Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2025 12:01 Mike Johnson, þingforseti, vísaði til „áhyggja frá Mar a Lago“ þegar hann tilkynnti Mike Turner þá ákvörðun sína að reka hann úr embætti formanns leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildarinnar. AP/Mark Schiefelbein Mike Johnson, þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkþings og leiðtogi Repúblikanaflokksins þar, vísaði í gær þingmanninum Michael R. Turner úr embætti formanns leyniþjónustumálanefndar þingsins. Það mun Johnson hafa gert að beiðni Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Turner, sem skipaður var í embættið af Kevin McCarthy, forvera Johnson, hefur verið dyggur stuðningsmaður Úkraínumanna og hefur hann gagnrýnt aðra Repúblikana sem hafa verið andvígir hernaðaraðstoð Bandaríkjanna handa Úkraínumönnum. Þá gerði Turner marga Trump-liða reiða í fyrra þegar hann studdi framlengingu eftirlitsheimilda leyniþjónusta Bandaríkjanna. Politico segir að Trump og helstu bandamenn hans hafi um nokkuð skeið þrýst á Johnson að reka Turner úr embætti. Þá sagði Turnar sjálfur við fréttakonu CBS News í gærkvöldi að þegar Johnson tilkynnti honum ákvörðunina hefði hann vísað til „áhyggja frá Mar a Lago“, heimili Trumps í Flórída. Mike Turner, fyrrverandi formaður leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.AP/Mariam Zuhaib Johnson sagði við blaðamenn í gærkvöldi að ákvörðunin hefði ekki verið Trumps, heldur hans eigin. Sagði hann Turner hafa staðið sig vel á erfiðum tímum en þörf væri á breytingum í nefndinni mikilvægu. Hver tekur við Turner liggur ekki fyrir að svo stöddu. Johnson segist ætla að tilkynna það í dag. I’m very proud to have served on the House Intelligence Committee and as its chairman. There are great members on the Committee, and I’m honored to have served with them.Under my leadership, we restored the integrity of the Committee and returned its mission to its core focus…— US Rep. Mike Turner (@RepMikeTurner) January 16, 2025 Ákvörðun Johnson er sögð hafa komið mörgum þingmönnum Repúblikanaflokksins í opna skjöldu. Þar á meðal munu vera nokkrir þingmenn í leyniþjónustumálanefndinni. Í fyrra skipaði Johnson þá Scott Perry og Ronny Jackson í nefndina en báðir hafa lengi verið dyggir stuðningsmenn Trumps og eru meðal þeirra þingmanna Repúblikanaflokksins sem hafa neitað að viðurkenna ósigur Trumps í forsetakosningunum 2020. Washington Post hefur eftir Jim Himes, æðsta þingmanni Demókrataflokksins í nefndinni, að hann hafi miklar áhyggjur af því hver muni taka við af formannsembættinu af Turner. Meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni er mjög lítill. Repúblikanar eru 219 og Demókratar eru 215 en eitt sæti situr autt. Johnson má því varla við því að reita þingmenn sína til reiði. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Mike Johnson var endurkjörinn þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær með naumum meirihluta. 4. janúar 2025 09:11 Trump kemur Johnson til bjargar Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Mike Johnson, þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem vill sitja áfram í embætti á nýju kjörtímabili. Trump hafði sjálfur grafið verulega undan Johnson í embætti í lok ársins. 30. desember 2024 22:30 Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Bandarískir þingmenn á báðum deildum þingsins samþykktu í gærkvöldi bráðabirgðafjárlög eftir miklar deilur. Frumvarpið hefur verið sent til Hvíta hússins til undirritunar og er fastlega búist við því að Joe Biden, forseti, muni skrifa undir það. 21. desember 2024 08:13 Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings höfnuðu í gær nýju bráðabirgða fjárlagafrumvarpi sem Donald Trump, verðandi forseti, hafði lýst yfir stuðningi við. Takist ekki að semja nýtt frumvarp í dag og fá það samþykkt í bæði fulltrúadeildinni og öldungadeildinni verður rekstur alríkisins í Bandaríkjunum stöðvaður á laugardagsmorgun. 20. desember 2024 09:51 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Sjá meira
Turner, sem skipaður var í embættið af Kevin McCarthy, forvera Johnson, hefur verið dyggur stuðningsmaður Úkraínumanna og hefur hann gagnrýnt aðra Repúblikana sem hafa verið andvígir hernaðaraðstoð Bandaríkjanna handa Úkraínumönnum. Þá gerði Turner marga Trump-liða reiða í fyrra þegar hann studdi framlengingu eftirlitsheimilda leyniþjónusta Bandaríkjanna. Politico segir að Trump og helstu bandamenn hans hafi um nokkuð skeið þrýst á Johnson að reka Turner úr embætti. Þá sagði Turnar sjálfur við fréttakonu CBS News í gærkvöldi að þegar Johnson tilkynnti honum ákvörðunina hefði hann vísað til „áhyggja frá Mar a Lago“, heimili Trumps í Flórída. Mike Turner, fyrrverandi formaður leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.AP/Mariam Zuhaib Johnson sagði við blaðamenn í gærkvöldi að ákvörðunin hefði ekki verið Trumps, heldur hans eigin. Sagði hann Turner hafa staðið sig vel á erfiðum tímum en þörf væri á breytingum í nefndinni mikilvægu. Hver tekur við Turner liggur ekki fyrir að svo stöddu. Johnson segist ætla að tilkynna það í dag. I’m very proud to have served on the House Intelligence Committee and as its chairman. There are great members on the Committee, and I’m honored to have served with them.Under my leadership, we restored the integrity of the Committee and returned its mission to its core focus…— US Rep. Mike Turner (@RepMikeTurner) January 16, 2025 Ákvörðun Johnson er sögð hafa komið mörgum þingmönnum Repúblikanaflokksins í opna skjöldu. Þar á meðal munu vera nokkrir þingmenn í leyniþjónustumálanefndinni. Í fyrra skipaði Johnson þá Scott Perry og Ronny Jackson í nefndina en báðir hafa lengi verið dyggir stuðningsmenn Trumps og eru meðal þeirra þingmanna Repúblikanaflokksins sem hafa neitað að viðurkenna ósigur Trumps í forsetakosningunum 2020. Washington Post hefur eftir Jim Himes, æðsta þingmanni Demókrataflokksins í nefndinni, að hann hafi miklar áhyggjur af því hver muni taka við af formannsembættinu af Turner. Meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni er mjög lítill. Repúblikanar eru 219 og Demókratar eru 215 en eitt sæti situr autt. Johnson má því varla við því að reita þingmenn sína til reiði.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Mike Johnson var endurkjörinn þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær með naumum meirihluta. 4. janúar 2025 09:11 Trump kemur Johnson til bjargar Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Mike Johnson, þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem vill sitja áfram í embætti á nýju kjörtímabili. Trump hafði sjálfur grafið verulega undan Johnson í embætti í lok ársins. 30. desember 2024 22:30 Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Bandarískir þingmenn á báðum deildum þingsins samþykktu í gærkvöldi bráðabirgðafjárlög eftir miklar deilur. Frumvarpið hefur verið sent til Hvíta hússins til undirritunar og er fastlega búist við því að Joe Biden, forseti, muni skrifa undir það. 21. desember 2024 08:13 Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings höfnuðu í gær nýju bráðabirgða fjárlagafrumvarpi sem Donald Trump, verðandi forseti, hafði lýst yfir stuðningi við. Takist ekki að semja nýtt frumvarp í dag og fá það samþykkt í bæði fulltrúadeildinni og öldungadeildinni verður rekstur alríkisins í Bandaríkjunum stöðvaður á laugardagsmorgun. 20. desember 2024 09:51 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Sjá meira
Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Mike Johnson var endurkjörinn þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær með naumum meirihluta. 4. janúar 2025 09:11
Trump kemur Johnson til bjargar Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Mike Johnson, þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem vill sitja áfram í embætti á nýju kjörtímabili. Trump hafði sjálfur grafið verulega undan Johnson í embætti í lok ársins. 30. desember 2024 22:30
Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Bandarískir þingmenn á báðum deildum þingsins samþykktu í gærkvöldi bráðabirgðafjárlög eftir miklar deilur. Frumvarpið hefur verið sent til Hvíta hússins til undirritunar og er fastlega búist við því að Joe Biden, forseti, muni skrifa undir það. 21. desember 2024 08:13
Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings höfnuðu í gær nýju bráðabirgða fjárlagafrumvarpi sem Donald Trump, verðandi forseti, hafði lýst yfir stuðningi við. Takist ekki að semja nýtt frumvarp í dag og fá það samþykkt í bæði fulltrúadeildinni og öldungadeildinni verður rekstur alríkisins í Bandaríkjunum stöðvaður á laugardagsmorgun. 20. desember 2024 09:51