Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2025 13:04 Cheney, Milley og Fauci eru meðal þeirra sem Biden hefur náðað fyrirfram en óvinalisti Trump telur fjölda nafna. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur gripið til fordæmalausra aðgerða til að náða fyrirfram einstaklinga sem Donald Trump, verðandi forseti, hefur beint reiði sinni gegn. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna beitir valdi sínu með þessum hætti, það er að segja í forvarnarskyni, en í yfirlýsingu ef haft eftir Biden að um sé að ræða einstakar kringumstæður og hann geti ekki, samvisku sinnar vegna, gert ekki neitt. Meðal þeirra einstaklinga sem Biden hefur náðað eru Anthony S. Fauci, fyrrverandi sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, Mark A. Milley, formaður herráðsins, og Liz Cheney, fyrrverandi þingkona Repúblikanaflokksins fyrir Wyoming. Milley hefur þegar tjáð sig um málið og segist afar þakklátur, enda hafði Trump sagt að hann verðskuldaði að vera tekinn af lífi. Milley’s response, via @PamelaBrownCNN “My family and I are deeply grateful for the President’s action today. After forty-three years of faithful service in uniform to our Nation, protecting and defending the Constitution, I do not wish to spend whatever remaining time the…— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) January 20, 2025 „Staðhæfulausar og pólítiskar rannsóknir eyðileggja líf, öryggi og fjármál einstaklingana sem þær beinast gegn og fjölskyldum þeirra,“ segir forsetinn fráfarandi í yfirlýsingunni. „Jafnvel þegar einstaklingar hafa ekki gert neitt af sér, og raunar gert hið rétta og verða á endanum hreinsaðir af sök, þá getur rannsókn eða saksókn ein og valdið óafturkræfum skaða á orðspori og fjármálum einstaklinga.“ Náðanirnar hafa verið til umræðu í Hvíta húsinu síðustu daga og aðstoðarmenn hans lagt áherslu á að þær þýði ekki að forsetinn telji viðkomandi hafa gerst seka um eitthvað. Hins vegar sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða í ljósi fyrirheita Trump um að leita hefnda gegn andstæðingum sínum. Sumir þeir sem Trump hefur hótað hefndum hafa stigið fram og sagst mótfallnir náðunum í forvarnarskyni. Þeirra á meðal er öldungadeildarþingamaðurinn Adam B. Schiff, sem fór fyrir rannsókn þingsins á Trump í fyrri forsetatíð hans. „Það væri rangt fordæmi að setja,“ sagði Schiff í samtali við CNN fyrr í mánuðinum. „Ég vil ekki sjá alla forseta hér eftir gefa út víðtækar náðanir til samstarfsmanna sinna á leiðinni út um dyrnar.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Mun þetta vera í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna beitir valdi sínu með þessum hætti, það er að segja í forvarnarskyni, en í yfirlýsingu ef haft eftir Biden að um sé að ræða einstakar kringumstæður og hann geti ekki, samvisku sinnar vegna, gert ekki neitt. Meðal þeirra einstaklinga sem Biden hefur náðað eru Anthony S. Fauci, fyrrverandi sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, Mark A. Milley, formaður herráðsins, og Liz Cheney, fyrrverandi þingkona Repúblikanaflokksins fyrir Wyoming. Milley hefur þegar tjáð sig um málið og segist afar þakklátur, enda hafði Trump sagt að hann verðskuldaði að vera tekinn af lífi. Milley’s response, via @PamelaBrownCNN “My family and I are deeply grateful for the President’s action today. After forty-three years of faithful service in uniform to our Nation, protecting and defending the Constitution, I do not wish to spend whatever remaining time the…— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) January 20, 2025 „Staðhæfulausar og pólítiskar rannsóknir eyðileggja líf, öryggi og fjármál einstaklingana sem þær beinast gegn og fjölskyldum þeirra,“ segir forsetinn fráfarandi í yfirlýsingunni. „Jafnvel þegar einstaklingar hafa ekki gert neitt af sér, og raunar gert hið rétta og verða á endanum hreinsaðir af sök, þá getur rannsókn eða saksókn ein og valdið óafturkræfum skaða á orðspori og fjármálum einstaklinga.“ Náðanirnar hafa verið til umræðu í Hvíta húsinu síðustu daga og aðstoðarmenn hans lagt áherslu á að þær þýði ekki að forsetinn telji viðkomandi hafa gerst seka um eitthvað. Hins vegar sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða í ljósi fyrirheita Trump um að leita hefnda gegn andstæðingum sínum. Sumir þeir sem Trump hefur hótað hefndum hafa stigið fram og sagst mótfallnir náðunum í forvarnarskyni. Þeirra á meðal er öldungadeildarþingamaðurinn Adam B. Schiff, sem fór fyrir rannsókn þingsins á Trump í fyrri forsetatíð hans. „Það væri rangt fordæmi að setja,“ sagði Schiff í samtali við CNN fyrr í mánuðinum. „Ég vil ekki sjá alla forseta hér eftir gefa út víðtækar náðanir til samstarfsmanna sinna á leiðinni út um dyrnar.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira