Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. janúar 2025 18:24 Um 250.000 manns sem áttu miða á innsetningarathöfnina sitja nú eftir með sárt ennið. AP Innsetningarathöfn Donalds Trump næstkomandi mánudag verður haldin innandyra í hringhvelfingu þinghússins í Washington vegna slæmrar veðurspár. Fjörutíu ár eru síðan athöfnin var síðast haldin innandyra þegar Ronald Reagan var svarinn í embættið 1985, þá einnig vegna veðurs. Trump greindi frá þessu á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Þar segir hann að vegna kuldakasts í kortunum þurfi að huga að öryggi fólks, og athöfnin verði því færð inn. „Mín skylda er að vernda fólkið í landinu, en áður en við hefjumst handa þurfum við að huga að sjálfri innsetningarathöfninni. Samkvæmt veðurspánni gæti kuldinn mælst í sögulegum lægðum með tilliti til vinda og hitaspár ... ég vil ekki sjá fólk slasast á neinn hátt ... sumir myndu þurfa standa úti í allt að 20 klukkustundir,“ sagði Trump í færslu sinni. Bein útsending frá íþróttaleikvangi Trump segir að bein útsending verði frá innsetningarathöfninni frá íþróttahöllinni Capital One Arena, og þangað muni hann fara eftir athöfnina. Þá standi til að aðrir viðburðir dagsins fari ekki úr skorðum, sigurgangan og böllin um kvöldið. „Allir verða öruggir, allir verða glaðir og við munum, saman, gera Bandaríkin góð á ný,“ sagði Trump. Sex stiga frost og vindhviður Ískalt heimskautaloft gengur yfir Kanada og spár gera ráð fyrir að loftið nái norðurhluta Bandaríkjanna snemma á laugardaginn með tilheyrandi frosti. Spáð er allt að sex gráðu frosti í Washington á mánudaginn næstkomandi, sem yrði kaldasti dagur forsetainnsetningar síðan Reagan var svarinn í embætti árið 1985, en þá náði frostið 13 gráðum þegar verst lét. Þá gera spár ráð fyrir að vindhraði verði um 10 m/s með hviðum allt að 14 m/s. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Trump greindi frá þessu á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Þar segir hann að vegna kuldakasts í kortunum þurfi að huga að öryggi fólks, og athöfnin verði því færð inn. „Mín skylda er að vernda fólkið í landinu, en áður en við hefjumst handa þurfum við að huga að sjálfri innsetningarathöfninni. Samkvæmt veðurspánni gæti kuldinn mælst í sögulegum lægðum með tilliti til vinda og hitaspár ... ég vil ekki sjá fólk slasast á neinn hátt ... sumir myndu þurfa standa úti í allt að 20 klukkustundir,“ sagði Trump í færslu sinni. Bein útsending frá íþróttaleikvangi Trump segir að bein útsending verði frá innsetningarathöfninni frá íþróttahöllinni Capital One Arena, og þangað muni hann fara eftir athöfnina. Þá standi til að aðrir viðburðir dagsins fari ekki úr skorðum, sigurgangan og böllin um kvöldið. „Allir verða öruggir, allir verða glaðir og við munum, saman, gera Bandaríkin góð á ný,“ sagði Trump. Sex stiga frost og vindhviður Ískalt heimskautaloft gengur yfir Kanada og spár gera ráð fyrir að loftið nái norðurhluta Bandaríkjanna snemma á laugardaginn með tilheyrandi frosti. Spáð er allt að sex gráðu frosti í Washington á mánudaginn næstkomandi, sem yrði kaldasti dagur forsetainnsetningar síðan Reagan var svarinn í embætti árið 1985, en þá náði frostið 13 gráðum þegar verst lét. Þá gera spár ráð fyrir að vindhraði verði um 10 m/s með hviðum allt að 14 m/s.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira