Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar 17. janúar 2025 19:32 Nú eru tíu mánuðir liðnir síðan samningur ríkisins við Félags prófessora við ríkisháskóla (FPR) losnaði og samningaviðræður hafa engan árangur borið. Að óbreyttu fara prófessorar í verkfall á næstu vikum. Það er ekki óeðlilegt að fólk velti fyrir sér hvort það skipti einhverju máli? Eru prófessorar ómissandi starfstétt eins og hjúkrunarfræðingar og leikskólakennarar, svo dæmi séu tekin? Augljósu afleiðingarnar yrðu þær að prófessorar mættu ekki kenna, ekki sinna námsmati, ekki leiðbeina lokaverkefnum og ekki útskrifa nemendur. Brautskráning á að fara fram í febrúar, en ekkert yrði af henni ef prófessorar verða í verkfalli! Nýir læknar og grunnskólakennarar yrðu að bíða lengur eftir sínum prófgráðum. Doktorsvarnir geta heldur ekki farið fram, en þær eru oft skipulagðar fjóra mánuði fram í tímann og eru lokahnykkur margra ára rannsóknarvinnu nemenda. Mikið er því í húfi fyrir nemendur sem leggja hart að sér til þess að mennta sig og reiða sig á námslán. Það sem er minna augljóst þeim sem ekki starfa við háskóla er hvaða afleiðingar verkfall prófessora myndi hafa fyrir rannsóknarstörf og nýsköpun í landinu. Prófessorar sinna rannsóknum á öllum sviðum íslensks þjóðfélags; rannsóknir á blóði, taugaröskunum, meðferðum gegn þunglyndi, allskonar lífsýnum, ensímum, genum, sjúkdómum, jarðskjálftum, eldgosum, öldrun, þjóðaröryggismálum, efnahagsmálum, alþjóðasamskiptum, loftslagsmálum og svo mætti lengi telja. Þessi rannsóknarverkefni kosta sum milljarða og eru mörg fjármögnuð með opinberu fé. Þau myndu leggjast af með tilheyrandi vinnutapi fyrir þá nemendur, tæknifólk og aðra sem koma að rannsóknunum. Tap bæði á viðkvæmum gögnum (svo sem lífsýnum sem ekki bíða) og þekkingu fyrir þjóðina er erfitt að telja í krónum og aurum. Svo það sé sagt, þá væri það verkfallsbrot ef aðrir gengju í störf prófessora á þessum vettvangi. Sá þáttur starfa prófessora sem fæstir þekkja sennilega er stjórnun, en prófessorar sinna stórum hluta stjórnunar háskólanna. Loks erum við mörg sem komum fram í krafti sérþekkingar okkar og stöðu á opinberum vettvangi og munum ekki gera það séum við í verkfalli, þótt vitaskuld yrðu veittar undanþágur sem varða þjóðaröryggi og almannavarnir. Nýlega sendi stjórn félags prófessora frá sér niðurstöður könnunar sem gerð var meðal félagsfólks. Þar kom í ljós að rúmlega 70% prófessora styðja verkfallsaðgerðir í einhverju formi. Það er því raunveruleg hætta á því að opinberir háskólar, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands séu að missa prófessorana sína í verkfall. Starfsfólk háskólanna er langþreytt á endalausum niðurskurði undanfarinna ára og er að þrotum komið. Nýleg rannsókn sýnir að stór hluti akademísks starfsfólks á Íslandi er í hættu á kulnun. Þar er ekki við stjórnendur háskólanna að sakast, heldur stjórnvöld sem hafa ekki fjármagnað háskólastigið þrátt fyrir fögur fyrirheit. Það er aðkallandi verkefni að leysa þessa kjaradeilu og bæta kjör prófessora og ég skora á stjórnvöld að gera það hið snarasta. Höfundur er frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands og prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Mest lesið Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nú eru tíu mánuðir liðnir síðan samningur ríkisins við Félags prófessora við ríkisháskóla (FPR) losnaði og samningaviðræður hafa engan árangur borið. Að óbreyttu fara prófessorar í verkfall á næstu vikum. Það er ekki óeðlilegt að fólk velti fyrir sér hvort það skipti einhverju máli? Eru prófessorar ómissandi starfstétt eins og hjúkrunarfræðingar og leikskólakennarar, svo dæmi séu tekin? Augljósu afleiðingarnar yrðu þær að prófessorar mættu ekki kenna, ekki sinna námsmati, ekki leiðbeina lokaverkefnum og ekki útskrifa nemendur. Brautskráning á að fara fram í febrúar, en ekkert yrði af henni ef prófessorar verða í verkfalli! Nýir læknar og grunnskólakennarar yrðu að bíða lengur eftir sínum prófgráðum. Doktorsvarnir geta heldur ekki farið fram, en þær eru oft skipulagðar fjóra mánuði fram í tímann og eru lokahnykkur margra ára rannsóknarvinnu nemenda. Mikið er því í húfi fyrir nemendur sem leggja hart að sér til þess að mennta sig og reiða sig á námslán. Það sem er minna augljóst þeim sem ekki starfa við háskóla er hvaða afleiðingar verkfall prófessora myndi hafa fyrir rannsóknarstörf og nýsköpun í landinu. Prófessorar sinna rannsóknum á öllum sviðum íslensks þjóðfélags; rannsóknir á blóði, taugaröskunum, meðferðum gegn þunglyndi, allskonar lífsýnum, ensímum, genum, sjúkdómum, jarðskjálftum, eldgosum, öldrun, þjóðaröryggismálum, efnahagsmálum, alþjóðasamskiptum, loftslagsmálum og svo mætti lengi telja. Þessi rannsóknarverkefni kosta sum milljarða og eru mörg fjármögnuð með opinberu fé. Þau myndu leggjast af með tilheyrandi vinnutapi fyrir þá nemendur, tæknifólk og aðra sem koma að rannsóknunum. Tap bæði á viðkvæmum gögnum (svo sem lífsýnum sem ekki bíða) og þekkingu fyrir þjóðina er erfitt að telja í krónum og aurum. Svo það sé sagt, þá væri það verkfallsbrot ef aðrir gengju í störf prófessora á þessum vettvangi. Sá þáttur starfa prófessora sem fæstir þekkja sennilega er stjórnun, en prófessorar sinna stórum hluta stjórnunar háskólanna. Loks erum við mörg sem komum fram í krafti sérþekkingar okkar og stöðu á opinberum vettvangi og munum ekki gera það séum við í verkfalli, þótt vitaskuld yrðu veittar undanþágur sem varða þjóðaröryggi og almannavarnir. Nýlega sendi stjórn félags prófessora frá sér niðurstöður könnunar sem gerð var meðal félagsfólks. Þar kom í ljós að rúmlega 70% prófessora styðja verkfallsaðgerðir í einhverju formi. Það er því raunveruleg hætta á því að opinberir háskólar, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands séu að missa prófessorana sína í verkfall. Starfsfólk háskólanna er langþreytt á endalausum niðurskurði undanfarinna ára og er að þrotum komið. Nýleg rannsókn sýnir að stór hluti akademísks starfsfólks á Íslandi er í hættu á kulnun. Þar er ekki við stjórnendur háskólanna að sakast, heldur stjórnvöld sem hafa ekki fjármagnað háskólastigið þrátt fyrir fögur fyrirheit. Það er aðkallandi verkefni að leysa þessa kjaradeilu og bæta kjör prófessora og ég skora á stjórnvöld að gera það hið snarasta. Höfundur er frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands og prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar