Bein útsending: Trump sver embættiseið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2025 08:48 Dagur Trump hefst snemma, með messu í St. John's Church. Getty/Kevin Dietsch Donald Trump mun sverja embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna í dag, klukkan 17 að íslenskum tíma. Athöfnin fer fram í þinghúsinu í Washington D.C. og hefst hálftíma fyrr. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1985 sem athöfnin fer fram innanhúss en þá var innsetning Ronald Reagan haldin innandyra. Ástæðan þá var sú sama og nú; slæm veðurspá. Trump tilkynnti á föstudag að engin skrúðganga yrði farin líkt og venja er en gestum boðið að fylgjast með innsetningarhátíðinni í Capital One Arena. Forsetinn verðandi sagðist myndu koma þar við eftir athöfnina. Innsetningin hefst á tónlistaratriðum og blessun og þá mun hæstaréttardómarinn Brett Kavanaugh, sem Trump tilefndi á fyrra kjörtímabili sínu, taka eiðinn af varaforsetaefninu J.D. Vance. Kántrísöngkonan Carrie Underwood mun í kjölfarið syngja America the Beautiful. Að því loknu mun Trump sverja embættiseiðinn, undir vökulu auga John Roberts forseta hæstaréttar. Því næst verður sunginn The Battle Hymn of the Republic og þá flytur Trump innsetningarræðu sína. Sagður munu skrifa undir 100 tilskipanir strax í dag Að hátíðarhöldunum loknum heldur Trump í Hvíta húsið, þar sem hann hyggst skrifa undir fjölda foretatilskipana. Þær eru sagðar munu telja yfir hundrað, sem er metfjöldi. Fyrra metið átti Joe Biden, fráfarandi forseti, sem skrifaði undir sautján forsetatilskipanir þegar hann tók við embætti 2021. Trump hefur sagst munu binda enda á það að þeir sem fæðast í Bandaríkjunum fái sjálfkrafa ríkisborgararétt.Getty/Kayla Bartkowski Trump hefur heitið því að vinda ofan af fjölda embættisgjörða Biden og hefur einnig sagst munu hefja „umfangsmestu brottflutningsaðgerð í sögu Bandaríkjanna“ strax á fyrsta degi. Ólöglegir innflytjendur í Bandaríkjunum eru taldir vera um ellefu milljónir talsins og þarf af eru um 500 þúsund á sakskrá. Forsetinn verðandi hyggst einnig lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum að Mexíkó og leggja 25 prósent skatt á allan innflutning frá Mexíkó og Kanada. Þá ætlar hann einnig að náða þá sem hafa fengið dóm í tengslum við innrásina í þinghúsið 6. janúar 2021. Trump hefur einnig sagst munu stuðla að því að boranir eftir jarðefnaeldsneytum fari aftur á fullt skrið og hefur einnig fullyrt að hann hyggist fá Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta að samningaborðinu strax á fyrsta degi. Þá munu menn horfa til þess hvort forsetinn verðandi gefur út tilskipanir er varða réttindi trans fólks eða niðurskurð fjárveitinga til skóla sem fara gegn hugmyndum hans í kennslu eða reglusetningu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1985 sem athöfnin fer fram innanhúss en þá var innsetning Ronald Reagan haldin innandyra. Ástæðan þá var sú sama og nú; slæm veðurspá. Trump tilkynnti á föstudag að engin skrúðganga yrði farin líkt og venja er en gestum boðið að fylgjast með innsetningarhátíðinni í Capital One Arena. Forsetinn verðandi sagðist myndu koma þar við eftir athöfnina. Innsetningin hefst á tónlistaratriðum og blessun og þá mun hæstaréttardómarinn Brett Kavanaugh, sem Trump tilefndi á fyrra kjörtímabili sínu, taka eiðinn af varaforsetaefninu J.D. Vance. Kántrísöngkonan Carrie Underwood mun í kjölfarið syngja America the Beautiful. Að því loknu mun Trump sverja embættiseiðinn, undir vökulu auga John Roberts forseta hæstaréttar. Því næst verður sunginn The Battle Hymn of the Republic og þá flytur Trump innsetningarræðu sína. Sagður munu skrifa undir 100 tilskipanir strax í dag Að hátíðarhöldunum loknum heldur Trump í Hvíta húsið, þar sem hann hyggst skrifa undir fjölda foretatilskipana. Þær eru sagðar munu telja yfir hundrað, sem er metfjöldi. Fyrra metið átti Joe Biden, fráfarandi forseti, sem skrifaði undir sautján forsetatilskipanir þegar hann tók við embætti 2021. Trump hefur sagst munu binda enda á það að þeir sem fæðast í Bandaríkjunum fái sjálfkrafa ríkisborgararétt.Getty/Kayla Bartkowski Trump hefur heitið því að vinda ofan af fjölda embættisgjörða Biden og hefur einnig sagst munu hefja „umfangsmestu brottflutningsaðgerð í sögu Bandaríkjanna“ strax á fyrsta degi. Ólöglegir innflytjendur í Bandaríkjunum eru taldir vera um ellefu milljónir talsins og þarf af eru um 500 þúsund á sakskrá. Forsetinn verðandi hyggst einnig lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum að Mexíkó og leggja 25 prósent skatt á allan innflutning frá Mexíkó og Kanada. Þá ætlar hann einnig að náða þá sem hafa fengið dóm í tengslum við innrásina í þinghúsið 6. janúar 2021. Trump hefur einnig sagst munu stuðla að því að boranir eftir jarðefnaeldsneytum fari aftur á fullt skrið og hefur einnig fullyrt að hann hyggist fá Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta að samningaborðinu strax á fyrsta degi. Þá munu menn horfa til þess hvort forsetinn verðandi gefur út tilskipanir er varða réttindi trans fólks eða niðurskurð fjárveitinga til skóla sem fara gegn hugmyndum hans í kennslu eða reglusetningu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira