir mikið á þig til þess að komast að þessari niðurstöðu og ég kann að meta það." Námskeið: Gagnlegt er að bjóða upp á námskeið í vaxtarhugarfari fyrir allan vinnustaðinn og jafnvel upp á sérstakt námskeið fyrir stjórnendur. Með vaxtarhugarfari getur þú – og í raun íslenskt atvinnulíf allt – vaxið enn meira. Hvort sem þú ert í framlínu í fiskvinnslu eða háttsett/ur í fjármálafyrirtæki, þá getur vaxtarhugarfar verið lykillinn að því að ná lengra, líða betur í vinnunni og búa til ný og verðmæt tækifæri. Hvernig ætlar þú að vaxa á nýju ári? Höfundur er stjórnarkona og ráðgjafi.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun