Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2025 17:16 Robert F. Kennedy yngri hefur verið tilnefndur í embætti heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. EPA/ANNA ROSE LAYDEN Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump hefur tilnefnt til að leiða heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna, fór fram á það við Lyfjaeftirlit ríkisins að bóluefni við Covid yrðu tekin úr dreifingu. Þess krafðist hann í maí 2021 þegar þúsundir Bandaríkjamanna voru enn að deyja í viku hverri. Ekki er búið að ákveða hvenær þingmenn tveggja nefnda í öldungadeildinni fá tækifæri til að spyrja Kennedy spurninga sinna en Washington Post segir starfsmenn Siðferðisskrifstofu enn vera að fara yfir fjármálaupplýsingar hans. Að því loknu mun hann verða kallaður fyrir fjármala- og heilbrigðismálanefndir öldungadeildarinnar. Þessar tafir munu mögulega leiða til þess að Kennedy verður einn af þeim sem Trump hefur tilnefnt til embætta í ríkisstjórn sinni til að standa frammi fyrir þingmönnum og yrði því aukin athygli á hans umdeildu tilnefningu. Sjá einnig: Kennedy yngri losaði sig við bjarnarhúnshræ í Central Park Kennedy stendur frammi fyrir mikilli gagnrýni úr mörgum áttum. Allt frá hörðum íhaldsmönnum til frjálslyndra aðila, sem segja samsæriskenningar hans og rangfærslur um bóluefni og önnur málefni eiga að útiloka hann frá því að stýra heilbrigðismálastofnunum Bandaríkjanna. Hann hefur meðal annars haldið því ranglega fram að bóluefni við kíghósta hafi dregið fleiri til dauða en það hafi bjargað. Kíghósti dró fjölda barna til dauða á árum áður en með bóluefnum hefur sjúkdómnum verið svo gott sem útrýmt á heimsvísu. Einn lögmanna Kennedys, sem hefur verið að hjálpa honum að velja væntanlega undirmenn sína í heilbrigðisráðuneytinu, hefur reynt að fá Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna til að taka bóluefni gegn kíhósta úr umferð. Það reyndi hann síðast árið 2022. Sendi honum 175 spurningar Elizabeth Warren, þingkona Demókrataflokksins, sendi Kennedy bréf á fimmtudaginn þar sem hún spurði hann út í fjármögnun hans á samtökum sem berjast gegn bóluefnum og nýleg ummæli hans varðandi það að draga úr aðgengi að aðgerðum til þungunarrofs og að segja upp opinberum starfsmönnum. Í heildina sendi hún honum 175 spurningar. Ein þeirra snýr samkvæmt Washington Post að ummælum hans um að Covid gæti hafa verið hannað af mönnum til að hlífa gyðingum og Kínverjum. Warren lagði til að Kennedy skoðaði þessar spurningar og mætti tilbúinn til að svar þeim. Voru þegar talin hafa bjargað þúsundum Covid-bóluefnin voru á þeim tíma sem Kennedy krafðist að þau yrðu tekin úr umferð, mjög eftirsótt og var byrjaði að opna skóla á nýjan leik. Á þessum tíma var samkvæmt New York Times áætlað að bóluefnin hefðu þegar bjargað um 140 þúsund lífum. Nokkrum mánuðum áður hafði Trump kallað bóluefnin „kraftaverk“. Í lok árs 2021 hélt Kennedy því fram við þingmenn í Louisiana að bóluefnið gegn Covid væri það „banvænasta í sögunni“. Í upphafi síðasta árs var áætlað að bóluefnin gegn Covid og aðrar sóttvarnaraðgerðir hefðu bjargað um átta hundrað þúsund lífum í Bandaríkjunum. Í kröfu Kennedys hélt hann því fram að meint hætta af bóluefnum væri svo mikil að notkun þeirra borgaði sig ekki. Vísaði hann til annarra lyfja eins og ivermectin og hydroxychloroquine, sem höfðu þá þegar verið metin áhrifalítil gegn veirunni. Kröfunni var fljótt hafnað og vakti hún litla athygli á þeim tíma. Umsvif og áhrif Kennedys hafa aukist töluvert síðan þá. Þegar hann var spurður út í viðhorf sitt til bóluefna í nóvember og hvort hann hefði reynt að koma í veg fyrir notkun þeirra sagði Kennedy að svo væri ekki. Hann sagðist hafa áhyggjur af því að bóluefnin hefðu ekki komið í veg fyrir dreifingu veirunnar og hélt því fram að enginn hefði verið að skoða það almennilega. Formaður ósammála um bóluefnin Hann og bandamenn hans hafa reynt að teikna upp þá mynd af Kennedy að hann sé ekki mótfallinn bóluefnum. Árið 2023 sagði hann þingmönnum að hann hefði fengið öll bóluefni sem mælt væri með, að bóluefninu gegn Covid undanskildu. Sem heilbrigðisráðherra myndi Kennedy meðal annars hafa stjórn á rúmum átta milljörðum dala sem varið er til þróunar bóluefna og bólusetningar barna. Hann gæti einnig skipað fólk í áhrifamikla nefnd sem veitir ríkjum ráðleggingar varðandi bóluefni. Í frétt NPR um tilnefningu Kennedys er rifjað upp hvernig hann dreifði röngum upplýsingum um bóluefni gegn mislingum á Samóaeyjum. Er vísað til ummæla Bill Cassidy, þingmanns Repúblikanaflokksins sem er einnig læknir, en hann sagði í nóvember í fyrra að hann væri það gamall að hann myndi eftir því hvernig skólum var lokað um löng skeið vegna mislinga. Cassidy, sem stýrir heilbrigðismálanefnd öldungadeildarinnar, segist sammála nokkrum af yfirlýstum markmiðum Kennedys, eins og að draga úr neyslu mikið unna matvæla í Bandaríkjunum en segist ósammála honum um bóluefni. „Eldri læknar sögðu mér að þegar bóluefnin gegn mislingum litu dagsins ljós var heilu deildunum lokað á sjúkrahúsum, því fólk var ekki lengur að missa sjónina eða verða heyrnarlaust vegna hettusóttar eða mislinga,“ sagði Cassidy í nóvember. Mest er mótspyrnan gegn tilnefningu Kennedy þó úr röðum Demókrata. Ekki er ljóst hvort hún muni duga til, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni. Nokkrir þingmenn hafa gefið til kynna að þeir séu á báðum áttum þegar kemur að tilnefningunni en Repúblikana hafa hingað til ekki sýnt fram á mikinn vilja til að standa í hárinu á Trump, sem er með tangarhald á kjósendum flokksins. Nýleg könnun sýndi að heilt yfir eru um þrjátíu prósent Bandaríkjamanna hlynntir tilnefningu Kennedys. Um 42 prósent eru andvíg henni og hinir segjast óákveðnir. Sé litið til þess hvar svarendur sitja á hinu pólitíska rófi segjast 59 prósent kjósenda Repúblikanaflokksins hlynnt tilnefningunni en einungis tíu prósent kjósenda Demókrataflokksins. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fleiri en 75 Nóbelsverðlaunahafar á sviði heilbrigðisvísinda, efnafræði, eðlisfræði og hagfræði hafa undirritað bréf þar sem skorað er á öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum að staðfesta ekki Robert F. Kennedy Jr. í embætti heilbrigðisráðherra. 10. desember 2024 08:35 Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28 Kennedy hættir og lýsir yfir stuðningi við Trump Robert F. Kennedy yngri dró framboð sitt til forseta Bandaríkjanna til baka og lýsti yfir stuðningi við Donald Trump í ræðu í dag. Hann sagðist engu að síður þess viss að hann hefði unnið sigur í „heiðarlegu kerfi“. 23. ágúst 2024 19:17 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Ekki er búið að ákveða hvenær þingmenn tveggja nefnda í öldungadeildinni fá tækifæri til að spyrja Kennedy spurninga sinna en Washington Post segir starfsmenn Siðferðisskrifstofu enn vera að fara yfir fjármálaupplýsingar hans. Að því loknu mun hann verða kallaður fyrir fjármala- og heilbrigðismálanefndir öldungadeildarinnar. Þessar tafir munu mögulega leiða til þess að Kennedy verður einn af þeim sem Trump hefur tilnefnt til embætta í ríkisstjórn sinni til að standa frammi fyrir þingmönnum og yrði því aukin athygli á hans umdeildu tilnefningu. Sjá einnig: Kennedy yngri losaði sig við bjarnarhúnshræ í Central Park Kennedy stendur frammi fyrir mikilli gagnrýni úr mörgum áttum. Allt frá hörðum íhaldsmönnum til frjálslyndra aðila, sem segja samsæriskenningar hans og rangfærslur um bóluefni og önnur málefni eiga að útiloka hann frá því að stýra heilbrigðismálastofnunum Bandaríkjanna. Hann hefur meðal annars haldið því ranglega fram að bóluefni við kíghósta hafi dregið fleiri til dauða en það hafi bjargað. Kíghósti dró fjölda barna til dauða á árum áður en með bóluefnum hefur sjúkdómnum verið svo gott sem útrýmt á heimsvísu. Einn lögmanna Kennedys, sem hefur verið að hjálpa honum að velja væntanlega undirmenn sína í heilbrigðisráðuneytinu, hefur reynt að fá Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna til að taka bóluefni gegn kíhósta úr umferð. Það reyndi hann síðast árið 2022. Sendi honum 175 spurningar Elizabeth Warren, þingkona Demókrataflokksins, sendi Kennedy bréf á fimmtudaginn þar sem hún spurði hann út í fjármögnun hans á samtökum sem berjast gegn bóluefnum og nýleg ummæli hans varðandi það að draga úr aðgengi að aðgerðum til þungunarrofs og að segja upp opinberum starfsmönnum. Í heildina sendi hún honum 175 spurningar. Ein þeirra snýr samkvæmt Washington Post að ummælum hans um að Covid gæti hafa verið hannað af mönnum til að hlífa gyðingum og Kínverjum. Warren lagði til að Kennedy skoðaði þessar spurningar og mætti tilbúinn til að svar þeim. Voru þegar talin hafa bjargað þúsundum Covid-bóluefnin voru á þeim tíma sem Kennedy krafðist að þau yrðu tekin úr umferð, mjög eftirsótt og var byrjaði að opna skóla á nýjan leik. Á þessum tíma var samkvæmt New York Times áætlað að bóluefnin hefðu þegar bjargað um 140 þúsund lífum. Nokkrum mánuðum áður hafði Trump kallað bóluefnin „kraftaverk“. Í lok árs 2021 hélt Kennedy því fram við þingmenn í Louisiana að bóluefnið gegn Covid væri það „banvænasta í sögunni“. Í upphafi síðasta árs var áætlað að bóluefnin gegn Covid og aðrar sóttvarnaraðgerðir hefðu bjargað um átta hundrað þúsund lífum í Bandaríkjunum. Í kröfu Kennedys hélt hann því fram að meint hætta af bóluefnum væri svo mikil að notkun þeirra borgaði sig ekki. Vísaði hann til annarra lyfja eins og ivermectin og hydroxychloroquine, sem höfðu þá þegar verið metin áhrifalítil gegn veirunni. Kröfunni var fljótt hafnað og vakti hún litla athygli á þeim tíma. Umsvif og áhrif Kennedys hafa aukist töluvert síðan þá. Þegar hann var spurður út í viðhorf sitt til bóluefna í nóvember og hvort hann hefði reynt að koma í veg fyrir notkun þeirra sagði Kennedy að svo væri ekki. Hann sagðist hafa áhyggjur af því að bóluefnin hefðu ekki komið í veg fyrir dreifingu veirunnar og hélt því fram að enginn hefði verið að skoða það almennilega. Formaður ósammála um bóluefnin Hann og bandamenn hans hafa reynt að teikna upp þá mynd af Kennedy að hann sé ekki mótfallinn bóluefnum. Árið 2023 sagði hann þingmönnum að hann hefði fengið öll bóluefni sem mælt væri með, að bóluefninu gegn Covid undanskildu. Sem heilbrigðisráðherra myndi Kennedy meðal annars hafa stjórn á rúmum átta milljörðum dala sem varið er til þróunar bóluefna og bólusetningar barna. Hann gæti einnig skipað fólk í áhrifamikla nefnd sem veitir ríkjum ráðleggingar varðandi bóluefni. Í frétt NPR um tilnefningu Kennedys er rifjað upp hvernig hann dreifði röngum upplýsingum um bóluefni gegn mislingum á Samóaeyjum. Er vísað til ummæla Bill Cassidy, þingmanns Repúblikanaflokksins sem er einnig læknir, en hann sagði í nóvember í fyrra að hann væri það gamall að hann myndi eftir því hvernig skólum var lokað um löng skeið vegna mislinga. Cassidy, sem stýrir heilbrigðismálanefnd öldungadeildarinnar, segist sammála nokkrum af yfirlýstum markmiðum Kennedys, eins og að draga úr neyslu mikið unna matvæla í Bandaríkjunum en segist ósammála honum um bóluefni. „Eldri læknar sögðu mér að þegar bóluefnin gegn mislingum litu dagsins ljós var heilu deildunum lokað á sjúkrahúsum, því fólk var ekki lengur að missa sjónina eða verða heyrnarlaust vegna hettusóttar eða mislinga,“ sagði Cassidy í nóvember. Mest er mótspyrnan gegn tilnefningu Kennedy þó úr röðum Demókrata. Ekki er ljóst hvort hún muni duga til, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni. Nokkrir þingmenn hafa gefið til kynna að þeir séu á báðum áttum þegar kemur að tilnefningunni en Repúblikana hafa hingað til ekki sýnt fram á mikinn vilja til að standa í hárinu á Trump, sem er með tangarhald á kjósendum flokksins. Nýleg könnun sýndi að heilt yfir eru um þrjátíu prósent Bandaríkjamanna hlynntir tilnefningu Kennedys. Um 42 prósent eru andvíg henni og hinir segjast óákveðnir. Sé litið til þess hvar svarendur sitja á hinu pólitíska rófi segjast 59 prósent kjósenda Repúblikanaflokksins hlynnt tilnefningunni en einungis tíu prósent kjósenda Demókrataflokksins.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fleiri en 75 Nóbelsverðlaunahafar á sviði heilbrigðisvísinda, efnafræði, eðlisfræði og hagfræði hafa undirritað bréf þar sem skorað er á öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum að staðfesta ekki Robert F. Kennedy Jr. í embætti heilbrigðisráðherra. 10. desember 2024 08:35 Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28 Kennedy hættir og lýsir yfir stuðningi við Trump Robert F. Kennedy yngri dró framboð sitt til forseta Bandaríkjanna til baka og lýsti yfir stuðningi við Donald Trump í ræðu í dag. Hann sagðist engu að síður þess viss að hann hefði unnið sigur í „heiðarlegu kerfi“. 23. ágúst 2024 19:17 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fleiri en 75 Nóbelsverðlaunahafar á sviði heilbrigðisvísinda, efnafræði, eðlisfræði og hagfræði hafa undirritað bréf þar sem skorað er á öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum að staðfesta ekki Robert F. Kennedy Jr. í embætti heilbrigðisráðherra. 10. desember 2024 08:35
Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28
Kennedy hættir og lýsir yfir stuðningi við Trump Robert F. Kennedy yngri dró framboð sitt til forseta Bandaríkjanna til baka og lýsti yfir stuðningi við Donald Trump í ræðu í dag. Hann sagðist engu að síður þess viss að hann hefði unnið sigur í „heiðarlegu kerfi“. 23. ágúst 2024 19:17